Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.10.1957, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.10.1957, Blaðsíða 3
Stiklað á stóru Fréttir frá kristniboðinu liafa lirús- azt svo upp, að ekkert viðlit er að rita um það allt eins og' unnt væri. Þar væri efni í margar greinar. Hér skal aðeins örlitils getið i mjög stuttu máli. máli. Kristniboðahjónin Benedikt Jasonar- son og frú Margrét Hróbjartsdóttir fóru af stað til Konsó frá Reykjavík þann 1. ágúst. Þau voru komin til Addis Abeba 4. ágúst. Þangað koniu Felix og Kristín til móts við þau. Sök- um mikiila verkefna á kristniboðstöð- inni var ákveðið, að nýliðarnir fyigd- ust þegar með hinum til Konsó og lærðu málið þar, en ekki á tungumála- námskeiði í Addis, eins og liaft hafði verið í huga. Komu bau til Ivonsó 22. ágúst. Vísast til annarrar greinar hér í blaðinu um þá ferð. Ólafur Ólafsson, kristniboði, fór á- leiðis til Konsó þann 15. september. Það er aðeins kynnisför, kristniboðinu að kostnaðarlausu. Ráðgerði hann að vera í ferðinni um þriggja mánaða skeið. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist fréttabréf frá honum til kristni- boðsvina, og er þar nánar gerð grein fyrir för þessari. Haraldur Ólafsson, kennari, sonur kristniboðahjónanna Herborgar og Ól- afs Ólafssonar, fór til Oslóar um mán- aðamót ágúst og september. Hóf hann nám á kristniboðaskólanum á Fjell- haug, og er ætlun hans að vera í tveim- ur efstu bekkjum skólans til þess að undirbúa sig til kristniboðsstarfs. Sam- band ísl. kristniboðsfélaga sá sér ekki fært, vegna ýmissa erfiðra aðstæðna, og þá ekki sízt gjaldeyriserfiðleika, að semja við hann um að ganga í þjón- ustu þess, en Haraldur hefir ákveðna kristniboðsköllun og býr sig undir starf meðal heiðingjanna, hvort sem, verður á íslenzka starfssvæðinu eða annars staðar, þar sem Guð kann að opna lionum dyr. Hér er komið nýtt fyrirbænarefni fyrir íslenzka kristni- boðsvini. Forstjóri kristniboðsdeildar Lút- herska heimssambandsins, dr. Fridtjov Birkeli, kom liingað til lands 21. sept. síðastliðinn og staðnæmdist hér tvo sólarhringa. Hann átti fund með Sam- bandsstjórn ísl. kristniboðsfélaga og talaði auk bess á almennri kristniboðs- samkomu í húsi KFUM og K sunnu- dagskvöldið 22. sent. Flutti hann þar ræðu og hafði frásögn með skugga- myndum frá lúthersku kristniboðs- starfi víða um heim. Síra Jóhann Hannesson túlkaði mál hans. Samkoma þessi var ágætlega sótt og óliætt að segia, að heimsókn hessa ágæta manns hafi verið kristniboðssstarfinu liér á vinningur. Þess má að lokum geta, að frá næstu áramótum tekur Dr. Birkeli víð störfum aðalframkvæmdarstióra NMS, en bað er stærsta kristniboðsfé- Iag Norðurlanda. Skemmtileg og uppörvandi sam- þykkt um kristniboð var gerð á hér- aðsfundi Kjalarnesprófastsdæmis, sem haldinn var í Vestmannaeyium ■ ágiist. Var þar mælzt til bess, að Pálmasunnu- dagur yrði almennur kristniboðsdag- ur, guðsþjónustur haldnar og gjöfum til kristnilwðs veitt móttaka. Þá var og talið eðlilegt, að íslenzk kristni styddi kristniboð það, sem hafið er í Konsó. T,oks var borin fram sú ósk. að bæn fyrir kristniboðinu yrði tekin inn i kirkjubænina. Er syndin „Syndin er eins mikil og hann er mikill, sem við syndgum gegn og hann geta hvorki liiminn eða jörð rúmað“. (Lúther). Þetta eru sannleiksorð, sem oss yfirborðslegum hörnum syndar- innar er hollt að hugsa oft um. Syndin heinist gegn Guði, og hún er jafnmikil og hann er milcill, sem hún beinist gegn. Öll synd heinist nefnilega gegn Guði. Syndin er