Bjarmi - 13.03.1946, Side 7
B J A R M I
7
%
STUTTUR LEIÐARVISIR
um hvers skal leita og vænta í
guðspjöllunum.
Þá tíu mánuði, sem Lúther var fal-
inn í kastalanum í Wartburg, ritaði
hann nokkur rit. Meðal annars, sem
hann lét frá sér fara, var kirkjupost-
illa hans. Hún kom út í mörgu lagi.
Framan við fyrstu útgáfuna var for-
máli, þar sem Lúther' tileinkaði lands-
höfðingja sinum, Albrecht greifa í Mans-
feld, verk þetta. Aftan við tileinkunar-
bréfið ritaði Lúther leiðarvísi nokkurn
um skilninginn á fagnaðarerindinu.
Eftirfarandi grein er fyrrihluti þess
leiðarvísis.
Það er algeng venja, að telja
guðspjöllin*) og 'nefna þau eftir
ritununi og segja, að guðspjöllin
séu fjögur. Þetta er orsök þess,
að rnenn vita ekki, hvað Páll og
Pétur segja í bréfum sínum, held-
ur er kennihg þeirra álitin eins
konar viðbót við kenningu guð-
spjallanna, eins og líka kemur
í Ijós í formála kirkjuföðurins
Hieronymusar.
Við þetta bætist svo enn verri
venja, nefnilega sú, að álíta bæði
guðspjöllin ogbréfin lögmálsbæk-
ur, sem læra ber í livað gera
skuli. Verk Krists eru dregin fram
eins og fyrirmynd vor.
Ef báðar þess'ar röngu skoð-
anir fá að setj'ast að í hjartanu,
er hvorki hægt að lesa guðspjall
eða pistil á nytsaman og kristi-
legan liátt, heldur verða einvörð-
ungu (til) heiðingjar, alveg eins
og áður.
Þess vegna ber (öllum) að vita,
að það er aðeins til eitt fagnaðar-
erindi en skrifað af mörgum
postulum. Öll bréf Páls og Pét-
urs og Postulasaga Lúkasar eru
eitt fagnaðarex-indi (guðspjall),
enda þótt þau segi ekki frá öllum
verkum og orðum Krists, heldur
segi eitt ritið meira eða minna en
annað. Ekkert hinna fjögui’ra
guðspjalla inniheldur öll orð
Krists og verk. Og það er heldur
enginn nauðsyn. Guðspjall er og á
heldur ekki að vera annað, en frá-
saga um Krist. Alveg eins og á sér
stað manna á meðal, að rituð er
bók um konung eða þjóðliöfð-
ingja, hvað hann hafi gert, sagt
og reynt á ævi sinni. Þetta er
einnig hægt að skrifa um á mis-
munandi hátt, einn nákvæmlega
og annar í stuttu máli.
Éannig á fagnaðarerindið að
vera, og er heldur ekki annað, en
annáll, saga eða fi'ásaga um
.Krist, hver hann er, hvað hann
hefir gjört, talað og liðið. Þessu
hefir einn lýst í stixttu máli, ann-
ar ítárlega, einn svona og annar
hins vegar.
Því að i stytztu máli er fagn-
aðarerintlið ræða um Krist, að
\
------ —, v
*) Á frummálinu er sama orð (evan-
gelium) um guðspjall og fagnaðacer-
indi.
liann er sonur Guðs og hefir
gjörzt maður fyrir oss, er dáinn
og upprisinn og hefir verið sett-
ur Drottinn allra hluta. Alls þessa
getur Páll' í hréfum sinum, og
hann leggur mikla áherzlu á þetta,
en liann minnist ekki á krafta-
vexkin og viðburði, sem skrifað
er um í guðspjöllunum fjórum.
Og þó framsetur hann nægilega
og ríkulega gjörvallt fagnaðarer-
indið, eins og vér getum greini-
lega og glöggt séð í kveðju lians
í upphafi Rómvei'jabi'éfsins:
„Páll, þjónn Jesú Krists, kallað-
ur til postula, kjörinn til að boða
fagnaðarei'indi Guðs, sem liann
áður gaf fyrirheit um fyrir munn
spámanna sinna í helgum ritning-
um, um soninn hans, sem að
holdinu er fæddur af kyni Daviðs,
en að anda heilagleikans er kröft-
uglega auglýstur að vera sonur
Guðs, fyrir upprisuna frá dauð-
um — um Jesúm Krist Drottin
vorn.“ o. s. frv.
