Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 22.08.1950, Blaðsíða 2

Bjarmi - 22.08.1950, Blaðsíða 2
2 B J A R M I Fyrsta kristilega stúdentamótið, sem haldiö er á íslandi, tókst mjög vel. Þátttakend- ur voru um 230, frá öllum Norðurlöndunum. Aðsókn að almennu samkomunum var ágæt. Gjafir til mótsins fóru langt fram úr áætlun og komu t.d. 10,300,oo krónur í samskot á siðustu almennu samkomu mótsins. Skýr, alvarlegur og hvetjandi boðskapur einkenndi mótið. Því nær sem dró norræna kristilega stúdentamótinu á Biblíulegum grundvelli, því meir óx eftirvænting þeirra, sem að því unnu, svo og þeirra, sem höfðu bundið vonir við þennan óvenju- lega atburð. Ætlunin var, að mót- ið hæfist miðvikudaginn 26. júlí kl. 8,15 e. h„ og átti að setja það 1 hátíðarsal Háskóla íslands. Fyrrihluta þess dags varð þó aug ljóst, að svo gæti ekki orðið, þvi að skeyti barst frá skipi því, sem 170 þátttakenda voru með og var þar tilkynnt, aö vegna veðurs mundi skipið ekki geta komið til Reykjavíkur fyrr en um miðnætti þann dag. Var setningarathöfn því frestað til kl. 10 f. h. á fimmtu- dagsmorgun. Brand V, skipið, sem frá var sagt í síðasta tbl. Bjarma, kom á ytri höfnina í Reykjavík um 11 leytið um kvöldið og lagði að bryggju rúmlega eitt um nóttina. Á fimmtudagsmorgun var á- gætis veður í Reykjavík. Sólin sendi geisla sína yfir bæinn, en við og við dró þó smáský fyrir sól, örlitla stund. Klukkan 10 f. h. komu um 200 stúdentar gangandi í fylkingu frá Dómkirkjunni og til Háskóla íslands. Auk þátttak- enda mótsins voru þar mættir ýmsir gestir, svo sem utanríkis- málaráðherra, biskup íslands, sendiherra Norðmanna, rektor Háskólans o„ fl. Síra Jóhann S. Hlíðar, stjórnandi mótsins, á- varpaði gesti og þátttakendur. Að ræöu hans lokinni talaði Ragn- vald Indrebö, Björgvinarbiskup, um Norðurlönd og fagnaðar- erindið. Var það glöggt og grein- argott erindi. Dr. O. Hallesby og síra Sverre Magels- sen, framkv.stj. norska kristilega stúd- entafélagsins. Að setningarathöfn lokinni héldu þátttakendur mótsins til húss K.F.U.M. og K,, en þar áttu fundir og samkomur mótsins að fara fram, aðrar en kvöldsam- komurnar. Eins og gefur að skilja eru engin tök á því í stuttri grein að geta hverrar samkomu svo, að nokkru nemi. Þennan fyrsta morgun hafði G. A. Danell, dós- ent frá Uppsölum, Biblíulestur um efnið „Hinn náttúrlegi mað- ur“. Kl. 4 sama dag talaöi Dr. O. Hallesby um efnið „Hold og Andi“. Er engum gert rangt til þótt sagt sé, að hann sé vafalaust kunnastur þeirra, sem þátt tóku 1 mótinu, bæöi sem kirkjuleiðtogi og ræðumaður. Á föstudag hafði Danell dósent áframhald af Biblíulestri sínum, og var efni hans í það sinn endur- fæðingin., Að þeim Biblíulestri loknum var þátttakendum skipt í 7 samtalsflokka, er héldu sam- talsfundi, hver í sínum sal. Síðari hluta dags var kristniboðssam- koma. Ólafur Ólafsson, kristni- boði, hafði erindi, sem nefndist „Opnaðar og lokaðar dyr“. Á laugardag var þriðji Biblíu- lesturinn úr 3. kap. Jóhannesar- guðspjalls. Dr„ Martti Simojoki, frá Finnlandi, annaðist hann, Var efnið að því sinni „Þroskun trú- arinnar“. Kl. 4 e. h. talaði Indre- bö Björgvinarbiskup um „Tak- mörk skynseminnar — möguleik- ar trúarinnar". Að erindi hans loknu voru smáflokkafundir, með sama fyrirkomulagi og morgun- inn áður. Almennar samkomur. Á hverju kvöldi mótsdaganna voru haldnar almennar samkom- ur