verknaður, sem er annars eðlis en öll önnur verk vor. Þú gengur að morgunverðarborð- inu, þú labbar í skólann, lest dag- hlaðið og spjallar við félaga þinn — og þú talar illa um náunga þinn, lítur stúlku á götunni óhreinu augnaráði, sækist eftir hégómleg- uni heiðri, gerir herbergisfélaga jiínum lifið óbærilegt vegna eigin- girni þinnar. Hin fyrrnefndu verk- in gerast í rúmi og tíma, hin síð- ari gegn eilífðinni. En eins og vér syndgum um leið og vér vinnum hin hversdagslegu störf vor, þann- ig gerum vér syndina meinlausa og hversdagslega. Það er þó ekkert meinleysismál að syndga móti Guði. „Hvernig skyldi ég framkvæma það vonzkuverk að syndga gegn Guði ?“ Syndir vorar hafa hæði ískyggi- lega dýpt og hæð. Lítum fyrst á dýpt syndanna. Syndin er ekki það, sem aðeins hærist á ytra borðinu i lifi voru. Ilún sprettur fram úr djúpi persónulífs voi’s. Hún stafar ekki einungis af ólieppilegum til- drögum og áhrifum umhverfisins. „Innan að, frá hjarta mannanna koma hinar illu hugsanir,“ segir Jesús, „frillulífi, þjófnaður, mor'ð, liórdómur, ágirnd, ill- mennska, öfund, lastmæli, hroki, fávizka. Allt jietla kemur innan að og saurgar mannninn“. Mark. 7, 21. Syndin er persónusynd, það er ekki auga þitt eða einungis höndin eða hugsunin, sem fram- kvæmir syndina, heldur þú sjálf- ur. Sú grein sálfræðinnar, sem reynir að kafa niður í djúp manns- hugans, liefir gert slíkar uppgötv- anir, að margir hafa látið skelf- ast og orðið hræddir við það djúp af illsku og frumstæðri grimmd, sem hún hefir leitt í ljós við það eitt að ráða fram úr draumum vor- um. Trúnaður maður ætti fyrst og fremst að óttast persónusynd sína í ljósi Guðs orðs. Ekki er allt sagt um djúp synd- arinnar með því að segja, að liún sé persónusynd. Nei, hið skelfileg- asta er, að hún er djöfulleg. Hið illa á rætur sínar að rekja til hins illa. Syndin er afleiðing djöfullegra áhrifa í djúpi persónu vorrar. Syndin er ekki tregða í eðli voru. Hún er ekki ófullkomleiki. Synd er vondur persónuvilji. Synd er andi. Syndin kemur frá hinni yfir- náttúrlegu persónu, sem heitir Satan. hættuleg V Vegna syndarinnar kastasl mað- urinn inn í hina óliugnanlegu har- áttu milli Guðs og Satans. Þessi barátta snertir alheiminn. I synd- inni tökum vér þátt í uppreisninni gegn Guði, verðum hluttakendur í hinni andkristilegu baráttu gegn drottinvaldi Guðs og rikis hans i heiminum. Syndin hefir í sér fólg- inn kraft, sem stafar frá eyðingar- öflun tilverunnar, sem vilja spilla skipan Guðs. Þess vegna segir Jes- ús, að sá, sem syndina drýgi, „gjöri verk djöfulsins“. Þess vegna höf- um vér lært í kverinu, að afneit- un syndarinnar sé þetta: „Ég af- neita djöflinum og öllu hans at- hæfi og öllu hans eðli“. — Ö, að vér tryðum, liversu djúp syndin er! Þá mundum vér óttast að taka þátt í uppreisn Satans gegn Kristi. En syndin er ekki aðeins djúp. Hún liefir einnig hæð. Og sú vídd Iiennar er enn ægilegri. Syndin er sprottin úr djúpi guðleysisins. Þess vegna hefur hún í sér mátt til þess að komast upp í hinar liæstu liæð- ir, inn í nálægð Guðs, já, beint inn í Guðs hjarta! Syndin greinir sig frá öllum öðrum verkum vor- um með þvi að hún beinist í hæð- irnar eins og „liimineldflaug“. Hún er ekki kyrr á jörðunni. Hún fer alla leið inn í eilífðina. Vér getum ekki sótt hana þangað, gert liana aftur eða endurbætt hana. Hún er jiess eðlis, að vér höfum liana ekki á valdi voru. Hún fer inn í liinn himneska veruleika og er þar um aldur, stöðugt sem ný, fyrir aug- um hans, sem skynjar jafnt tíma og eilífð. Það er þetta eðli syndarinnar, að fara inn í himininn, sem gerir liana svo hættulega! Syndin er liögg í andlit Guðs! „Gegn þér einum hefi ég syndgað og gjört það, sem illt er í augum þínum“. Sálm. 51, 6. Þegar vér syndgum, brjótum vér ekki gegn siðgæðisreglum, siðgæð- ishugsjónum eða siðgæðislegum alheimi, eins og lieimspekin hlýt- ur að segja. Nei, vér hrjótum gegn friðhelgri persónu Guðs og per- sónulegum lífsvilja hans. „Vei mér, ég liefi syndgað, elcki á móti lög- málinu, lieldur á móti Guði!