Heima er bezt - 01.11.1998, Blaðsíða 11
mér og öðrum háseta að fara yfir í Kolbrúnu og hirða allt
sem nýtilegt væri og hönd á festi. Við fórum yfir og um
skipið, m.a. ofan í káetu. Við gátum litlu sem engu bjarg-
að, helst var það eitthvað af hlífðarfotum. Við skárum
böndin af grunnnót á bátadekki. Er ég fór síðast út úr
stýrishúsi Kolbrúnar, greip ég með mér smá kompás og
talstöðina, sem þar var, reif ég úr sambandi og hafði með
mér frá borði.
Þegar Kolbrún sökk flaut nótin upp og það var eina
verðmætið sem bjargaðist.
Við vorum suðaustur af Horni er áreksturinn varð, og
því fórum við til Hólmavíkur með mannskapinn.
Svo voru haldin sjópróf hjá sýslumanninum á Hólma-
vík og allt tók þetta umstang okkur heila viku.
Sitt af hverju
Á þessum tíma, árið 1947, er Hvalfjarðarsíldin svo-
nefnda, kom hér , öllum að óvörum og fyllti hinn langa
fjörð, stansaði fremur stutt og hvarf svo jafn óvænt og
hún kom, var ég á m/b Böðvari frá Akranesi með Ragnari
Friðrikssyni og á Svaninum, svona til skiptis, en báða
þessa báta átti Haraldur Böðvarsson. Við fórum margar
ferðir í Hvalfjörðinn og vorum fljótir að fylla bátana, það
er að segja ef við vorum svo heppnir að sleppa við að
sprengja nótina eða rífa hana í tætlur.
Síldina, er við veiddum, fórum við ýmist með til
Reykjavíkur eða lönduðum henni í skip sem sigldi með
hana til útlanda.
í Reykjavík lönduðum við síldinni við gömlu tré-
bryggjurnar á bíla, er óku henni upp í gömlu mulnings-
vélargryfjuna norðan við Sjó-
mannaskólann. Þar var henni
sturtað fram af háu steinbökkun-
um, sem komnir voru eftir efnið
sem sprengt hafði verið þar, mulið
og flutt burt til uppfyllingar í göt-
ur og aðra staði er þurfti að fylla
upp.
Svo mikill landburður var af
Hvalfjarðarsíld að fljótt fylltist hið
mikla pláss sem þarna var fyrir
hendi og það svo, að grúturinn
flóði um nágrennið og niður á
næstu götur við skólann.
1947 voru ekki stórvirkar síldar-
bræðslur hér né geymsluþrær og
geymar svo að þarna varð síldin
að dúsa með sinni hvimleiðu lykt,
uns hennar tími kom í bræðslunni.
Auðvitað var þessi lykt kölluð
peningalykt, sem hún og sannar-
lega var, fyrir alla, sem að henni
komu. Það má með sanni segja að
hér mokuðum við upp síld og peningum.
Á þessum tíma, var maður á léttasta skeiði, fullur bjart-
sýni, búinn að stofna heimili og var því bæði með opin
augu og eyru fyrir öllu, sem gæti létt manni lífsbaráttuna
og brauðstritið og gefið manni færi á að lengja viðdvöl á
heimilinu, en stytt fjarverustundirnar.
Já, maður leit í kringum sig og skoðaði málin. Eg hafði
í laumi, átt mér draum um að eignast vörubíl, sem maður
gæti komist með í vegavinnu á sumrin. Hér var á þessum
árum, ljón á vegi. Það þurfti nefnilega leyfi einhverrar
nefndar hjá hinu opinbera, til að kaupa slíkt verkfæri.
Auðvitað var sú nefnd, er hér átti hlut að máli, ekki frekar
en aðrar slíkar, opinberar nefndir þess tíma, aðgengilegar
almenningi, nei síður en svo. Hvað var nú til ráða. Jú, eitt
sinn er verið var að landa úr báti okkar, niður á tré-
bryggju, sá ég smugu til að skjótast smástund frá. Auð-
vitað var maður í slorgallanum og glitrandi eins og sjálft
silfur hafsins. En hvað um það, ég var Strandamaður og
það vildi svo til að þingmaður okkar Strandamanna, Her-
mann Jónasson, bjó ekki langt frá. Eg sá ekki að það yrði
neinum til óþæginda þótt ég hyrfi smástund. Ekki orð um
það meira að sinni, drífa sig bara af stað.
Oðar en varði stóð ég við glansandi hurðina hjá heið-
urshjónunum Hermanni Jónassyni og frú. Eg geri tilraun
til þess að finna einhvers staðar svo stóran og hreinan
blett á galla mínum að ég geti þurrkað hreistrið af gómi
löngutangar hægri handar, að ég geti ýtt lauslega á gljá-
fægðan dyrabjölluhnappinn án þess að ata hann út. Ég ýti
og heyri gling, gló, hurðin opnast og þingmannsfrúin
býður góðan dag. Ég geri slíkt hið sama og spyr hvort
Hermann sé við og hvort hann gæti eytt nokkrum orðum
Heima er bezt 407