Alþýðublaðið - 27.03.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 27.03.1923, Blaðsíða 2
2 S. A. G. í greÍD í Morgunbl. á sunnu- daginn skýrir hr. S. Á. Gís(ason frá því að nokkrutn af leiðtog- um >Dagsbrúnar« hafi tekist að spilla því, að Samverjinn fengi verkmannaskýlið við höfnina til matgjafa í vetur, og að »ýmsir« hafi haft það á orði við stjórn Samverjans, að matgjafir væru óþarfar, því annars hefðu þessir >alþýðu!eiðtogar< fagnað því, að börnunum væri gefið að borða. Þessi stílsmáti hr. S. Á G. er O sjálfsagt mótaður eltir hans skiln- ingi á verkalýðshreyfingunni hér í bænum, en trúlegt .er, að á meðal almennings mundi hann fljótt rek» sig á þann sannleika, að slagorð eins og >alþýðuleið- togart í gæsalöppum háfa nú orðið gagnstæð áhiif því, sem þfssi góði maður heldur. Sannleikurinn er sá, að féiagið >Dagsbrún< sEmþykti einróma á fundi að neita Samverjanum um skýlið, og skýlisnefndin og bæj- arstjórnin tók þá neitun til greina vegna þess, að bæði nefndin og bæjarstjórnin sáu hina brýnu þörf verkamanna á komandi ver- tíð fyrir þennan verustað, svo þeir ættu ekki á hættu framar að missa heilsu og jafnvel lífið við það að hímá kaldir og svangir í hrakviðrum eftir þeim handtökum, sem þeir kynnu að fá að gera. Fleira má gera gott eri að gefa börnum mat; það má t. d. beita sér fyrir því, að teður barnanna fái svo mikið að gera og svo góða borgun fyrir vinn- una, að börnin þurfi hvorki að vera svöng né klæðlaus. Þetta er það sem >leiðtogarriir< og verkalýðsfélögin keppa að. Og með allri virðingu fyrir S. Á. G., þá er það takmark skör hærra en leiðtogamenska hans í þeim hóp Jsem telur nægilegt, að geng- ist sé fyrir því að týna molana af borðum hinna ríku til þess að seðja með soltin börn svelt- andi foreldra. A. J. Kæíurlæknir í nótt Guðm. Thoroddsen Lækjargötu 8. ALÞYDUBLA ÐIÐ Alþing L Kiðnr á við. Lokin á fresti þeim, er þing- mönnum er settur til þess að koma fram með frumvörp án þess að leita leyfis þingdeildár, márka öldutoppinn í starfsemi þingsins. Þangað til geta menn geit sér vonir um, að einhver s-tuðningur að framförum í land- inu komi úr þeirri átt, en úr því ,fer að halla undan. Þá fara- að styttast stundir þess, sem fram hefir komið f því skyni að bæta úr því. sem aflaga fer, og er ekki að úndra, þótt sumum þyki þá rætast orð Ólafs pá: »Því verr þykki mér sem oss muni duga heimskra manna ráð, er þau koma fleiri saman,< því að þótt einstakir þingmenn sjái ein- hver framfara- og umbótr-ráð, þá er eins og þeirti samheild þeirra, er úrslitum ræður, sé gersamléga fyrirmunað að sjá, hvað fram snýr og hvað aftur. Einstaklega berlega hefir þetta komið í Ijós á síðustu fundum, þar sem ginið hefir vevið við gagnslausum flugum, én jafn- Iramt verið framið álappalegt Umbóta-drúp. Eitt af fiumvörpum þeim, sem þingmaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvinsson, hefir borið fram til þess að reyna að þoka löggjöf rikisins fram á við, var um þing- mannáfjölgun fyrir Reykjavík. Þessi breyting er alveg sjálfsögð, því að í Reykjavík er nú saman kominn fullur fimti hiuti allra landsmanna, og ættu Reykvfk- ingar því að réttu lagi að eiga g fulltrúa á Alþingi, þótt að eins sé litið á mannfjölda, en auk þess mælir margt annað með því, að Reykvíkingar hefðu eigi að eins hlutfallslega jafnmarga fulltrúa sem íbúar annara héraða, heldur hlutfallslega fleiri, því að hagsmunir Reykvíkinga eru miklu Ijölbreyttari og yfirleitt gildismeiri fyrir ríkið, þar sem hér er orðið hjarta þjóðlífsins/; um þáð verður ekki deilt. í frum- varpi Jóns Baldvinssonar var þó að eins farið fram á, að þing- mönnum yrði iölgað hér um þrjá, svo að Reykvfkingar héfðu Yanille og miindluhúðingar til páskanna í Pósthússtræti 9. Finiti hver pakki gefinn. Hjálparstöð Hjúkrunarfélags- ins »Líknar< er opin: Mánudaga . . . kl. 11 —12 f. h. Þriðjud'ga ... — 5 — 6 e. — Miðvikudaga . . — 3—4 e. -- Föstudaga ... — 5—6 e- — Laugardaga . . — 3—4 e. - SPMSto Mto Ltankswtrfctl 7. liðlega sjöunda hluta fulltrúanna í stað ellerta hluta, sem nú er. var því farið hér svo vægilega f kröfur. sem verjanfegt var. En þótt öðium kjördæmum væri ettir sem áður trygt yfirvægi í þinginu, þá drepa þingmerin frumvárpið við i. umræðu með miklum meirihluta, 17 atkv. gegn . 7. Þessir sjö voru þingmenn Reykvíkinga, Einar Þorgilsson, Gunnar Sigurðsson og Magnús Pétursson. En ekki fylgdu allir þingmenn Reykvíkinga málinu jafn-trúlega. Til dæmis mun Jakob Möller hafa spilt meira en lítið fyrir því með því að þvæla um fækkun þingmanna yfirleitt. Má nærri geta, hvernig áhrif það hefir haft á þingmenn sveita- kjördæmanna, og er ekki ólík- legt, að þeir hafi hugsað sem svo, að þá lægí næst að byrja á því að fjölga þéim ekki. Rætist því neilega á 1, þing- manni Reykvíkinga máltækið, að sá er ekki alheimskur, sem þegja kann. — Þá drap og neðri deild frumvarp þeirra Jóns og E. Þorg. um kosning þing- manns fyrir Hafnarfjörð, sem eigi síður átti fullan rétt á því að ná framgangi, svo mann- margur sem Hafnárfjörður er orðinn. — Felt hefir neðri deild og frumvarp Jóns um einkasölu ríkisins á saltfiski, sem er þó eitt helzta bjargráðið til þess að koma öðrum aðalatvinnuvegi landsmariuá á réttan kjöl, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.