Bjarmi

Årgang

Bjarmi - 13.03.1946, Side 6

Bjarmi - 13.03.1946, Side 6
6 B J A R M I Kreddulaus kristin kirkja. Það eru ýmsir menn, sem virð- ast ekki eiga aðra ósk heitari, isienzku kirkjunni til lianda, en að hún mætti vera það, sem þeir kalla kreddulaus. Starf þeirra hefir því beinzt mjög mikið að því, að hjálpa til að losa kirkjuna við kreddurn- ar-, til þess að fólkið fældist ekki frá henni. Þeir virðasl ekki liafa náð til- ætluðum árangri, hvað það snert- ir, að laða fólkið að kirkjunni. Kirkjusóknin liefir ekki farið vaxandi á síðustu áratugum, lield- ur liið gagnstæða. Hitt hefir þeim aftur á móti gengið betur, að smeygja þvi inn hjá öllum þorra manna, að þetta, sem þeir kalla „kreddur“, eigi alls ekki heirna í kristindóminiim. Það séu aðeins „sértrúarflokkar“, sem haldi fast við kreddurnar.*) Hvað þýðir orðið „kredda“? Ég heyrði séra Bjarna Jónsson einu sinni útskýra orðið „ki'edda“ i prédikunarstól dómkirkjunnar. Hann benti á, að orðið kredda er dregið af latneska orðinu credo = ég trúi. Kredda er eftir því það, sem trúað er = trúarsetning. Kreddulaus kirkja er því trú- arselningalaus kirkja, eða kirkja, sem engu trúir. Það sjá allir heilvita menn, að kirkja, sem þannig er, getur ekki kallað sig kristna. Kristin kirkja trúir á Jesúm Krist sem Guð og frelsara. Hún hefir sínar játning- ar, þar sem saman eru dregin helzlu atriði trúarinnar, byggð á Heilagri Ritningu. Ég býst við, að það séu einmitt þessi helztu atriði, kristinnar trú- ar, sem þessir menn, sem ég hef getið- um hér að ofan, kalla „kreddur“. Ef svo er, verða þeir að horfast í augu við það, að þess- ar „kreddur" eru einmitt sérkenni kristindómsins, sem liafa tilheyrt honum frá upphafi og verða aldr- ei greindar frá, honum. Þá mundi hann liætta að vera kristindómur. Það eru víðar kreddur en í kristindóminum. Þessir sömu menn hafa sínar „kreddur“. Þeirra „kreddur eru þær m. a., að „kreddur“ kristindómsins séu ekki sannleikur. Gott og vel. Ifér á landi er trú- frelsi. Þess vegna mega þeir, sem það vilja, aðhyllast það^ að kreddur kristindómsins séu ekki sannleikur! En þeir eiga þá að vera svo lieiðarlegir að viður- *) Sbr. t. d. mótmælin, sem um 70 háskólastúdentar skrifuðu undir árið 1936, gegn því, að pró- fessor Hallesby fengi að flytja fyrirlestra við Háskóla íslands, þar sem hann væri sértrúarflokks- inaður (órthodox)!! —v Orthodox þýðir ré/Itrúaður, eins og flestir vita. kenna, að trú þeirra sé önnur en liinna kristnu, og liætta að reka trúboð sitt í nafni kristindóms- ins og innan vébanda kirkjunnar. Þeir menn, sem vilja „kreddu- lausa“ kirkju eða „frjálslyndan“ kristindóm, eins og það er líka kallað, (þótt það sé mótsögn), eiga að vera utan íslenzku þjóð- kirkjunnar, í söfnuðum eins og „Frjálslynda söfnuðinum“, því að þeir eru í raun og sannleika sér- trúarflokksmenn. Þetta skilja allirv sem hugsa rökrétt um þessi mál. Arnór Sig- urjónsson segir t. d. í íslendinga- sögu sinni, sem gefin var út á Akureyri 1942, í kaflanum um kirkjuna: „Ifefir mjög gætt umburðar- lyndis í trúarefnum, hæði um trú- arskoðanir og trúarsiði. Sértrú- arflokkar, svo sem andahyggju- menn (spiritistar) og guðspeking- ar*), hafa þrifizt innan kirkjunn- ar, og forystumönnum þeirra verið falin trúnaðarstörf í þjón- ustu hennar.