Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.01.1974, Síða 8

Bjarmi - 01.01.1974, Síða 8
Frá STARSMENN SÍK Starfsmenn Kristniboðssambands Starfsmenn Kristniboðssambands- ins, þau Ingunn Gísladóttir, Gunn- ar Sigurjónsson og Benedikt Am- kelsson, störfuðu um tíma norðan- lands fyrri hluta vetrarins. Gunnar og Benedikt fóru norður 23. okt. og komu fyrst til Siglufjarðar. Héldu þeir tvœr almennar sam- komur í kirkjunni þar og tvœr fcarnasamlcomur. Kristniboðið var kynnt í gagnfræðaskólanum. Fró Siglufirði var farið vestur í Skaga- fjörð. Hcldnar voru tvœr samkom- ur í Sauðórkrókskirkju, svo og tvœr barnasamkomur. Þá var efnt til kvöldvöku á Löngumýri með nemendum og kennurum hús- mœðraskólans þar, kristniboðið var kynnt í skólanum í Miðgarði og í bamaskólanum á Ökrum. Þeir féiagarnir héldu síðan til Akureyrar, en þar var Ingunn þá stödd, og starfaði hún á Akureyri um þrigja vikna skeið. Um helgina 3.-4. nóv. efndu KFUM og KFU'K á Akureyri til móts á Hólavatni fyrir unglingadeildir sínar. Voru þátttakendur alls 34, og tóku starfsmenn SÍK þátt í móti þessu. Sunnudaginn 4. nóv. hóíst siðan samkomuvika í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri. Var kristniboðið kynnt þar i máli og myndum, flutt- ir frásöguþœttir og orð Guðs boð- að. Samkomurnar voru allvel sótt- ar, einkum siðari hluta vikunnar. Benedikt skrapp til Reykjavíkur um seinni helgina og predikaði á kristniboðsdaginn, 11. nóv., I út- varpsguðsþjónustu í Bústaðakirkju. Síra Ólafur Skúlason þjónaöi fyrir altari. — Farið var einn daginn til Dalvikur og haldin þar barnasam- koma og almenn samkoma. — Gunnar og Benedikt fóru til Ólafs- fjarðar eftir samkomuhöldin á Ak- ureyri og héldu þar tvœr samkom- ur, og myndir frá kristniboðinu voru sýndar í gagnfrœðaskólan- um. Þeir luku ferð sinni með sam- komu á Skagaströnd sunnudaginn 18. nóvember. Þar var lcristniboðið einnig kynnt í bama- og unglinga- skólanum. — Komu þeir til Reykja- víkur daginn eftir. — Alls söfnuð- ust til kristniboðsins í þessari ferð rúmlega 75 þús. kr., þar af tœplega 46 þús. kr. á Alcureyri. ÆSKULÝÐSVTKA KFUM og K í Reykjavík héldu œskulýðsviku í aðalstöðvum félag- anna við Amtmannsstíg dagana 26. október til 4. nóvember s.l. Aðsókn var ágœt, og var ungt fólk jafnan í meirihluta á samkomunum. Eftir hverja samkomu, gátu þeir, er vildu, komið saman til bœna eða vitnis- burða. Einkunnarorð vikunnar voru: „Jesús Kristur lifir", en auk þess hafði hvert kvöld sína sérstöku yfirskrift. Alls munu rúmlega 30 manns, yngri og eldri, hafa tekið til máls á samkomum œskulýðs- vikunnar, auk stjórnandans, Frið- riks Schram. Mikill og fjölbreyttur söngur setti svip á vikuna, allt frá einsöng upp í kórsöng œsku- lýðskórsins, auk almenna söngsins. Fyrsta œskulýösvikan á vegum KFUM og K var haldin 1935, og var húsfyllir á hverju lcvöldi. Hafa œskulýðsvikur síöan veriö fastur liöur í