Bjarmi - 01.10.1957, Síða 4
4 BJARMI
í íslenzkum jeppa.
Koniin til Konsó! Já, það er ein-
kennilegt, en þó ekki eins einkenni-
legt og ég liélt. Við lögðum af stað
frá Addis á þriðjudaginn var, um
kl. 11 f. h. Ferðinni var að sjálf-
sögðu heitið suður á bóginn — til
Konsó! Það var sannarlega ein-
kennilegt að vera komin af stað
til Konsó. Gat það átt sér stað?
Vinirnir í Addis höfðu kvatt okk-
ur og óskað okkur allra lieilla á
ferðalaginu og í starfinu og heð-
ið Guð að blessa okkur. Það var
líka gott að geta lagt af stað í
Jesú nafni og í trausti til bans.
Islenzki jeppinn þaut eftir vegin-
um á um það bil 60 km hraða,
enda vegurinn alveg ágætur.
Landslagið var líka mjög fallegt,
fjöll og vinalegar hæðir og ásar,
akrar og engi einkenndu landslag-
ið, og liringlaga strákofar féllu vel
við umhverfið. Víða voru menn
að herfa akra sína, og fyrir plógn-
um gcngu tveir uxar. Við þutum
áfram suður á bóginn, og alltaf
varð hitinn meiri, eftir því sem
sunnar dró. Þegar við vorum húin
að aka um 250 km, komum við
að brú, sem hafði nýlega brotnað
niður. Fyrir bragðið urðum við
að taka á okkur allstóran krók,
kringum stórt og mikið vatn, sem
heitir Awasa. Við þetla vatn dvelja
kristniboðarnir oft í leyfi sínu, því
að þarna er mjög fagurt og lítil
mannabyggð. Við vorum um tvær
stundir að aka umhverfis vatnið.
A meðan skall myrkrið á, og oft
munaði litlu, að við færum villu-
götur. Við hittum marga innfædda
menn og einu sinni ókum við fram
á allstóran hóp innfæddra karl-
manna, sem allir báru spjót i hendi
og voru æði vígamannlegir, — en
við komumst nú klakklaust frá
þeim. Við komum aftur upp á
þjóðveginn örstutt frá brúnni, en
auðvitað liinum megin við hana.
Kom okkur öllum saman um, að
eftir þetta mundum við kunna að
meta brýrnar mikið betur. Klukk-
an var rúmlega 7% og enn áttum
við eftir að aka á annað liundrað
kílómetra, áður en við kæmumst
til Dilla, en þar ætluðum við að
gista. Þangað komumst við um
10-leytið, Margt af kristniboðun-
um var komið í liáttinn, en allir
komu þeir á fætur til þess að taka
á móti ferðalöngunum. Okkur var
gefið að borða, og við fenguin að
lífsögun, í stað þess — að því er
hann segir sjálfur — að hægt er
að hegða sér eins og hver vill í
kirkjunni, án þess að nokkur skipti
sér af þvi.
(Kristel. Dagbk).
HRl^TNIB0n«l>ÆTTlR
Margrét Hróbjartsdóttlr skrifar frá Konsó:
,,Það var hrífandi að sjá þetta“
þvo af okkur mesta rykið — og
svo var gott að komast í háttinn.
Rétt fyrir klukkan 11 daginn eftir
héldum við af stað upp erfiðasta
hjalla leiðarinnar, þ. e. til Agre
Mariam. Á rigningartímum er
þessi leið alveg óttaleg. Bílarnir
verða að brjótast áfram gegnum
aur og leðju fet fyrir fet. Og nú
var rigningartími, en þó hafði ekki
rignt nema sáralítið um alllangan
tíma. Jarðvegurinn var því skrauf-
þurr og moldin eins hörð og steinn.
Vatnið sígur ótrúlega fljótt niður,
eða þá að sólin þurrkar það upp.
Við komumst því furðu fljótt yfir,
miðað við það, sem aðstæður leyfa.
Það er auðvitað ekki unnt að kalla
þetta veg, heldur með afbrigðum
óslétta troðninga. Við ókum um
mörg þorp, og ef við stönzuðum,
safnaðist heill skari af forvitnu
fólki umhverfis okkur. Kl. rúm-
lega 5 ókum við upp að slöðinni
í Agre Mariam. Þar eru ein kristni-
boðahjón og þrjár einhleypar kon-
ur, sem eru hjúkrunarkonur og
kennslukonur. Þarna var líka tekið
mjög vel á móti okkur. Agre Mari-
am stendur hæst uppi á fjallstindi
og er útsýni þaðan fagurt. Um 7-
leylið liéldum við aftur af stað,
og var ferðinni nú heitið til Ja-
velló. Myrkrið var að skella á, og
áður en varði var orðið koldimmt.
Villidýrin fóru að tínast fram úr
fylgsnum sínum. Þau fyrstu, sem
við sáum, voru þrjár gazellur og
stór og gullfallegur tarfur með
stór og mikil liorn. Við vorum
alltaf að vona, að við rækjumst
á ljón, en svo lieppin urðum við
ekki. Hýenur sáum við. Við kom-
um til Javelló kl. nálega 11 Va-
Þar urðum við að vekja upp. IIús-
ráðendur voru með afhrigðum vin-
gjarnlegir og gestrisnir. Mikill og
göður matur var framreiddur, og
góð rúm uppbúin lil þess að leggj-
ast i, enda vorum við orðin hvíld-
arþurfi.
