Heima er bezt - 01.11.1998, Page 9
Farsœll 1. kemur hlaðinn að landi.
lengur. Auk aflsins bætti það líka um að Jötun var mikið
ódýrari en bensín.
Á þeim tíma, sem ég reri á Farsæli fyrir norðan, voru
engin hjálpartæki svo sem dýptarmælar, ratsjár og hvað
það nú heitir allt saman, það var aðeins kompás (áttaviti)
í bátnum og það sem verra var, hann var ekki alltaf réttur
og því varð maður oft að bera saman stöðu sólar og
klukku, því að sólin og tíminn sögðu manni hvar maður
væri, að minnsta kosti því sem næst. Svo varð maður að
gerþekkja miðin sem maður ætlaði á.
Að útskýra mið fyrir þeim sem ekki þekkja til kenni-
leita viðkomandi staðar, er ógerningur, því hjá honum
fara allar skýringar inn um annað eyrað og út um hitt.
Þegar maður talar um mið er maður kannski að skýra
fyrir öðrum hvernig hægt er að komast á stað sem er ör-
fáir faðmar á lengd og breidd og öll frávik þar valda því
að maður fær engan fisk á sama tíma og sá er þekkir mið-
in, fiskar vel.
Ég ætla að nefna eitt dæmi sem skýrir þetta. Framund-
an eyjunum við Eyjar var og er, mjög gjöfult mið, sem
heitir Miðáll. Þetta er svo fiskisælt mið að haft er eftir
gömlum formanni að ef bara tveir fiskar væru í
Flúnaflóa, þá væri annar þeirra í Miðál. Miðið hljóðar
svo:
Áin Blæja er með fossi og í þessu tilfelli er þvermiðið
nyrðri endi Kóngseyjar, er skal bera í fossinn. Langmiðið
er Arfaskersklakkur í Saurá. Línan er svo lögð í suðvest-
ur. Holan er ekki stærri en 5 strengir á lengd og einn
strengur á breidd. Öll frávik frá þessu miði bjóða upp á
engan fisk á sama tíma og sá, sem fer nákævmlega í mið-
ið fær fisk nær því á hvern krók.
Hér má ég til með að segja þér smá sögu er gerðist á
Farsæli. Eitt sinn var dóttursonur minn, sem Einar heitir,
með mér á bátnum. Við vorum nýbúnir að taka úr bátnum
allt lauslegt og mála hann. Kompásinn var í kassa, sem
við höfðum sett á vísan stað. Er báturinn
var orðinn þurr, fórum við að bera hlut-
ina aftur um borð. Auðvitað töldum við
okkur vissa um að allt væri komið á sinn
stað og að því loknu lögðum við af stað í
róður. Þetta var að vori, fiskur var tregur,
þorskur var ekki vel genginn. Maður
vissi alveg hvenær fiskur var genginn,
það sagði fuglinn okkur. Flygi fugl í
norður þá var þar sílaganga og auðvitað
fiskur á eftir henni.
Að þessu sinni rerum við norður á
Kleifarhögg fyrir norðan Barm, sem við
svo nefndum, alþekkt mið hjá Gjögur-
mönnum, enda líka oft nefnt Gjögurmið.
Þarna gerir oft þoku, og svo var einmitt
nú, en þegar grípa átti til kompássins
kom í ljós, að hann var ekki með í ferð,
hafði orðið eftir í landi. Við þessa upp-
götvun hlær stráksi, sem hefur líklega verið 7-8 ára og
segir:
„Nú kemstu ekki í land, afi.“
Ég taldi nú ekki hættu á því og úr þessu varð allgott
veðmál. Eitthvað tafði okkur frá heimferð. Þokan var
ekki mjög mikil. Þetta var þokulæða, ég sá annað slagið
til sólar, svo að ég stillti saman klukku og sól og allt gekk
áfallalaust, enda var ég kunnugur hér. Þegar loks birti vel
upp vorum við upp undir Þverbrekkum, en þar áttum við
einmitt að vera. Ég var búinn að fara langa leið í þokunni
og kominn fram með Eyjalandi. Þessa frásögn mína gæti
Einar staðfest ef þú vildir.
Það voru tveir hlutir sem maður hafði alltaf með. Ann-
að var dreki, svo hægt væri að leggjast við fast, ef þörf
var á, hitt líflína, 60-80 metrar.
Ég var alltaf með segl og væri byr voru þau alltaf not-
uð. Segl eru góð en þau geta verið hættuleg fýrir þá er
ekki kunna með þau að fara, en nauðsynleg í hverjum
opnum báti.
Áður fyrr, eins og nú, varð að gæta þess að fara spar-
lega með eldsneytið, það var dýrt og því voru seglin mik-
ið notuð.
Eftir að ég lét borðrenna bátinn var maður sjaldnast
með hann fullfermdan.
Faðir minn og Páll bróðir hans, reru oft á litlum skektum
og þá varð ég að taka af þeim afla ef vel hafði fiskast.
Þetta varð til þess að ég var oft með ofhlaðinn bát.
Farsæll minn var þannig, að kæmi ég seglum við, lyfti
hann sér alltaf upp, þótt hlaðinn væri.
Eitt sinn var ég búinn að leggja línu mína undir Matar-
fellsbrún. Þá kemur Guðmundur á Skalla og klippir hana
sundur á tveim stöðum. Ég vildi ekki láta hann fara yfir
hana aftur svo ég tók það ráð að keyra meðfram henni,
svo sem hún lá og með því vísaði ég á hana. Guðmundur
kom út á brúarvænginn, hann var með gjallarhorn. Kallar
Heima er bezt 405