“ Ég býst ekki við, að stjórnmála- flokkarnir myndu gera sér að góðu, að hafa innan sinna vé- banda menn, sem hefðu skoðan- ir, sem gengju í þveröfuga átt við stefnu flokksins, og leyfðu þeim óhindrað að útbreiða þær innan flokksins. Þeir myndu vafalaust visa þeim á réttan flokk, þar sem þeir ættu heima. En þetta virðist íslenzka kirkj- an gera sér að góðu. Er þá að furða, þótt líf sé ekki mcð mikl- um blóma innan hennar. Sunnudaginn 10. febrúar pré- dikaði t. d. maður í prédikunar- stól Dómkirkjunnar, sem flutti hreina guðspeki (endurholdgun), og réttlætti hann það með því, að hann hefði ekki fundið aðra skýringu skynsamlegri á þessum málum. Var þessum boðskap hans útvarpið um allt land. Látum svo vera, að Iiann hafi ekki fundið neitt skynsamlegra. En hann hefir enga heimild til þess sem þjónn hinnar evangel- isk-lútliersku þjóðkirkju að boða þelta í hennar nafni. Samanber vígsluheiti prestanna, að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í liinum spámannlegu og postullegu rit- um, og í anda vorrar evangelísku lúthersku kirkju. Aðhyllist einhver prestur frem- ur kenningar guðspekitínar, er heiðarlegast af honum að segja af sér prestsskap og ganga í guð- spekifélagið, og prédika þar kenningar sínar. Sama máli gegriir með mann eihs og Jón Auðuns, sem nú er orðinn preslur við Dómkirkjuna. Hann segir í viðtali, sem birtist i Útvarpstíðindum 4. árg. 16.—18. *) Leturbr. mín. hefti: „Ég er spiritisti og hefi aldrei farið dult með það. Ég hef auk þess alltaf leitazt við að leysa úrlausnarefni mín í samræmi við þessa höfuðlífsskoðun mína, og það er þetta, sem safnaðarhörn mín og áheyrendur aðhyllast. Spiritisminn er alltaf að vinna á. Mikill hluti fólks er i söfnuðin- um (þ. e. Frjálslynda söfnuðin- um), af því að presturinn er spiritisti. ..." Það hefði verið heiðarlegast af honum( að vera kyrr sem prestur Frjálslynda safnaðarins. Þar átti hann heima. Þangað gátu einnig aðrir farið, sem gátu ekki sætt sig við kristindóminn. Ef allt hefði verið með felldu innan íslenzku þjóðkirkjunnar, hefði maður með stefnuskrá Jóns Auðuns ekki komið til greina sem umsækjaridi um prestsembætti hennar. — Það hefði ekki get- að átt sér stað neins staðar í ná- grannalöndum okkar. Aðalkredda hinna „kreddu- lausu“ virðist vera þessi: „Hver verður sæll i sinni trú“. Eftir því sem ég veit bezt, er þessi setning eftir Voltaire, einn af hatrömm- ustu andstæðingum kristindóms- ins á sínum tíma. Kristin kirkja trúir því — og byggir það á Guðs orði — að eng- inn verði sæll nema fyrir trú á Jesúm Krist. Þess vegna boðar liún einnig þá trú. Og allir sannir lærisveinar Jesú Krists kjósa lieldur að trúa Jesú Kristi en Voltaire eða öðrum „spekingum" af hans skóla. Gunnar Sigurjónsson. Margt hefir gerzt. Vakningar. Nýjar fréttir berast með hverju blaði um ýmislegt merkilegt, er gerzt hefir víða í kristilegu starfi undanfarin ár. 1 síðustu tölublöðum er hingað hafa borizt af blaði norska kristniboðs- félagsins er frá því skýrt, að vakning- ar hafi orðið á starfssvœðum þess. Þannig segir t. d. kristniboðinn Frid- tjov Birkeli frá því, að talið sé, að um 20000 