Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.07.1958, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.07.1958, Blaðsíða 3
Það er alkunna, að kristniboðar þurfa að nota margs konar farartæki, eftir því, hvar þeir eru að störfum. Á Filipseyjum tíðkast úti á landsbyggðinni nautasleðar eins og myndin sýnir. Eru þeir dregnir eftir leðju og hálum gróðri. Dr. Einar Lundby: Handleiðsla Drottins III. Réttur minn kemur frá Drottni Fyrst eftir styrjaldarlokin 1945 varð það hlutverk dr. Lundby að verða sálusorgari þeirra, sem hlutu dauðadóm. Frá þeim tímum er sú einkennilega frásaga, sem hér fer á eftir, um mann nokkurn, sem hafði verið dæmdur saklaus til dauða og dóminum var breytt á siðustu stundu. Dr. Lundhy segir svo: Þetta var alveg einstakt atvik, en ég ætla að sleppa öllu, sem gef- ið getur til kynna, um hvern er hér að ræða. Vegna nokkurra ó- lieppilegra atvika og mjög magn- þrunginna aðstæðna, liafði maður þessi verið dæmdur sekur og skyldi liann verða skotinn. Ég var raun- verulega sá eini, auk hans, sem vissi, að hann var saklaus af því, sem hann liafði verið dæmdur fyrir. Ég vissi það vegna þess, að ég hafði tekið við skriftamálum allra þeirra, sem við málið voru riðnir, en jafnframt var ég hund- inn af þagnarheiti minu. Það eina, sem ég gat gert, var að gjöra allt, sem kleift var, til þess að málið yrði tekið upp að nýju, án þess að ég ljóstaði nokkru upp af því, sem mér var lcunnugt um. Það kom í ljós, að það var gersamlega óger- legt. Tilmælunum var synjað af hæstarétti, og þá gat enginn neitt aðliafzt. Manninn átti að skjóta laugardag nokkurn. Dagana á und- an bað ég Guð þess látlaust, að málið leystist. í mínum augum var hér að gerast augljóst réttarmorð, svo að ég gat ekkert látið ógert til þess að reyna að hjarga mannin- um. Mér fannst að vissu leyti, að þar eð ég væri eini maðurinn, sem þekkti til gangs málanna í heild, væri það að nokkru mín sök, yrði liann skotinn. Ég fór til Stórþings- ins, og til allra, sem ég hélt, að gætu nokkur áhrif liaft. Alls stað- ar fékk ég það sama svar, að þetta væri ógerlegt, þar eð málið væri þegar afgreitt. Að kvöldi eins síðasta dagsins átti ég að tala á almennri sam- komu. Þegar ég var í ræðustóln- um fannst mér allt í einu, að ég ætti að segja frá þessum manni, án þess að nefna nolckurt nafn. Þá var staddur þar í salnum mað- ur nokkur, sem horið gat mjög öflugt vitni dauðadæmda mannin- um í liag. Hann skildi þegar, hvern var um að ræða og að hér var um lífið að tefla. Hann þaut þvi á dyr í miðri ræðu minni og rakleiðis til lögreglunnar, þar sem liann sagði frá því, sem liann vissi. Það var hið fyrsta. Næst gerðist það, ég held það liafi verið daginn eftir, er ég var að ganga úti á götu, að mér fannst skyndilega, að ég ætti að fara til manns nokkurs og segja við hann, að hann hefði veitt lögreglunni rangar upplýsingar, og þeim yrði liann að hreyta. Ég gat ekki sann- að þetta, en þetta lcom svo kröftug- lega til mín, að enginn efi komst að. Ég fór því heim til hans og sagði: „Þú hefir gefið lögreglunni rangar upplýsingar!“ „Já,“ svaraði liann, „það hefi ég gert.“ „Þú verður að hreyta því. Það er um mannslíf að tefla.“ „Ég er nýbúinn að því,“ svar- aði hann. „Ég skrifaði til lögregl- unnar í dag og skýrði frá því, hvernig málunum raunverulega er farið. Ég liélt, að ég gæti hjálp- að öðrum með því að segja, að ég þekkti ekkert til málsatvika, en nú sé ég, að það var rangt.“ Það kom í ljós, að þessi vitnis- burður kom á síðustu stundu, því að sá, sem raunverulega var hinn seki, lá á Ulleválssjúkrahúsinu. Hann hafði verið skorinn upp og lézt tveim dögum síðar. Hefði lög- reglan fengið þessar upplýsingar örlitið seinna, hefði hún ekki get- að aflað staðfestingar á því, að þær væru réttar. Kvöldið áður en ég átti að fara til þess að kveðja dauðadæmda fangann, var engin vitneskja kom- in um það, hvort mál hans yrði tekið fyrir að nýju. Ég liafði reynt allt, og hið eina, sem eftir var, var að fara til konungsins. Þegar ég kom upp í herbergi mitt á gisti- húsinu til þess að hátta, sagði ég: „Góði Guð, ég get ekki sofið í nótt, ef þú veitir mér ekki svar við því, livort ég á að fara til konungs- ins í fyrramálið. Þú verður að sýna mér orð í Bibliunni, sem sýni mér, livað ég á að gjöra.