Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1969, Blaðsíða 25

Bjarmi - 01.01.1969, Blaðsíða 25
----------------------------------------------------^ Persónulegur vitnisburður Mikið er ritað og rætt um vakningu, og menn undrast, hversu lítið er um vakningn nú á tímum. Jafnframt er haft orð á l>ví, að erfitt sé að ná til vantrúaðra manna, þar eð þeir sæki lítið sem ekkert kirkjur og samkomuhús. Úti í Eþíópíu verða vakningamar ekki fyrst og fremst í sambandi við stórmót og miklar framkvæmdir. Ekki heldur fyrir starf prédik- aranna. 1 Eþíópiu verða vakningarnar heima í kofunum. Kristnir memi bjóða nágrönnum og ættingjum heim til sín. Svo sitja þeir þar og tsila um Jcsúm. Á þennan hátt ávinnast þeir einn og einn eða fleiri. Og vakningin breiðist út. Og svo hendir það, að fulltrúar koma frá þessu fólki, sem er að vakna, til kristniboðans og biðja um að fá kenn- ara. Kristnu mennirnir eru „andlegir smitberar“. Skyldi ekki vera unnt að ná tengslum við mennina á þennan hátt einnig hér hjá oss? Hefur einhver tíma tii þess nú á dögum, og er unnt að bjóða nokkrum til sín, án þess að neitt annað standi til? Það er ekki skipulagið, sem skapar vakningu, heldur menn, sem eru tendraðir af fagnaðarerindinu. Áhuginn á því, að aðrir frelsist, vaknar þar sem kærleikur Krists er ráðandi afl £ hjörtunum. J>á skaj)- ast neyð, og hún fær útrás, þegar hafizt er handa. „Kærleikurinn ger- ir menn uppfinningasama.“ Með þessu er ekki sagt, að ekki sé þörf á skipulegu starfi og pré- dikurum. Prédikarar eru allt of fáir. J?ar, sem einstaklingamir em vitni, þar vex þörfin á boðun og hjálp. — I'að sjáiun vér lika í vakn- ingunni í Eþíópíu. G. Vinskei, kristniboði. V____________________________________________________________________ er að ganga þann veg, því það er ekki spurt eftir vilja Guðs). Guð sendi Móse, og gaf honum lög sín og fyrirskipanir ásamt allri þjóðinni. Guð sagði þjóð- inni m. a.: „Og þér skulið vera heilagir fyrir mér, því að eg, Drottinn, er heilagur, og hefi skilið yður frá þjóðunum, til þess að þér skuluð vera mínir.“ 3.Mós.20,26. ,,Og helgizt og ver- ið heilagir, því að eg er Drott- inn, Guð yðar. Fyrir því skuluð þér varðveita setningar mínar og halda þær (til þess að geta orðið heilagur); Eg er Drottinn, sá er yður helgar.“ 3. Mós. 20,7. „Þér skuluð eigi gjöra yður falsguði — Mína hvíldardaga skuluð þér halda og fyrir mín- um helgidómi lotningu bera; eg er Drottinn! — Og eg vil gefa frið í landinu, og þér skuluð leggjast til hvíldar og enginn skal hræða yður; óargadýrum vil ég eyða úr landinu og sverð skal ekki fara um land yðvart.“ 3. Mós. 26. kafli. Hér lofar Guð friði á jörð, en einungis í fyrir- heitna landinu, Kanaanslandi, sem Guð vildi að yrði þjóðinni Paradís á jörðu — Guðsríki, ef boðorð Guðs yrðu trúlega hald- in og allar Hans fyrirskipanir. „Ég vil, segir Guð, snúa mér til yðar og gjöra sáttmála minn við yður. Og eg mun reisa íbúð mína meðal yðar og sál mín skal ekki hafa óbeit á yður. Og eg mun ganga um meðal yðar (eins og í Eden) og vera Guð yðar, og þér skuluð vera mín þjóð! Eg er Drottinn, Guð yðar, sem leiddi yður út af Egyptalandi, til þess að þér væruð eigi þræl- ar þeirra; og eg braut sundur ok-stengur yðar og lét yður ganga lausa.“ Heyr! Guð lofar og Hann hótar einnig. Hér skilst mér Guð gefi ísraelsþjóð frelsi til að velja veg lífsins eða veg dauðans, því að Guð segir enn- fremur: „En ef þér hlýðið mér ekki og haldið ekki allar þessar skipanir, og ef þér hafnið setn- ingum mínum og sál yðar hef- ur óbeit á dómum mínum, svo að þér haldið ekki allar skipanir mínar, en rjúfið sáttmála minn, þá vil eg gjöra yður þetta: Eg vil vitja yðar með skelfingu — svo að augun slokkna og lífið fjarar út. — Þér skuluð sá sæði yðar til einskis, því að óvinir yðar skulu eta það. Og eg vil snúa augliti mínu gegn yður og þér skuluð bíða ósigur fyrir óvinum yðar; og fjandmenn yð- ar skulu drottna yfir yður og þér skuluð flýja, þótt enginn elti yður. En ef þér viljið þá enn ekki hlýða mér, þá vil eg, þá vil eg enn refsa yður sjö sinnum fyrir syndið yðar. (Sjö eru reiði- skálar Guðs, sem hellt er úr yfir fólkið á jörðunni í Opinb. Jóh.). Og ef þér skipizt ekki við þessa tyftun mína (sem hér er sagt) —, heldur gangið í gegn mér, þá vil eg einnig ganga í gegn yður með þungri reiði og refsa yður. Eg vil láta sverð koma yfir yð- ur, er hefna skal sáttmálans; munuð þér þá þyrpast inn í borgir yðar, en eg vil senda drep- sótt meðal yðar og þér skuluð seldir í óvina hendur.“ Þannig segist Guð tyfta og aga fólkið, sem Hann tekur að sér. Og ef eg trúi þessum orðum Hans, sem eg gjöri, þá skil eg betur orð Hans er Hann segir: „Sé hinum óguðlegu sýnd vægð, læra þeir eigi réttlæti." Vér eig- um því að læra réttlæti af því sem við líðum hér á jörð, því hér á jörðu segist Guð tyfta oss og aga. „Alla þá, sem eg elska, tyfta eg og aga; ver því kost- gæfinn og gjör iðrun!“ Þá á Krists lýður að taka þessi orð einnig til sín, því þau eru skrif- uð í Opinb. 3,19. Á. Þ. Kom þú, andi kærleikans. Æ, hve vér þörfnumst þess, að andinn frá himni nái tökum á þjóð vorri. Tíðarandinn — eins og vér segjum, án þess að oss sé ljóst, hvað vér eigum við — tíðarandinn er aðeins að litlu leyti ákvarðaður af anda Guðs, af sannleika og kærleika og hreinleika, af krafti og fús- leika til þjónustu. Vér erum máttlitlir og þreyttir í þessu landi. Vér erum önugir og að- finnslusamir og kunnum ekki ráð til að stemma stigu við því, sem kemur upp úr undirdjúp- unum. Kai Jensen. BJARMI 25

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.