manns hafi unnizt fyrir Ivrist í vakningum þeim, er verið hafa á starfs- svæði norska kristniboðsfélagsins á Austur-Madagaskar. Þá hefir og fórn- fýsi safnaðanna vaxið svo, að undrun sætir. Uppörvun. Þá hafa og verið miklar vakningar á stárfssvæði félagsins í Suður-Afríku. Það/ merkilega við þá vakningu er, áð félagið hefir rekið starf þarna í hundr- að ár, án þess að nokkru sinni hafi orðið vart raunverulegrar vakningar. Kristniboðsvinir hafa mikið beðið um vakningu og nú kom hún öllum að ó- vörum, blessunarrík og auðgandi. Það hrífur hjartað sannarlega, að lesa um lífgandi náðina, scm fjölda manns hefir veitzt svo að þeir hafa orðið sannir lærisveinar Drottins Jesú fyrir trúna á hann. Og enn eitt: Eykur það ekki von vora og staðfestu í bæninni að heyra, *að Drottinn hefir gefið vakningu þar, sem aldrei hefir áður komið vakning. Vissu- lega. Vér gleðjumst og styrkjumst í bæn- inni fullvissir þess, að Drottinn er þess megnugur að senda oss vakningu. S Ýmislegt. Norskur kristniboði frá Madagaskar ritar um nauðsyn þess, að kristniboðs- félagið sendi efnilega menn frá Mada- gaskar ti( náms i Evrópu, þar eð eng- inn háskóli er til þar i landi. Kristniboðarnir á Madagaskar hafa stofnað mikið útgáfufyrirtæki, til þess að unnt sé að útvega þjóðinni góðar bækur. Sami kristniboði segir nauðsyn á að norskir kristniboðsvinir reisi tvo stóra spítala þar og sendi lækna þangað. Frakkar hafa bannað norskum læknum ,að starfa þar síðan 1912, en nú er von um, að breyting sé á orðin. Verið er að reisa mjög aflmikla út- varpstöð í Abessiníu. Er ætlazt til, að stöð þessi heyrist um meginhluta jarð- ar. Stöðinni er m. a. ætlað að flytja fagnaðarerindið um Jesúm Krist til þjóða Afriku. Fjögur hundruð ssepskir æskumenn biða þess að geta komizt til starfsstöðva sinna sem kristniboðar meðal heið- I inna þjóða. 1 Noregi bíða 250 kristni- j boðar þess að komast úr landi. í byrjun þessa mánaðar var John R. Mott, fyrrv. förseti alþjóðakristniboðs- ráðsins og formaður K.F.U.M. á ferða- lagi um Norðurlönd. Ilann hélt fjöl- mennar samkomur í Oslo og fór þaðan áleiðis til Stockholms. Kinatruboðssambandið hefir auglýst, að það opni á ný kristniboðsskóla sinn. 7il dtíuíakrcAA- Acfmnarimat. Rauöikross Islands sendi ýms- um félögum, og þar á meðal K.F. U.M. og K., bréf með þeim til- mirilum, að þau létu eitthvað af hendi rakna til söfnunarinnar fyrir munaðarlaus börn á megin- landi Evrópu. Á laugardagssam- komu æskulýðsvikunnar var mælzt til þess, að vinir starfsins, er þar voru, létu fram skerf sinn til þess að félögin gætu orðið við þessum tilmælum. Munu um 5500 krónur liafa verið lagðar í fjár- söfnun þessa og liöfðu þó margir lagt „sinn skerf“ áður. SréfiaAkipti éit (tcnÁ bcrh. Síra Sigurhjörn Á. Gislason lief- ir féngið tilmæli frá anörgum dcjnskum Surinudagaskólahölrn- um um að koma þeim i bréfa- skipti við íslenzk sunnudaga- skólahörn. Ef einhver lesenda Bjarma gseti stuðlað að því, að þessari málaleitan yrði sinnt, eru það vinsamleg tilmæli síra S. Á. G., að hlutaðeigendur snúi sér til hans, er mun gefa nánari upplýs- ingar. Heimilisfang hans er: Ási, Sólvallagötu.

x

Bjarmi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.