Á leiðarenda.
Um klukkan 10 næsta dag var
lagt af stað í síðasta ál'angann.
Leiðin lá nú niður i móti, alltaf
lengra og lengra niður, þar til hit-
inn var orðinn óþolandi. Þegar við
komum inn fyrir takmörk Konsó,
fórum við aftur að aka upp í móti,
hærra og hærra upp í fjöllin. Kom-
in til Ivonsó! Ég gat ekki tára
bundizt. Landslagið var stórbrotið
og fallegt fjallalandslag. Fyrstu
Konsómenn, sem við sáum, voru
lítill, allsnakinn snáði, sem rak
geitahóp sinn, og kona, scm var
hrædd og feimin og flýlti sér inn
i runnana. Við ókum um eina
klukkustund um Konsóland, áður
in við komum til stöðvarinnar.
Og þarna glitti á glansandi þak —
og þarna kom annað í ljós, enn
stærra. Islenzka kristniboðsstöðin!
Ingunn var i sjúkraskýlinu við
vinnu sína, og þegar hún sá, að
við vórum komin, kom hún hlaup-
andi og Ijómandi í framán á móti
okkur. Það urðu fagnaðarfundir.
Það leið ekki á löngu, að fólkið
færi að streyma að til þess að
heilsa okkur og hjóða okkur vel-
komin. Þegar við vorum nýkomin
út úr hílnum og stóðum fyrir ut-
an liann og lieilsuðum skóladrengj-
um og Ingunni, lcomu einnig tvær
Konsókonur í skinnpilsum með
skinnhúfur á höfði og „ilmandi“
af þráu smjöri. Er við stóðum
þarna, kom stóreflis fluga fljúg-
andi í áttina til okkar, suðandi og
syngjandi. Mér varð ekkert um
sel og færði mig undan og licfi
víst verið hræðslan uppmáluð, en
það var nóg lil þess, að Konsó-
konunum var konunglega skemmt,
svo að þær skellihlógu. Eg hló auð-
vitað með, til þess að láta hera
minna á hræðslunni. Síðan erum
við búin að heilsa upp á marga
Konsómenn og konur og fjöldan
allan af börnum. Við erum m. a.
búin að hitta Barsja, töframann-
inn fyrrverandi. Það er undarlegt
að horfa á þetla andlit, sem einu
sinni var altekið ótta og angist og
á valdi Satans, cn sem lýsir nú
innri friði og gleði. Nú er það
eins bjart og það var áður liart
og drungalegt. Þannig hafa fleiri
breytzt í Konsó.
Við guðsþjónustur.
Á sunnudaginn var guðsþjón-
usta hér kl. 10 árd. Fjöldinn all-
ur af fólki kom. Það var ákaflega
lirífandi að sjá þettta' fólk koma
saman til þess að lofa og vegsama
hinn eina sanna Guð. Áður lifði
það hvern dag í sífelldum ótta við
Satan. Það fórnaði lionum öllum
sínum eigum og jafnvel hörnum
sínum líka, en nú hefir það yfir-
gefið Satan. Það er ekki lengur
hrætt við hann. Nú vill það trúa
á Jesúm Krist, og liann hefir fyllt
lijörtu þess ljósi og friði. Benedikt
ávarpaði fólkið nokkrum orðum
og heilsaði því. Felix þjaldi á am-
harísku og prédikarinn því næst
á gallinjamál. Nokkrir Konsómenn
stóðu upp og vitnuðu. Vitnisburð-
irnir hljómuðu eilthvað á þessa
leið: „Áður þjónaði ég og lilbað
Satan og fórnaði öllu til hans, þar
lil ég álti ekkert eftir. Heilsu mína
tólc hanri lika, hann píndi mig og
kvaldi. Svo komuð þið og sögðuð
okkur frá Jesú Kristi, og ég sagði
skiljð við Satan og tók á móti Jesú.
Síðan líður mér vel. Jesús hefir
rekið óttann burt og gefið mér
í staðinn gleði og frið.“ Það var
hrífandi, að hevra þessa einföldu
en lifandi vitnisburði. Þekking
þeirra cr ekki mikil, en trú þeirra
er einlæg og sterk. Það kenuir að
því, að þeir verða að fá upp-
fræðslu í Guðs orði. Öðru vísi öðl-
ast þeir ekki andlegan þroska og
varðveitast ekki í trúnni. Þeir
þurfa mikillar fyrirbænir við.
Heiðnin er svo sterk og freisting-
arnar miklar. Guði sé lof, að Jesús
er sterkastur, hann hefir sigrað og
mun sigra. Biðjið, að hann mcgi
ávallt sigra í líl’i þessa fólks.
Börn og sjúkir.
Á laugardagseftirmiðdag var
barnasamkoma liérna, sem Inga er
vön að hafa. Þú hefðir áll að sjá
þessa svörlu snáða, sumir allsnakt-
Norska hjúkrunarkonar,, sem aðstoðaúi Ingunni Gísladóttur um tíma, tók þessa
mynd, þar sem Ingunn er að festa plástur á brjóst konu nokkurrar. ígerð var
I því og varð Ingunn að skera mikið í það.