Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 6

Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 6
Foreldrar Benjamíns, Sigurður Hólm Guðjónsson og Guðrún Ingibjörg Benjamínsdóttir, með Andrés son sinn. Ég heiti fullu nafni Benjamín Magnús Sigurðsson og er fæddur 30. október 1917, að Ásmundarnesi í Kaldrananeshreppi, Strandasýslu. Foreldrar mínir voru hjónin Sig- urður Hólm Guðjónsson frá Kald- bak og Guðrún Ingibjörg Benja- mínsdóttir frá Ásmundarnesi. Föðurforeldrar mínir voru hjónin Guðjón Jónsson frá Kaldbak og Sig- þrúður Sigurðardóttir frá Birgisvík en móðurforeldrar mínir voru hjónin Benjamín Olafsson frá Ásmundar- nési og Magndís Olafsdóttir frá Bakka. Eins og sjá má ber ég nöfn móður- foreldra minna. Að Ásmundarnesi er ég tvö ár, en þaðan fluttum við að Kaldbak og vorum þar sex ár. Flytj- um síðan að Hvammi í Bjarnarfirði. Þar voru foreldrar mínir leiguliðar í eitt ár. Frá Hvammi lá leiðin að Eyj- um I. Þar voru þau leiguliðar í 16 ár, eða þangað til jörðin var seld. Þegar selja átti jörðina voru 14 aðilar sem vildu kaupa hana en þar sem leigusamningur foður míns var ekki útrunninn átti hann forkaupsrétt að jörðinni. Hins vegar hafði hann ekki ljármagn til kaupanna, svo að við keyptum jörðina saman. Ég bjó aldrei sjálfur á jörðinni, stundaði bara sjóinn en foreldrar mínir bjuggu þar meðan þau lifðu. Þegar faðir minn dó erfðum við hjónin 1/6 hluta Eyja I, til viðbótar við okkar helming, þar sem við systkinin vor- um sex. Sá hluti Eyja sem við keyptum, var Eyjar 1, en Eyjar 2 átti föðurbróðir minn, Páll Guðjónsson og Guðrún Jóns- dóttir frá Asparvík. Að Kaldbak Ég var lengstum á sjó, meira að segja þann tíma sem ég var á Kaldbak, þótt ég væri þá ungur að árum. Þar átti ég góðan leikbróður, Guðmund Dagsson. Móðir hans var Guðrún föðursystir mín, en þau Guðmundur og Guðrún voru alla tíð hjá Guðjóni afa á Kaldbak. Guðmundur var nokkuð bæklaður, annar fótur hans var styttri en hinn. Þrátt fyrir það var hann léttur í spori og það voru margar skráveifurnar sem við fengum af alls kyns tiltektum okkar niður við sjó og margar skammir fengum við líka fyrir tiltektir okkar þar. Auðvitað fengum við þessar skammir vegna þess að fólk var hrætt um okkur og þær voru ekki að tilefnis- lausu. Þetta fólk vissi vel að hið gjöfula haf tekur margt til sín aftur. Afi gamli á Kaldbak var harður í horn að taka ef svo bar undir, hann fór t.d. með okkur strákana á sjóinn, þótt hann vissi að ekki var Sigþrúði ömmu vel við slíkt. Ég tel mig hafa byrjað sjómennsku mína með Guðjóni afa er ég var sex ára gamall og tel mig muna vel eftir þeim góðu dögum. Við Guðmundur vorum hásetarnir hans afa, en það var ekki langt róið. Miðin voru svo nefnd Hleinamið, Spena- þúfur og stundum fórum við fram á Högg, það er þegar Reykjaneshyma kemur framundan Birgisvíkurljalli. Afi átti bara 12 lúðukróka, ég man aldrei eftir því að ekki fengist lúða, ef krókarnir voru með í ferð. Stundum voru þeir ekki með. Beitan á þá var alltaf sil- ungur en væri hann ekki til voru krókamir skildir eftir. I Kaldbaksvatni var oft mikill sjóbirtingur en í Kaldbaksá var hins vegar bleikja. Við Guðmundur vomm mikið við veiðamar í vatninu og ánni. Oft var veiðin það góð að hún dugði bæði til beitu og matar heima fyrir. Á heimili foreldra minna var mikil fátækt framan af, en þegar mér og systkinum mínum óx fiskur um hrygg, gát- um við farið að styðja þau, samanber kaup okkar á Eyj- um 1. Ég fór fljótt að vinna fyrir mér sem fullgildur sjómaður og því efnaðist ég bæði fljótt og vel. Kom undir mig fót- unum eins og sagt er, já og studdi við heimili mitt. En þessi velgengni mín átti eftir að draga dilk á eftir sér og að lokum varð hún til þess að hrekja mig af Ströndum, en um það ræði ég síðar í þætti þessum. 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.