Bjarmi - 22.08.1950, Page 4
4
B J A R M I
Hct-ea.
Mikið hefir verið rætt um Kóreu
að undanförnu. Þar hefir geisað
styrjöld, sem kostað hefir fjölda
manns lífið. Flestum yðar mun
kunnugt, að Kórea er skagi, sem
liggur suð-austur frá Mansjúríu
og gegnt Japan. Tiltöiulega stutt
er síðan landið var nefnt ,,Ein-
búaríkið“, því að Kóreubúar vildu
engin mök eiga við erlenda menn,
hvort sem um var að ræða, siði,
háttu, iðnað, verzlun eða trúar-
brögð. Loks tókst þó útlending-
um að opna þetta lokaða land og
hefja viðskipti við íbúana.. Það
leið ekki á löngu þar til kristnir,
trúaðir menn, sem elskuðu mál-
efni Drottins, héldu til landsins
og tóku að boða fagnaðarerindið.
Kóreumenn voru tortryggnir, og
leið langur tími þar til þeir feng-
ust til þess að hlýða á boðskapinn.
Kristnjboðarnir gáfust þó ekki
upp, héldu áfram að prédika og
ÝMISLEGT.
Albert Ólafsson, bróðir Ólafs kristni-
boða, var meðal farþega á Brand V. til
Noregs. Albert hafði dvalið hér á landi
á annan mánuð, tekið þátt í Vatna-
skógarmótinu, haldið samkomur m. a.
á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í
Reykjavík. Ólafur bróðir hans og Felix
Ólafsson, kristniboðsnemi, fóru með
honum til Akureyrar. Þeir, sem hlust-
uðu á Albert, eru honum þakklátir,
því að hann boðaði orðið á hrífandi
hátt.
Sumarstarf K. F. U. K. í Vindáshlíð
hafði fleiri þátttakendur nú en nokkru
sinni áður. Innréttingu sumarskálans
miðar sífellt áfram.
Sumarstarfið í Vatnaskógi hefir
gengið svipað og undanfarið. Þó mun
þáttaka að meðaltali heldur minni í
sumar en í fyrra. Erfiðara var með
foringja og mun þriggja vikna utanför
30 manna flokks Skógarmanna valda
nokkru um. Sumarfrí margra fóru í þá
för.
Síra Sverre Magelssen, aðalfram-
kvæmdastjóri stúdentahreyfingarinnar
norsku, sem starfar á Biblíulegum
grundvelli, dvelur hér að minnsta
kosti hálfan mánuð eftir stúdentamót-
ið. Hann mun hafa samkomur á Akur-
eyri og í Vestmannaeyjum, ef Guð lofar.
Skógarmenn K. F. U. M. efndu til
ferðar inn á Þórsmörk um verzlunar-
mannahelgina. Þátttakcndur voru um
þrjátíu.
Frú Steinunn Hayes, kristniboði,
hefir dvalið meðal ættingja sinna und-
anfarnar vikur m. a. uppi a Akranesi.
Hún tók þátt í norræna stúdentamót-
inu og sagði nokkur orð á kristniboðs-
samkomu þar. Þá hefir hún og haft
fund með meðlimum kristniboðsfélags
kvenna í Reykjavík.
lögðu jafnframt allt kapp á að
þýða Guðs orð á tungu lands-
manna. Eru margar sögur til um
það, hvernig Guðs orð barst til
ýmsra einstaklinga þar í landi.
Eitt sinn gafst aðalsmanni nokkr-
um tækifæri til þess að hitta
kristniboða, þar sem hann var að
starfi. Meðan á umræðu þeirra
stóð, tók aðalsmaðurinn eftir því,
að bók lá á borði kristniboðans,
og vakti hún forvitni hans. Þetta
var Nýja testamentið. Aðalsmað-
urinn hafði heyrt getið um það,
en aldrei séð það fyrri. Hann var
þó of slunginn til þess að minn-
ast nokkuð á það, og ef til vill
einnig of drambsamur til að láta
á því bera, að honum léki nokkur
hugur á útlendum trúarbrögðum.
