Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 8

Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 8
Bernódus, Benjamín og Andrés. Systkinin urðu alls átta, fjórir drengir og fjórar stúlkur. Bjami Lofitsson frá Bólstað í Steingríms- firði var lengi með mér og annar hvor bræðra minna, Bemódus eða Andrés. Það vora óskráð lög fyrir því að aldrei mættu vera fleiri en tveir menn úr sömu fjölskyldu sam- tímis á sama báti og því skiptust bræðurnir á um að vera með mér. Það var heldur ekki hægt að fá tryggingar fyrir fleiri en tvo úr sömu fjölskyldu í hvern róður. Fyrir trygg- ingar hér var Matthías Ffelgason oddviti og hreppstjóri og við hann varð að semja. Ég samdi alltaf þannig að þeir sem fóru í róður með mér hverju sinni, voru tryggðir meðan sjóferð stóð yfir. Þeir sem heima sátu voru ótryggðir. Hér voru innleggsnótur látnar segja til um hverjir voru á sjó og fjölda ferða. Þetta fyrirkomulag mun hafa verið hér al- mennt ráðandi. Auk þeirra sem með mér voru á bátnum naut ég mikillar hjálpar heimafólks við stokkun og beitningu línu. Strax eftir báta- kaupin fiskaði ég vel, reyndar svo vel að er gert var upp við fiskkaupandann að ellefú mánuðum liðnum, þá gat ég greitt bátsskuld mína auk áfallins kostnaðar og átti þó einhverjar krónur eftir. Afla minn lagði ég að mestu inn á Drangsnesi, þar var versl- unarstjóri Borgar nokkur Sveinsson, og eitt sinn er hann var að gera upp við mig um áramótin, segir hann: „Já, Benjamín, þú ert nú búinn að fara 301 róður þetta árið.“ Mér fannst þetta nokkuð mikið. Þá lagði hann inn- leggsnótumar á borðið og þær urðu ekki rengdar. Já, ég stundaði sjóinn af miklu kappi en kannski ekki af mikilli forsjálni, það verð ég víst að viðurkenna. Auðvitað var þetta erfitt en það var líka til einhvers að vinna. Ég sótti fast á þessum báti, en hann bar mig alltaf að landi. Þar sem tvær vísur voru gerðar um þennan bát, get ég ekki stillt mig um að setja þær hér. Höfundur þessara vísna var móðir mín, Guðrún Ingibjörg Benjamínsdóttir: Þín er förin Fœrsœll mörg, frí af meina grandi. Þú hefur marga borið björg blessaður að landi. Nújkal á þig nafnið skorið, nett með œrukrans. Þú hefur marga byrði borið blessaður til lands. Eitt sinn mátti ekki tæpara standa með að ég og Stefán Hólm, sem var með mér um tíma á Farsæli, næðum landi og reyndar hefur það verið hreint kraftaverk að við skyld- um báðir sleppa lifandi og án meiðsla. Er þessi atburður gerðist var ég kominn til Skagastrandar (Höfðakaupstað- ar) og þaðan fórum við í þessa ferð, sem endaði giftu- samlega í lendingunni í Hindisvík á Vatnsnesi í Vestur- Húnvatnssýslu. Þar sem þessi saga er skilmerkilega skráð eftir frásögn okkar beggja, mín og Stefáns Hólms, í ritið Húnavöku 1986, sem gefið er út af ungmennasambandi Austur- Húnvetninga, verður hennar ekki getið frekar hér. En þessi ferð varð til þess að ég seldi Farsæl litla, hann fór illa í ferðinni og þurfti mikla viðgerð. Það gekk illa að þétta bátinn, svo vel væri, og einhverra hluta vegna fékk ég aldrei fulla trú á honum aftur. Ég seldi hann gömlum skipstjóra á Akranesi, sem átti hann einhvern tíma, en hvað af honum varð síðan vissi ég ekki, reyndi þó að grafast fyrir um það. Eins og ég sagði voru Albin bensínvélar í Farsæl. Þar sem engin bensínsala var á afskekktum stöðum þessa tíma, þá varð maður að kaupa bensín í fötum (tunnum). Andrés gamli Runólfsson, sem margir þekktu, sómakarl, kom hér með olíu sem var kölluð Jötun og maður gat not- að er vélin var orðin heit. Eldsneytisgeymir vélarinnar var tvíhólfa og var bensín sett í annað hólfið en Jötun í hitt. Framan á vélinni var gangsetningarsveif og áður en henni var snúið var þess gætt að bensínhólfið væri opið en hitt lokað. Er vélin var orðin vel heit var skipt um hólf og eftir það gekk hún á Jötunolíunni, sem var einhvers konar millistigsolía milli hráolíu og bensíns. Er vélin var orðin vel heit varð hún miklu aflmeiri með Jötun en bens- íni. Núna hef ég gaman af því að spyijast fyrir um olíu sem heitir Jötun, en auðvitað kannast enginn við hana 404 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.