Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 12

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 12
á mig. Jú, frúin taldi það hægt og að vörmu spori er Her- mann kominn og við heilsumst með handabandi. Án vafninga ber ég upp erindi mitt. „Mig vantar leyfi fyrir vörubíl,“ segi ég, „gætir þú út- vegað mér það?“ Hermann svarar: „Nei, það er búið að úthluta öllum leyfum.“ „Jæja, ekki skal lengi lítils biðja,“ segi ég, „rétti fram hendi og við kveðjumst.“ Ég fór mína leið og hugsaði: „Jæja, þar fór þessi ljúfi draumur.“ Leið mín lá niður á bryggju um borð í bát minn og upp í Hvalfjörð. Og er ég kom næst í herbergi mitt á Akranesi var ég varla kominn inn er bankað var á hurðina. Frammi stóð frúin er ég leigði hjá. Hún rétti mér skeyti frá Hermanni Jónassyni. Þar er staðfest leyfi mér til handa til að kaupa vörubíl. Já, Hermann, sá heiðursmaður, var ekki að lofa upp í ermi sér, hann athugaði málin og afgreiddi þau strax. Vegavinna Er ég hafði fengið leyfi til bílkaupa, keypti ég mér 3ja tonna Chevrolet vörubíl af árgerð 1947. Þetta var lipur og traustur bíll er reyndist mðr vel. Fljótlega komst ég í vegavinnu í Borgarfirðinum og var þar allt sumarið. Síð- an hélt ég norður og varð ég fyrstur manna til að aka norður Bjarnarfjarðarháls, sem þá var reyndar veglaus. Já, ég brölti með herkjum yfir hálsinn og alla leið norður að Kaldrananesi. Næsta sumar var ég svo þarna í vegavinnu ásamt Jó- hanni Jónssyni á Kaldrananesi, er eignast hafði svonefnd- an hertrukk. Við byrjuðum framundir Skarði og bárum þaðan ofan í vegstæði norður fyrir svokallað Klif. Það olli okkur mikl- um vanda að þarna var enginn maður á „tipp“ (sá er tók á móti bílum og dreifði úr hlassi, var kallaður „tippmað- ur“), sem þó var allsstaðar venja þar sem verið var að bera ofan í veg eða vegstæði, nema hér. Okkur líkaði þetta að vonum afar illa og ekki var það til að bæta skapið að laun okkar bárust óreglulega, nánast með höppum og glöppum. Vera mín þarna var síðasta sumarið mitt á Ströndum að sinni. Það munu hafa liðið um 25 ár þangað til ég fór að leggja leið mína norður í Eyjar aftur, en að því kemur síð- ar í þessu spjalli. Af Ströndum til Skagastrandar (Höfðakaupstaðar) Það er ýmislegt sem mig langar til að segja frá og finnst ég ekki geta sleppt. Það er nú einu sinni svo að þó Á bátnum Húna frá Skagaströnd. Benjamín með þann stóra. að lífið til sjós og lands hafi í heild verið manni gott og gjöfult, þá er það svo að margt hefur verið manni óhag- stætt og andsnúið, og mér finnst að til þess að saga manns sé trúverðug þurfi sú hliðin líka að koma fram. Það er til dæmis varla trúlegt að maður taki sig til, bara upp á grín, og flytjist einn góðan veðurdag með allt sitt hafurtask úr sinni fæðingarbyggð, sem hann hefur haldið tryggð við, yfirgefi nánustu vini og kunningja og flytji í fjarlægt umhverfi. Einhver saga hlýtur að vera þar að baki. Það er líka svo í mínu tilfelli, og nú ætla ég að stikla á stóru þar um. Við höfðum þrír, það er Bjarni Loftsson mágur minn, Andrés bróðir minn og ég, keypt bátinn Ægi af Haraldi Böðvarssyni á Akranesi og gerðum við hann út um tíma. Andrés stjórnaði bátnum en ég sá um það sem gera þurfti í landi. Það var sóttur sjór af dugnaði. Við lögðum upp aflann hjá frystihúsinu á Kaldrananesi og þar áttum við orðið mikið fé inni. Svo gerist það að frystihúsið verður gjaldþrota og þó að við næðum út einhverju fé, þá var þetta mikið áfall. Er hér var komið vildi ég flytja mig til Skagastrandar og fá Andrés bróðir með mér þangað og halda þar áfram útgerð bátsins, en til þessa var Andrés ófáanlegur og því var ekki um annað að ræða en að selja bátinn og hætta út- gerð hér, og það gerðum við. Er við keyptum Ægi fór ég frá Eyjum og flutti að Kald- 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.