“ 1 sömu svipan sá ég, að klukkan var orðin tíu. Þegar þetta gerðist, var rafmagnsskömmtun í Osló og Ijósin voru slökkt í borginni klukk- an tiu. Ég þreif því Bihliuna og opnaði hana af hendingu og las: „Margir leita hylli drottnarans, en réttur mannsins kemur frá Drottni.“ Þá hvarf ljósið og ég lok- aði hókinni. Ég rakst ekki aftur á þetta orð fyrr en fimm árum síðar. Það er í 29. kafla Orðskvið- anna. (Þess skal getið, að orðalag- ið er örlítið öðruvísi í norskri þýð- ingu, þótt merkingin sé alveg hin sama. Á norsku stendur í orðréttri þýðingu: „Það er til einskis að leita hylli höfðingjans, því að rétt- ur mannsins kemur frá Drottni“). „Jæja, þá fer ég ekki til kon- ungsins, þvi að þú munt láta mann- inn njóta réttar,“ sagði ég. Daginn eftir fór ég til mannsins til þess að kveðja hann. Þá veitti hann viðtöku og var svo djarfur, að furðu sætti. Við þökkuðum Guði sameiginlega, og hann var ekki vitund dapur. Þvert á móti. Bétt áður en ég færi, sögðum við nokkur spaugsyrði og við ldógum báðir. Ég sagði: „Ég verð að fá að standa hér hlj óður stutta stund, áður en ég fer fram á ganginn, þvi að ég get ekki komið út úr klefa dauðadæmds manns með þennan andlitssvip.“ Þegar ég kom fram í ganginn ætlaði fangavörðurinn að lileypa mér út. 1 sömu svipan hringdi sím- inn, svo að liann varð fyrst að svara i liann. Þegar samtalinu var lokið, sagði hann við mig: „Það var verið að hringja frá lögregl- unni og tilkynna, að taka eigi mál lians upp að nýju. Mér finnst, að þér séuð sá, sem eigi að segja hon- um það.“ Ég fór inn i ldefann til lians og sagði lionum frá þessu. Málið var tekið fyrir að nýju, hann var sýknaður og sleppt úr fangelsinu skömmu síðar. BJARMI 3 Fáein dæmi Hvernig gengur annars með tí- eyringinn, sem góðu vextirnir hafa verið greiddir af til kristniboðsins undanfarið ? Þannig var syurt ekki alls fyrir löngu. Því er fljótsvarað: „Vextirnir“ þetta ár eru komnir, og fyrir all-löngu var kvittað fyrir þá hér í Bjarma. 1 kassabók lcristni- boðsins er ritað 27. febrúar s.l. „Vextir af tíeyringnum árið 1957 kr. U.500.00.“ Auðvitað vita aUir, að hér er ekki um raunverulega vexti að ræða — og þó hefir þessi tieyringur, sem konan fann á götu sinni, og fannst vera áminning um sérstakt verkefni fyrir kristniboð- ið í Konsó, borið meiri ávexti en aðrir tíeyringar, sem vitað er um svona í fljótu bragði, og verið hafa í umsjá einnar konu. Fyrst og fremst talar þetta þó sínu máli um kærleika til málefnis kristniboðs- ins, kærleika, sem sannarlega hefir náð tökum á hjartanu. Og þess verður víða vart, að sá kærleikur tendrast. Þeim fjölgar t. d. stöð- ugt, börnunum, sem hafa bauk, sem kristniboðinu er helgaður. Þær upphæðir eru auðvitað ekki eins stórar og wpphæðir fullorðna fólks- ins, en þær tala samt sínu fagra máli um það, að allt frá börnum og til öldunga hefir þetta málefni náð tökum. Á afmælisdag síra Friðriks Frið- rikssonar voru m. a. nokkur börn í hópi gestanna. Þar á meðal voru tvö systkin. Þeim voru gefnar sín- ar tíu krónurnar hvoru. Það var ánægjusvipur á andlitum þeirra, er þau afhentu þegar í stað hvort sinn seðil til kristniboðsins. Það talaði sínu máli um það, að mál- efnið var orðið þeim kært. Og er ekki einnig yndislegt um það að hugsa, að sama kemur í Ijós á þó nokkrum stöðum úti um land, þar sem „kristniboðskindur“ eru á beit, þ.e.a.s. kindur, sem gefnar hafa verið Jcristniboðinu og það fær því allan arðinn af, en gefandi ber kostnað af framfærslu þeirra. Aðrir hafa þann háttinn á, að gefa kristniboðinu sem svarar til lambs- verðs, þótt ekki sé því helguð sér- stök kind. Og svo er enn eitt: Vr íslenzkri mold sprettur gróður', sem sáð hefir verið til beinlínis fyrir kristniboðið. Þegar að uppskeru kemur, fellur hún öll heil og óskipt því í skaut. Þessir reitir i garði íslenzks bændafólks eru eitt af því, sem hlýtur að verma hvern þann, sem til þekkir. Allt ber það vott um það gróandi líf, sem Guðs andi kemur af náð sinni til leiðar í mannlegum hjörtum, er hann tendrar í þeim nýtt líf og kærleika til málefnis fr&lsara vors og Drott- ins Jesú Krists. Þetta er nú orðið meira rabb en ætlað var í upphafi þessa máls, og skal því hér látið staðar numið, enda þótt mörg dæmi séu enn ó-

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.