vetrarstarfi félaganna. Mik- iö ei' sungiö á þessum samkomum, og er myndin tekin af söngfólki „á pallinum“ fyrir nokkrum árum. fjAröflun Kristniboðsfélag karla í Reykja- vík seldi kaffi til ágóða fyrir kristniboðið í samkomuhúsinu Betaníu 18. nóv. s.l., og urðu tekj- umar kr. 56,700. Kristniboðsfélag kvenna hélt basar á sama stað 24. nóv., og varö ágóðinn af honum 90 þúsund kr. Á basarnum voru m. c. til sölu ýmiss konar munir, sem þátttakendur í stúlknastarfi Kristniboðsfélagsins höfðu búið til. Þá vakti mikla athygli ósvikinn skjöldur frá Konsó, og fékkst drjúg- ur skilningur fyrir hann. Daginn eftir fór Kristniboðsfélagið í Kefla- vík cf stað og efndi til basars og kaffisölu í samkomuhúsinu Tjarn- arlundi. Stutt samkoma var hald- in, áður en salan hófst, og töluðu þar hjónin Katrín Guðlaugsdóttir og Gísli Arnkelsson, kristniboöar. 'Kristniboðinu áskotnuðust kr. 70 þúsund. Þá hélt unglingadeild KFUK í Hafnarfirði mœðrafund 29. nóv. s.l., og var fundurinn helg- aður kristniboðinu. Ingunn Gísla- dóttir, kristniboði, talaöi, og síðan var haldinn basar. m. a. með ýms- um munum, sem stúlkurnar höfðu gert sjálfar. Urðu tekjumar kr. 31.500, og renna þœr til kristni- boðsins. FRlMERKI Ýmsir vinir kristniboðsins hafa sent Aðalskrifstofunni í Reykjavík notuð íslenzk frímerki og jóla- merki. Á árinu, sem leið, fengust 7000 kr. fyrir þessi merki. Komið fyllir mœlinn. — Kristniboðsvinur einn í Reykjavík gaf SlK fyrir nokkru tvö verðmœt söfn frí- merkja. Söfn þessi eru, hvort fyrir sig, öll íslenzk frímerki, sem hafa verið gefin út frá stofnun lýðveldis á tslandi árið 1944 allt til ársins 1973. NÝ UNGLINGADEILD Fyrir þremur árum fóru yfirvöld á Seltjarnarnesi þess á Ieit við KFUM í Reykjavík, að það efndi til starfs meðal drengja í sveitar- félaginu. Var KFUM gefinn kost- ur á að halda fundi í íþróttahúsi hreppsins. Hóf félagið þá fundi meðal drengja undir fermingar- aldri, og voru starfsmenn þeir Eiö- ur Einarsson og Sigurður Pálsson. Fáeinir fundir voru haldnir í fyrra fyrir drengi 13 ára og eldri, en reglubundnir fundir fyrir þann ald- ursflokk hófust nú í haust. Hefur trúfastur hópur unglinga sótt fund- inc:. Hinn 8. janúar s.I. var svo haldinn formlegur stofnfundur unglingadeildar KFUM á Seltjam- cmesi. Stofnendurnir voru sjö pilt- cr ásamt starfsmönnum og tveim- ur gestum, þeim Guðlaugi Þorláks- syni, formanni KFUM í Reykjavik, og Sigurbirni Þorkelssyni, nýkjöm- um heiöursfélaga kFUM í Reykja- vík. í upphafi fundar ávarpaði Guðlaugur Þorláksson piltana og las hin kunnu orð úr 119. sálmi Dcvíðs: „Hvemig getur ungur mað- ur haldiö vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu." Sigurður Pálsson las kafla úr œvi- sögu sr. Friðriks Friðrikssonar. Sið- an spjallaði Sigurður við Sigur- björn Þorkelsson um fyrstu árin í KFUM, en Sigurbjörn er eini stofn-

x

Bjarmi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.