Bjarmi

Volume

Bjarmi - 01.01.1974, Page 15

Bjarmi - 01.01.1974, Page 15
Bifreiðaeigendur Smyrjum bílinn fyrir yður fljótt og vel. Höfum fyrirliggjandi flestar tegundir af olíusíum og loftsíum. SMURSTÖÐIN LAUGAVEGI 180 Fórnar- Komum fram úr felustaðnum og höld- máltíð. um áfram. — Innan stundar komum við í rjóður, þar sem settar eru upp litlar trégrindur undir trén, eins og einhvers kon- ar leikfangahús. Þetta er einn af fjölmörgum stöðum, þar sem fólk kemur til að færa fórnir. Hingað rekur það hluta af búsmalanum og slátr- ar. Öldungarnir stjórna athöfninni. Þeir saga höfuðin af dýrunum, hægt og rólega, en fólkið kann sér ekki læti. Það er sem það missi vitið, jafnskjótt og blóðið fer að renna. Menn klína því á sig, einkum á enni, kinnar og hár. Því, sem eftir er af blóðinu, er skvett í allar áttir og sú bæn borin fram, að Satan hlífi þeim. Þessu næst sezt fólkið að fórnarmáltíð. Helminginn af hráu kjötinu leggur það sér til munns. Leifarnar skil- ur það eftir og skundar síðan á brott. Satan er væntanlegur innan stundar til þess að hirða sinn hlut. En auðvitað eru það bara hýenurnar, sem njóta góðs af, og svo hrægammarnir, sem allan tímann hafa hnitað yfir höfðum þeirra, gargandi og gólandi. Sídamófólkið hefur „fórnað sig“ út á gaddinn á þennan hátt, en óttinn vex í brjóstum þess eftir því, sem fórnarstöðunum fjölgar og hýenurnar og gammarnir fitna. Seiðmennirnir eru eins konar sérstök stétt í sambandi við átrúnaðinn. Fólk lítur svo á, að þeir séu í sérstöðu og hafi náin mök við Satan. Komdu að kvöldi til út í kofaþyrpingu! Þú mátt líka koma út á svalirnar á kristniboðsstöð- inni. Þá heyrir þú trumbuhljóð úr öllum áttum, seiðtrumbur. Þeir eru að ná sambandi við Satan. Ef fólkið hefur orðið fyrir miklum skakkaföll- um, veikindum, dauðsfalli, missir húsdýr o.s.frv., þá veit það ekki annað ráð vænna en fara á fund töframannsins og biðja hann að sefa Satan, svo að allt megi falla í ljúfa löð. Þegar það nálgast kofa seiðmannsins með gjaf- ir sínar, nemur það jafnan staðar fyrir utan og kallar inn til hans, þar sem hann situr, hulinn myrkri og dul. Það hrópar til hans um slysfarir sínar og beiðist hjálpar. Ef til vill kemur svar frá dularfullum kofanum: „Farið og sækið kú handa mér, og ég skal athuga, hvað ég get gert fyrir ykkur“. Það verður að sækja kú. Ef til vill þarf brátt að sækja fleiri kýr. Athöfnin hjá seiðmanninum hefst síðan með trumbuslætti. Sláttur trumbunnar verður æ hrað- ari og ólmari. Seiðmaðurinn hverfur á stað einn, sem hann einn veit um, og er þar um kyrrt, með- an hinir halda áfram að berja bumbur og dansa. Ef til vill lætur hann þar fyrirberast alla nóttina, jafnvel lengur. Þegar hann skýtur upp kollinum á ný, má vera, að hann krefjist fleiri fórna og gjafa, og þá verður að endurtaka allt upp á nýtt. Þegar bezt lætur, gefur hann einhver ráð til hjálpar, ef til vill lyf, ef til vill fyrirmæli um 15

x

Bjarmi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.