Hér sérð þú, að fagnaðarerind-
ið er frásaga um Krist, son Guðs
og Davíðs son, dáinn upprisinn
og skipaður Drottinn. Það er að-
alinnihald fagnaðarei'indisins.
Þar sem nú er ekki nema einn
Krislur, þá er heldur ekki til
nema eittj fagnaðarerindi. Og þar
sem Páll og Pétur boða ekki ann-
að en Krist, eins og áður er sagt,
geta bréf þeii-ra ekki verið neitt
annað en fagnaðarerindið.
Já, þetla á einnig við um spá-
mennina, að af því að þeir hafa
boðað fagnaðarerindið og talað
um Krist, eins og Páll getur hér
um og ein^'og sérhver vissulega
veit, þá er kenning þeirra, ein-
mitt þar sem þeir tala um Krist,
ekkert annað en hið sanna,
ln-eina, rétta fagnaðarerindi, al-
veg eins og Lúkas eða Matteus
hefSu skrifað það.
IJins og t. d. þegar Jesaja í 53.
kapítula talar um, hvernig Krist-
ur átti að déyja fyrir oss og bera
syndir vorar, þá hefir liann ritað
hið hreina, fagnaðarerindi. Og ég
segi yður satt, að sá, sem ekki
meðtekur þennan skilning á fagn-
aðarerindinu, mun aldrei ýerða
upplýstur af Ritningunni eða
finna réttan grundvöll í henni.
í öði'u lagi mátt þú ekki gera
Krist að Móse*) eins og hann hefði
ekkert gert nema að kenna og
gefa fyrirmyndii', eins og aðrir
heilagir gjöra, alveg eins og fagn-
aðarerindið væri kennslu- eða
lögmáls bók.
Þú átt því að meðtalca Krist,
orð hans, vei'k og þjáningu á
tvennan hátt.
*) þ. e. a. s. álíta hann einvörðungu
löggjafa.
f fyrsta lagi sem fyrirmynd,
sem þér er sýnd og sem þú átt að
fylgja og breyta eftir eins og Pét-
ur segir í 1. Pét. 2,21: „Kristur
leið einnig fyrir yður og eftirlét
yður fyrii-mynd.“ Þess vegna:
eins og þú sérð að Ki'istur biður,
fastar,hjálpar mönnunum og auð-
sýnir þeim kærleika, þannig átt
þú einnig að breyta, bæði hvað
snertir sjálfan þig og náunga
þinn. I
En þetta er þó hið minnsta við
fagnaðai’erindið. Og fyrir þetta
eitt er ekki einu sinni hægt að
kálla það fagnaðarerindi. Því að
með þessu kemur Kristur þér ekki
að meira gagni en hver annar
helgur maður. Líf hans er lijá
honum sjálfum og veitir þér enga
hjálp. í stuttu máli sagt: að með-
taka Krist á þennan liátt gerir
engan kristinn. Það skapar að-
eins hræsnara. Þú verður að kom-
ast enn hærra, enda þótt nú hafi
ekki langa lengi verið prédikað
um, livernig Kristur verður bezt
meðtekinn.
Aðalgrein fagnaðarerindisins
og dýpsta innibald þess er þetta,
að áður en þú meðtekur Krist
sem fj’rirmynd verður þú fvrst
að taka við honum og viðurkenna
hann sem gjöf, sem Guð gefur þér
og er eign þin. Er þú þvi litur á
hann eða lieyrir að hann geri eða
þoli eitthvað, þá efast þú ekki um,
að hann sjálfur, Kristur, með
þessu verki eða þjáning sé þinn,
og aB þú getir reitt þig á liann, al-
veg jafn örugglega og þú hefðir
sjáífur gjört þetta, já, eins og þú
sjálfur værir þessi Kristur.
Sjá, þetta er að viðurkenna
fagnaðarerindið réttilega, þetta
er að viðurkenna rét(ilega óum-
ræðilega gæzku Guðs, sem eng-
inn spámaður, postuli eða engill
hefir getað tæmt i ræðu sinni og
sem ekkert hjarta getur nógsam-
lega undrazt eða skilið. Þetta er
liinn mikli eldur kærleika Guðs
9
til vor. Fyrir hann verður lijartað
og samvizkan glöð, róleg og á-
nægð. Þetta er að boða hina
kristnu trú. Af þessu hefir boðun-
in lieitið: „Fagnaðarerindi“ það
er á voru máli gleðilegur, góður,
huggunarríkur boðskapur. Og eft-
ir þessu eru postularnir nefndir
hinir tólf boðberar-.