“ (Lút- her). Syndinni er þannig varið, að liún vekur reiði Guðs gegn oss, af því að hún beinist að hjarta hans. Það er ógn syndarinnar. Sálm. 90, 11. Það er reiði Guðs gagnvart synd- inni, sem fyrst getur vakið oss, svo að vér gerum oss grein fyrir hinum skelfilegu afleiðingum hennar. Guð lætur ekki að sér liæða. Sá, er rís gegn Guði, verður að deyja. Hvergi hefir Jesús við- haft skelfilegri orð um hina ógur- legu refsingu syndarinnar en i Fjallræðunni. Þar talar hann um, að það eitt að tala með lítilsvirð- ingu um bróður sinn, eða óhreint augnaráð gagnvart konu, haki oss _______________ BJARMI 3 sekt til eilifrar glötunar. Matt. 5, 22, 28.-32. Þegar á allt er lilið, er liinn ógn- þrungni veruleiki syndarinnar hul- inn sjónum vorum. Alvara synd- arinnar er leyndardómur. Þess vegna verðum vér að læra og trúa því, sem Guðs orð segir um veldi syndarinnar. Syndin er órökræn. Vér getum einungis lært að óttast liana, ef vér reynum eitthvað af veruleika Guðs í lífi voru. Stærð syndarinnar, eins og Biblían kenn- ir um hana, sjáum vér fyrst í ljósi tignar Guðs. Sá einn getur óttazt syndina, sem óttast Guð. Og þó opnast augu vor ekki fyr- ir alvöru syndarinnar og veldi, fyrr en vér litum hana í ljósi krossins, þar sem Guð er að verki til þess að frelsa oss frá dómi syndarinn- ar. Sá, sem sér, að refsing synda lians er lögð á hann - - staðgöngu- manninn — honum hlotnast loks sá andi, er lirópar: Frelsa mig frá illu! Erling Utnem. Aukið trúboð Búddatrúarmanna Margt bendir til þess, að Búddhatrúarmenn liugsi til trú- boðs í „myrkvuðu Evrópu“, eins og þeir kalla það. Blaðið „Nor- ræna kristniboðið meðal Búddlia- trúarmanna“ skýrir svo frá, að séra Basil Jackson hafi sagt, að safnað liafi verið yfir 4% milljón króna til Búddhatrúboðsstarfs í Evrópu. Slofnaður hefir verið búddhist- iskur trúhoðsskóli á Ceylon og þar hljóta menntun trúhoðar, sem starfa eiga i Evrópu. Auk þess lief- ir verið hafin mikil útgáfa, að nokkru leyti hreinlega Búddliatrú- ar og að riokkru leyti ákaflega and- kristileg. Margir Búddhatrúar- menn liafa haldið því fram, að að- gerðir Breta og Frakka í Egypta- landi sýni það greinilega, að „kristna Evrópa“ sé hin myrka Ev- rópa. Þessi myrka Evrópa þarfn- ast ljóss Búddhatrúarinnar, segja þessir menn. Blað norræna trúhoðsins meðal Búddhatrúarmanna skýrir auk þessa frá þvi, að áhugi á Búddlia- trú fari vaxandi meðal hrezkra menntaskólanema og stúdenta. Fyrir noklcru fóru sex Englend- ingar til Síam til þess að verða Búddhatrúar-munkar. Kunnur, enskur kristnihoðsfræðingur, Ge- orge Appleton, hefir leitazt við að skýra þetta fyrirbrigði. Hann álít- ur, að fjöldi ungra manna i Eng- landi hafi misst öll tengsl við kirkjur sínar og hafi þvi orðið her- skáum, ókristnum trúarhrögðum i Evrópri auðveld hráð. Einkenn- andi eru hugsanir ungs, gáfaðs stú- dents í Glasgow, sem liann liefir fyrir skömmu hirt opinberlega; liann hneigist mjög að Búddhatrú, af því að þar mæti hann sannri

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.