Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1969, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.01.1969, Blaðsíða 27
Frá, leimsborg ti ,ih ^ara veraidar Framhaldssaga um Georg Williams, stofnanda K.F.U.M., eftir Sverre Magelssen Fyrir þá, sem ókunnugir eru framhaldssögunni, skal þess getiS, aS hún fjallar um stofn- anda KFUM, sem lærSi verzl- unarfræSi og gerSist starfs- maSur stórrar verzlunar í Lund- únum, þar sem hann hafSi mikil áhrif á félaga sína og varS loks upphafsmaSur KFUM hrcyfingarinnar. að varpa sér í rúmið og gráta sáran. Einhver félagi hans lá honum þungt á hjarta. Aldrei efaðist hann um, að bænin mundi opna þeim dyr. I dagbók hans úir og grúir af athuga- semdum um þessa hluti. Á einum stað segir hann, að „í herbergi nr. 14 — þar sem Drottinn hafði ákveðið, að ég skyldi búa — öðlaðist ég kraft til að biðja fyrir ...“ og svo nefnir hann all- mörg nöfn. Og þegar árið var liðið, telur hann upp nöfn níu pilta, sem hafa tekið trú og eru farnir að játa trú sína. Guð var farinn að svara. Bænastundirnar breyttust von bráðar í stutta biblíulestra. Um þessar mundir var ungur trú- aður maður við fyrirtækið, Christopher Smith að nafni. Hann var stúdent og hafði því lesið meira en hinir. Það fór því fljótlega svo, að hann stjórnaði þessum biblíulestrum að staðaldri. Á einni slíkri samverustund kom fram tillaga um, að stofnað yrði félag. Tilgangur þess yrði sá, að félagsmenn skyldu innan tilskilins tíma tala við alla í fyrirtækinu um afstöðu þeirra til Guðs. Þeir urðu ásáttir um að hefjast handa um þetta. En það var ekki hlaupið að því. Það kom í ljós, að margir þeirra, sem ekki voru kristnir í fyrirtækinu, höfðu mikinn áhuga á að ræða um trúmál. En ástæðan var ekki trúaráhugi. Nei, þeir vildu reka kristnu piltana á stampinn. Og margir þeirra voru miklir skraffinnar. Alda kappræðna reis í fyrirtækinu. Georg féll það ekki. Hann var þeirrar skoðunar, að hætta væri á því, að glóðin kulnaði, þar sem þras og þráttan færu að ríkja. — Við skulum ekki þræta við þá, sagði hann oft. — Bjóðum þeim heldur til kvöldverðar. Hann vissi af reynslu, að tengslin urðu miklu nánari við þá, ef þeir komu saman frjálsir og óþvingaðir um óbreytta máltíð, heldur en þegar þeir áttu í stælum, eldrauðir í framan, í stiga- göngum og í vöruskemmunni. Nú voru alls ekki allir hrifnir af þessari kristi- legu vakningu, sem fór um fyrirtækið. Hún olli því, að þeir fóru að missa hvern félagann á fæt- ur öðrum. Það var sérstaklega einn pilturinn, sem var erfiður viðfangs. Hann notaði líka hvert tæki- færi til þess að hæðast að þeim. Hann var hátt settur í fyrirtækinu, og var þvi nokkurs meg- andi í hópnum. Þegar það fréttist nú, að enn einn piltur hefði snúizt til trúar — og það frétt- ist fljótt, því að nýkristnu piltarnir voru ekki vanir að þegja yfir því — þá kom oft fyrir, að þessi ungi maður gekk á fund þess, sem í hlut átti. Hann horfði á hann með alvörusvip og sagði með miklum sannfæringarhreim: — Við verðum ekki lengi að fá þig ofan af þessari vitleysu! Þetta var köld kveðja frá yfirmanni til ungs, óharðnaðs kristins manns. Þeir höfðu félag meðal starfsmanna fyrirtæk- isins. Það bar hið glæsilega heiti „Frelsi og mak- ræði“. Félagið hélt fundi sína á hverju sunnu- dagskvöldi í veitingastofunni „Gæsin og steikar- teinninn”. Flestir þeirra, sem störfuðu hjá Hitch- cock og Rogers, voru þátttakendur í félagi þessu. Og ungi maðurinn, sem var svo athafnasamur andstæðingur kristnu piltanna, var formaður fé- lagsins. Það varð brátt venja, að kristnu pilt- arnir voru teknir fyrir á fundum félagsins. For- maðurinn var sérlega orðheppinn náungi. Það leið ekki það sunnudagskvöld, að hann hefði ekki á takteinum einhverja skemmtilega sögu um „hina heilögu" í fyrirtækinu. Og hláturinn glumdi í „Gæsinni og steikarteininum". Fyrr en varði fór þessi formaður að valda kristnu piltunum miklum erfiðleikum. Þess vegna tóku þeir að biðja sérstaklega fyrir honum. En svo virtist sem ekkert ætlaði að hrína á honum. Hann var jafnharður og háðskur eftir sem áður. Kvöld nokkurt, þegar Georg og vinir hans komu saman, barst talið enn að því, hvað þeir ættu að gera til þess að fá hann á sitt band. Hann kom aldrei á fundina þeirra. — Hvernig væri, að við efndum til svolítils heimboðs, hefðum það reglulega skemmtilegt og byðum honum að koma? mælti Georg. — Er nokkur sá, sem veit um eitthvað, sem honum þykir gott. — Já! gall við í einum piltinum. — Ég hef heyrt hann segja, að það bezta, sem hann viti, séu ostrur. Hann stenzt ekki ostrur! — Þá bjóðum við honum í ostruveizlu! Þeir létu ekki sitja við orðin tóm. Það var dýrt, en kærleikurinn knúði þá. Þeir nurluðu « JAKMI 27

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.