Þegar kristniboðinn brá sér fá-
ein augnablik út úr stofunni, og
aðalsmaðurinn var orðinn einn,
greip hann bókina og faldi hana
undir kápu sinni. Kristniboðinn
kom aftur að vörmu spori, og þeg-
ar þeir höfðu lokið samtali sínu,
hélt aðalsmaðurinn brott með
bókina.
Guðs orð er alltaf Guðs orð,
einnig þegar það er fengið á ó-
heiðarlegan hátt. Aðalsmaðurinn
tók að lesa Nýja testamentið, og
Guð lauk upp heiðnu hjarta hans
og gaf honum trúna. Nokkrum
vikum eftir samtalið kom hann
aftur til kristniboðans, til þess að
játa fyrir honum þjófnaðinn og
biðja fyrirgefningar. Kristni-
boðinn fyrirgaf honum fús-
lega og hjálpaði honum til þess að
er frjálst að fara aftur til skól-
ans“.
Nú var það ætlunin að þau
skyldu fara aftur til Gheleb
snemma næsta morguns, en þeg-
ar hinir innfæddu vinir okkar
sáu, að faðirinn og fylgdarmenn
hans héldu vörð bæði um garð-
hliðið og hliðið út að götunni á-
kváðum við að breyta brottfarar-
tímanum. Þegar dimmt var orðið,
og allir voru inni, samkvæmt
venjum landsbúa, að borða aðal-
máltíð dagsins, lagði kennarinn
á múlasnann sinn, setti Kellu fyr-
ir framan sig 1 söðulinn og reið
leiðar sinnar.
Snemma næsta morguns sáu
þjónarnir okkar, að mennirnir
voru aftur farnir að halda vörð
um hliðin okkar. Obka-Esgi gaf
sig á tal við þá og spurði þá, hvaö
þeir vildu. Jú, þeir vildu bara fá
að vita, hvenær stúlkan ætti að
fara til Gheleb. Okba-Esgi sagði
þeim, að þau væru fyrir löngu
komin til Gheleb, því að þau fóru
í gærkveldi. „í gærkvöldi, segir
þú, enginn maður fer einn síns
eignast eigið testamenti, svo að
hann gæti lesiö Guðs orð blygö-
unarlaust.
Síðan þetta gerðist hafa orðið
mikil umskipti í Kóreu, og hefir
fjöldi íbúanna tekið kristna trú,
Kristnir Kóreubúar hafa verið öt-
ulli við útbreiðslu fagnaðarerind-
isins meðal landa sinna en flestar
aðrar þjóðir, og hefir sjálfboða-
starf þeirra vakið mikla athygli
meðal kristinna manna um allan
heim. Um skeið mátti svo segja,
að nær því hver kristinn Kóreu-
búi væri kristniboði, þar sem all-
ir, eða flestir, unnu markvisst aö
því að breiða út fagnaöarerindið,
bæði með útbreiöslu rita og svo
með vitnisburði sínum. Kristnir
menn þarlendir höfðu ekki mikið
fé handa á milli, svo að þeir gátu
ekki'lagt mikið fé fram til starfs-
ins. í stað þess verja þeir eins
miklu af tíma sínum og kröftum
og þeir geta í þágu starfsins. Það
eru þeirra ,,samskot“. Þessi ,,sam-
skot“ fara fram á eftirfarandi
hátt: Prestur viö kirkju í stórum
bæ tilkynnir það einhvern dag-
inn, að hann ætli að boða kristni
í grennd við bæinn, þar sem hún
hafði ekki verið boðuð áður. Því
næst spyr hann, hvort nokkrir
geti hjálpað honum. Einhver lof-
ar þá vikutíma til að aðstoða við
að prédika, húsvitja eða útbýta
smáritum,, Annar lofar mánaðar-
tíma og hinn þriðji, sem á ann-
ríkt heima fyrir, lofar einum eða
fleiri dögum. Um tíma báru slík
„samskot“ svo góðan árangur, að
framboðin frá einum söfnuði
jafngiltu 300 kristniboðum í heilt
ár.