í Dómkirkjunni,, Fyrsta kvöld- ið talaði Dr. med Langvad frá Danmörku, og var yfirskrift kvöldsins „Eitt er nauðsynlegt“. Annað kvöldið talaði Dr. theol. Simojoki um „Ég trúi á Jesúm Krist“, og þriöja kvöldið talaði Danell, dósent, um efnið „Það er fullkomnað“. Samkomurnar voru öll kvöldin ákaflega vel sóttar. Var kirkjan alsetin, og auk þess stóðu margir. Er samkomunum var lokið, var gengið út úr kirkj - unni, en handan götunnar fyrir aðaldyrum kirkjunnar hafði fán- um Norðurlanda þjóöanna sex verið komið fyrir., Var staðið í hóp umhverfis þá og sungið með- an þeir voru dregnir niður, hægt og hátíðlega. Að því loknu var aftur gengið til kirkju, og að þessu sinni til þess að hafa bæna- stund. — 'Jrá útiAatnkctnubbi á fanarkcli. — Hluti af mannfjöldanum, sem þátt tók í samkomunni. Stúdentarnir, sem þátt tóku í mótinu. Sunnudagurinn var meö sér- stökum blæ. Kl. 8 um morgun- inn var altarisganga í Dómkirkj- unni. Síra Bjarni Jónsson, vígslu- biskup, hélt skriftaræðu og þjón- aði fyrir altari, en honum til að- stoðar við útdeilingu brauðsins var síra Jóhann S. Hlíðar, stjórn- andi mótsins. Alta^risgestir munu hafa verið rúmlega 230„ Kl. 11 þennan sama dag pré- dikaði Indrebö biskup við guðs- þjónustu í Hallgrímskirkju. Síra Jón Árni Sigurðsson, prestur í Grindavík, þjónaði fyrir altari. Kl. 2 var guðsþjónusta í Dómkirkj- unni og prédikaði prófessor O. Hallesby þar, en síra Bjarni Jóns- son þjónaði fyrir altari. Guðs- þjónustan var ákaflega fjölsótt. Var henni þó útvarpað., Kl. 4,30 var útisamkoma á Arn- arhólstúni. Þar töluðu þeir síra Friðrik Friðriksson og prófessor Hallesby. Veður var ágætt meðan á samkomunni stóö og margt á- heyrenda. Um kvöldið var svo síðasta samkoma mótsins í Dómkirkj- unni. Þar talaði dr. med Langvad um „þitt er ríkið“. Var þaö fjöl- mennasta kvöldsamkoma móts- ins„ Er komið var inn í kirkjuna aftur, eftir að Norðurlandafán- arnir höfðu veriö dregnir niður, var orðið gefið frjálst til vitnis- burðar. Notuðu margir stúdent- anna sér það, og hefðu ugglaust gert það fleiri, en samkomunni var slitið kl. um 11. Ýmislegt. Skráðir þátttakendur mótsins munu hafa verið nálægt 230. Höfðu þeir sameiginlegt mötu- neyti, og var matazt í barnaskóla Austurbæjar. Sem dæmi um, hve vel vinir og velunnarar kristilega starfsins brugðust við tilmælum um fjárstyrk til mótsins, má geta þess, að frá einstaklingum bárust gjafir samtals um 45 þúsund krónur. Auk þess veitti kirkjuráð 6000 króna styrk til mótsins og ríkisstjórn bauð erlendum þátt- takendum til Gullfoss og Geysis mánudaginn 31„ júlí. í þeirri ferð tóku einnig íslendingar þátt, og voru þátttakendur alls um 270. Var í heimleiðinni ekiö um Þing- velli, og miðdagsverður snæddur í Valhöll. Komið var til Reykja- víkur klukkan tæplega 12 um kvöldið. Fóru erlendu þátttak- endurnir beint um borð 1 skip það, er flutt hafði þá flesta hing- að til lands og lét það úr höfn kl. 1 um nóttina. Eftir kvöldsamkomurnar í Dóm- kirkjunni skiptust hinir erlendu þátttakendur í smáhópa, til kaffi- drykkju á ýmsum heimilum, er boðizt höfðu til að veita þeim beina að degi loknum, og veita þeim þannig nánari kynni en ella hefði orðið. Þaö er samróma álit, að mót þetta hafi tekizt með ágætum og er það von og bæn margra, að það hafi orðið til varanlegrar bless- unar og áhrifa meðal vor.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.