Um þetta segir Jesaja i 9. kap.
6. versi: „Barn erj oss fætt, sonur
er oss gefinn.“ Ef hann er gefinn
oss, hlýtur Iiann að vera vor. Vér
verðum þá líka að taka við lion-
um sem vorum. Og í Rómverja-
bréfinu 8,32 segir svo: „Hví skyldi
hann ekki líka gefa oss allt með
honum?“ Sjá, er þú tekur þannig
við Kristi sem gjöf, gefinni þér til
eignar, og efast ekki um það, þá
ertu kristinn. Trúin frelsar þig
frá synd, dauða og helvíti og veld-
ur því, að þú sigrar allt. .0, eng-
inn getur rætt nógsamlega um
þetta. En nú er kvartað yfir því,
að þútt sífellt sé verið að lof-
svngja fagnaðarerindinu, þá er
þessi prédikun þögnuð í heimin-
uni.
Þegar þú þannig átt Krist sem
grundvöll hjálpræðis þíns, bæl-
ist liitt við, að þú meðtekur hann
einnig sem fyrirmynd þína og
gefur þig til þjónustu fyrir ná-
unga þinn eins og Kristur gaf sig
fyrir þig. Sjá, þar eru trú og kær-
leikur að verki. Þar eru boðorð
Guðs uppfyllt og menn eru fagn-
andi og óhræddir að gera og þola
allt. Líttu þvi einmitt á þetta:
Ivristur sem gjöf nærir trú þina
og gerir þig kristinn. En Kristur
sem fyrirmynd vinnur verk þín.
Þau gera þig ekki kristinn, en þau
koma frá þér sem kristnum
manni, þegar Kristur er búinn að
gera þig kristinn.
Eins og þannig er hægt að greina
milli gjafar og fyrirmyndar er
einnig hægt að greina milli trúar
og verka. Trúin hefir ekkert frá
sjálfum þér. Hún er aðeins verk
Krists og lif. Verkin hafa aftur
á móti eitthvað frá þér. En þau
eiga samt ekki að vera þín eign
helduú unnin fyrir náunga þinn.
Frá starfinu
K. F. U. M. — Æskulýðsvika.
Eins og getið var um í siðasta
lilaði liéldu K.F.U.M. og K. í
Rejdvjavík æskulýðsviku dag-
ana 10.—17. febr. Sú breytihg
varð á* ræðumannalista þeim, er
birtur var i síðasta blaði, að síra
Magnús Runólfssoon gat ekki
komið sökum forfalía. Svo vel
vildi til, að síra Magnús Guð-
mundsson í Ólafsvik var staddur
hér í bæ og „hljóp i skarðið“ fyrir
hann.
Samkomurnar voru vel sóttar.
! Söngur var mikill og góður og
| boðskapur ræðumanna alvarleg-
ur og tímabær. Síðasta kvöldið
talaði síra Friðrik Friðriksson og
er ræða lians birt hér i blaðinu.
í liámessu i Dómkirkjunni
sunnudaginn 17. febr. var altaris-
ganga. Síra Bjarni Jónsson form.
Iv.F.U.M., annaðist guðsþjónust-
una. Minntist hann -400 ára dán-
ardægurs Lúthers. Var guðsþjón-
ustan öll hin uppbj'ggilegasta. Alt-
arisgestir munu liafa verið tals-
vert á annað hundrað.
Keflavík — Njarðvíkur.
Ólafur Ólafsson hefir, eins og
áður liefir verið skýrt frá, haft
barnasamkomur á sunnudögum
suður í Njarðvíkum og Keflavík.
Sköihmu eftir áramót hóf hann
að lialda almennar samkómur kl.
3 e. li. í Ungmennafélagsliúsinu i
Keflavík. Ungt fólk úr K.F.U.M.
og K. í Reykjavik, liefir skipzt á
um að fara með lionum til að-
stoðar við samkomuhöldin. Vér
biðjum alla þá, s'em í einlægni
biðja Drottin, að biðja fyrir þessu
starfi, að það mætti verða til
blessunar áheyrendum og nafni
Drottins til dýrðar. Það er mik-
ils virði, að starfið breiðist út og
helzt, að hópur trúfastra læri-
sveina Drottins komi saman til
/