Þannig hefir eldur fórnfýsinn-
ar logað í hjörtum kristinna
liös út í eyðimörkina um nóttina?
Hvernig getur nokkur vaðið yfir
Anseba nema við dagsbirtu?“ „Ef
þú trúir mér ekki, þá komdu og
sjáðu, að múlasninn er farinn“,
sagði Okba-Esgi. Nú skildu þeir,
að ekki þýddi að bíða lengur, en
þeir viðurkenndu nú, að þeir
hefðu ætlað að ræna stúlkunni.
Aðeins nokkur ár gat ég fylgzt
með Kellu. Eitt skólafrí fékk hún
að vera á heimili okkar í Cheren,
og mér fannst ég vera á einhvern
sérstakan hátt knýtt fast að
henni. Eftir að ég fór heim, heyrði
ég sjaldan frá henni. En ég veit,
að hún var fermd, og þegar hún
var búin á skólanum, fór hún að
starfa.
Kella hefir aldrei liðið mér úr
minni, og oft hefi ég hugsað um
stúlkuna, sem barðist svo hraust-
lega fyrir trú sinni.
Mjög nýlega fékk ég þá sorg-
legu frétt, að Kella væri ekki leng-
ur á lífi. Nafn hennar þýddi „Allt
gott frá Guði“, og ég trúi og vona,
að hún hafi nú hlotið það.
Endir.
KELLA
Eftir Hönnu Sundström.
manna þar austur frá. Nú eiga
margir þeirra við sárustu erfið-
leika og þrautir aö stríða — og
þaö hafa þeir áöur átt, því að
kristnir menn urðu fyrir margs-
konar cfsóknum fyrrihluta þess-
arar aldar. Biðjum fyrir kristn-
um mönnum í Kóreu, að Guð gefi
þeim áframhaldandi starfsþrek
og baráttuvilja og þolgæði 1
þraut. Minnumst Kóreu í bænum
vorum.
(Úr fundarblaði Skógarmanna
K. F„ U. M.).
VihUNHH kejti.
Ó, Iíristur minn, ég kem til þín
og kom þú lika skjótt til mín,
því verið get ég án þín ei,
en örugg með þér lifi og dey.
Og þér að treysta óþæft er,
þá aðrir vinir þregðast mér.
f heimi þessum fátt ég finn,
sem friðað getur anda minn.
Þú einn kannt lækna sviðasár
og sorgar þerra höfug tár.
Ég fæ að leggja mcinin mín
við máttug naglaförin þín.
Ég fæ þar allt, sem fá ég þarf,
ég finn það glöggt við dagsins starf.
í vöku og svefni frið ég finn
í faðmi þinum, Drottinn minn.
H u g r ú n.
Mótið í Vatnaskógi
Framh. af 1. síðu.
ið tekið að kólna í tjaldinu, enda
hafði hvesst að nýju.
Á mánudagsmorgun kl. 10 var
áltarisganga og voru um 240 af
þátttakendum mótsins til altaris.
Þjónuðu þeir síra Sigurður Páis-
son, (sem einnig flutti skrifta-
ræðu) og síra Sigurjón Guðjóns-
son, prófastur, fyrir altari.
Kl. 1 talaði Jónas Gíslason,
cand. theol. og kl. 3 síra Sigurjón
Þ. Árnason, en um kl. 4,30 var
mótinu slitið, og héldu menn
heim að því loknu. Er það von
vor, að mótið hafi 'orðið mörgum
til blessunar eins og verið hefir
undanfarin ár.
Biblíunámskeiðið
Þátttakendur í fyrirhuguöu
Biblíunámskeiði í Vatnaskógi 16„
—24. sept. eru orðnir margir. Til-
kynnið þátttöku sem fyrst á af-
greiöslu Bjarma.
Ritstjórn: Ástráður Sigursteindórs-
son, Bjarni Eyjólfsson, Gunnar Sigur-
jónsson. — Áskriftargjald kr. 15.00 á
ári. Gjalddagi 1. júní. — Afgreiðsla:
Þórsgötu 4. Síini 3504. Pósthólf 051.
Félagsprentsmiðjan h.f.