Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 10

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 10
hann til mín og gaf mér bendingu um að koma. Þeir voru þá að hífa troll sitt og Guðmundur búinn að sjá hvernig lína mín var klippt í sundur. Hann var með 12 poka í hali og er sá fyrsti kom upp var sturtað úr honum í minn bát. Þetta var svo mikið að ég var hræddur um að Farsæll bæri ekki meira, svo að ég fór með það í land og kom svo aft- ur og lauk við að draga línuna. Já, þetta voru heiðursmenn. Þótt þeim yrðu stundum á mistök, þá vildu þeir bæta fyrir þau. Auk þess að þekkja miðin, kunna að nota sól og klukku til að staðsetja sig út á hinu bláa hafi, varð maður að vera sinn eigin veðurífæðingur. Að fara á sjó án þess að grandskoða skýjafar og allt það, sem himinninn hafði að segja um komandi dag, hafði að sjálfsögðu verið mikið glapræði. Nei, maður varð að þekkja himininn eins vel og miðin. Logn og blíða morgunsins gat verið undanfari hvassviðris er skyndilega og nær fyrirvaralaust skylli á . Það var ekki nóg að horfa upp í loftið, maður varð líka að leggja við hlustir og hlusta grannt eftir því hvort einhvers staðar í fjarska heyrðist torkennilegt hljóð, sem gæti verið undanfari vinds og váboða. Það voru þessar athuganir sem oft urðu til þess að gam- alreyndir skipstjórar gengu frá skipi sínu að morgni fal- legs dags, segjandi: „í dag fer ég ekki á sjó,“ og það mun hafa verið fátítt að það hafi ekki gengið eftir að sú ákvörðun væri rétt. Þess m^ líka geta að margir nýgræð- ingar í skipstjórn, biðu viðbragða hinna eldri og reyndari og báru sig síðan eins að og þeir og nutu þar góðs af. Þegar ég var 27 ára, giftist ég Láru Loftsdóttur frá Ból- stað. Foreldrar hennar voru hjónin Loftur (Annas) Bjarnason frá Bólstað og Pálfríður Ingigerður Áskelsdóttir frá Bassastöðum. Föðurforeldrar Láru voru Bjarni Bjarnason og kona hans Björg Sigurðardóttir. Móðurforeldrar Láru voru Áskell Pálsson og kona hans Guðríður Jónsdóttir. Við hjónin eigum þrjár dætur. Þær eru Pálfríður Guð- rún gift Hákoni Halldórssyni vélstjóra, búsett í Kópavogi. Sóley, gift Laust Frederiksen sem nú er látinn. Sóley býr á Jótlandi. Guðrún Ragnheiður gift Jörgen Péturssyni. Hún er nú til lækninga í Svíþjóð. Sérkennilegt óhapp Ég tel að síðasta síldarsumarið sem eitthvað kvað að, hafi verið 1944. Þá var ég með Bessa Gíslasyni á Jökli frá Hafnarfirði, það var línuveiðari. Ég var hættur þá að vera með Palla Frans, mig minnir reyndar að hnn hafi verið hættur skipstjórn. Er Palli hætti til sjós fór hann til Áfeng- isverslunar ríkisins og gerðist afgreiðslumaður í útsölunni sem var neðarlega á Skúlagötunni hér í Reykjavík. Þetta sumar urðum við fyrir miklu óhappi, er við sigld- um niður skipið Kolbrúnu frá Akureyri. Það var reyndar stórfurðulegur atburður. Það var dumbungsveður og ís- Benjamín um tvítugt. hrafl á sjónum. Það komu „augu“ upp á milli jakanna (sá í sjó), kastað var hálfri nót og síðan byrjað að snurpa. Við vorum nýkomnir úr bátunum. Karlinn Bessi var sjálfúr í brúnni, skipstjóri Kolbrúnar var líka í brúnni, reyndar voru þeir í hábrúnni eða síldarskýlinu, sem var uppi á stýrishúsunum en við hásetarnir vorum í miðhúsinu, er var venjulega kallað „Kúmbaravogur.“ Þarna var alltaf einhver velgja, en oft hráslagalegt úti. Við vorum oft blautir og skriðum þá inn í Kumbaravog. Stýrimenn beggja skipa voru við stýrin og báðir karlarnir í hábrúnni, en samt varð árekstur. Hér varð hásetunum ekki um kennt. Hvernig sem á því stóð, þá sigldum við inn í síðu Kolbrúnar. Við fundum aðeins smákipp, fórum og gættum að hvað hefði gerst og það fór ekki á milli mála, við vorum inni í Kolbrúnu miðri. Við áttum engin orð. Kolbrún var með slatta af síld um borð og þarna sökk hún. Mennirnir fóru upp á barkann (hvalbak Jökuls) og það- an björguðust allir. Ég man vel enn í dag, hvað kokkurinn sagði: „Já, nú er músík maður, og súpan maður.“ Kokkurinn bætti alltaf orðinu maður við allt sem hann sagði og er áreksturinn varð, var kokksi í óðaönn við að elda forláta súpu, sem eins og annað hvarf í hafið. Sem betur fór varð enginn mannskaði né meiðsl á mönnum. Eftir áreksturinn hreyfði Bessi ekki skip sitt en skipaði 406 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.