Bjarmi

Ukioqatigiit

Bjarmi - 01.12.1948, Qupperneq 1

Bjarmi - 01.12.1948, Qupperneq 1
19.—20. tbl. Reykjavík, desember 1948 42. árgangur Og engill Drottins stóð hjá þeim, og dýrð Drottins Ijóm- aði krihgum þá, og þeir urðu mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Úttist ekki, því sjá ég hoða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öll- um lýðnum, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Dav- íðs. — Lúk. 2:9—11. Hér birtist oss hin fyrsta pré- dikun á jólaliátíð haldin af himn- eskum engli. Efni hennar er hið sama og nú er efni vort: Jólin eru liátið i kristninni. Vér tölum því um jólagleði. í boðskap engilsins er ])ess skýrt gelið, livers vegna slíkur fögnuður er fram kominn: „Því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn — Vér, sem berum nafn Krists á. jörðinni og kross lians á brjósti og enni, erum þó eigi samhljóða í þessum fögnuði. Fagnaðarsöngur mannanna á jólahátíð er blandinn misliljóma óviðfelldnum stcfjum, sem cigi eiga rót sína í dýrðarsöng her- sveita Droltins. Orsök þessa er hin svefnuga nafnkristna tilvera fjöldans, er eigi fær skynjað fögnuðinn i liá- tíð jólanna, fær eigi skynjað náð Guðs og þá undravizku, er hann hefir viðliaft til að frelsa oss. Fengjum vér, allir menn, skynj- að þetta myndum vér frambera oss í sönnum fögnuði fyrir aug- liti Guðs i lofgjörð og þöklc af lijartans grunni fyrir það, er liann bcfir gjört oss til eilifrar sáluhjálpar. Guðspjall jólanna er ekki æv- intýri, heldur veruleiki. Það skýr- ir oss frá þvi að Guð er mitt á meðal vor. Hann, liinn órann- sakanlegi hefir sligið niður i myrkur vor, svo að vér upplýs- umst. Hin heilaga, lifandi kristni seg- ir því: Vér sáum dýrð hans. Hið eilífa líf, sem var hjá föðurnum, er oss opinberað. Það, sem vér liöfum heyrt, það sem vér liorfð- um á og hendur vorar þreifuðu á, það boðum vér. Hið sanna ljós, er upplýsir Iivern mann er komið til vor. Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan og í Iians samfélagi blessumst vér. Þetta er einstæð íhlutun Guðs, scm aldrei verður afturtekin né endurtekin. Atburður jólahátíðarinnar er því ekki ævintýri eins og all- margir kunna að hyggja. Þvílík jól eru blekking bins fá- tæka, vesæla, nakta og blinda, liins andlega örsnauða manns. En hann heldur jól. Jólin eiga að vera „hátíð“. Það finnst lionum sjálfsagt, að minnsta kosti fyrir börnin. Sálmarnir skulu sungnir, „gott orð“ skal flutt. En það er stemning ævintýrisins, er njöta skal. Og hann leitasl við að verða barn, enn einu sinni, eitl kvöld, cinn dag. Þó eigi þannig að leit- azt sé við að koma til Guðs sem barn og þiggja það úr hendi Drotlins, er hann vill barni sínu veita. Nei, hann reynir að þvinga tilveru sína til baka, til fyrri tíða, leitast við að gleyma þvi, að í heiminum, liinuni guðvana heimi, er neyð og synd, lcitast við að gleyma hinu illa og lifa í þvi ævinlýri að lieimurinn sé góður og mennirnir góðir. Eina lcvöldstund, einn dag er hann í húsi Drottins. Það tilheyr- ir ævintýrinu. Dauf eyrun greina óm frásögunnar: — Hið sanna ljós, sem upplýsir livern mann var að koma í heiminn. — Hann kom til eignar sinnar og hans eig- in menn tóku eigi við honum. — Og Orðið varð liold — og hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika —. En þetta fær hann eigi skynjað. Eitthvað á þessa leið heldur guðvana maður jól, kanske dýrk- ar hann, til fyllingar þessu ævin- týri, gjálifan glundroða og æði stefnulauss mannkyns, er kallast „jólagleði“. Þessi „fögnuður" er eigi sam- hljóma fögnuðinum, sem engill- inn boðaði öllum lýð, og hin heil- aga kristni lifir i. „Yður er i dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn“. Fögnuður hins lifandi kristna manns mótast af vissunni um frelsara. Guðs eingetinn son, er gefinn var föllnum heimi til þess að hver sem á hann trúir, glatist eigi, heldur hafi eilíft líf. Jcsús er frelsarinn. Orð hans býr yfir mætti og valdi. í ljósi þcss fáum vér litið vorn sjálf- liverfa vilja, en það sannfærir oss einnig um Frelsarann, sem er minn Drottinn, er mig glalaðan og fyrirdæmdan mann hefir end- urleyst, friðkeypl og frelsað frá valdi Satans, með sínu heilaga og

x

Bjarmi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.