Heima er bezt - 01.11.1998, Side 13
rananesi. Þetta varð ég að gera vegna vinnu minnar við
bátinn þar. Ég var líka búinn að eignast fyrsta barn mitt
og taldi tíma til kominn að stofna heimili. Ofan á þetta
bættist svo það að ég hafði átt í deilum undanfarin ár við
hreppsnefndina, sem ég taldi alltof gíruga í mitt fé og
hugðist fara að sýna henni klærnar.
Já, ég hafði unnið mikið, aflað vel og efnast. Ég hafði
aldrei lært þá list að draga undan af þénustu minni. Við-
skipti mín voru að mestu við Kristján Einarsson á
Drangsnesi og þar gat hreppsnefndin fengið staðfest allt
sem ég sagði um mín fjármál, en samt lagði hún á mig
skattabyrðar sem ekki voru í neinu samræmi við tekjur
mínar, en vel að merkja, að mínu mati.
Á hverju ári hækkuðu gjöldin og nú fannst mér nóg
um. Að Ósi við Steingrímsfjörð átti ég kunningja er
Magnús Gunnlaugsson hét. Hjá honum tók ég eitt her-
bergi og eldhús á leigu og að því loknu tilkynnti ég sýslu-
manni, hreppstjóra og oddvita Kaldrananeshrepps að nú
væri Benjamín Magnús Sigurðsson, langhæsti skattgreið-
andi Kaldrananeshrepps, fluttur að Ósi í Hrófbergshreppi.
Upphaflega taldi ég mig gera þetta í gríni en endirinn
varð sá að með þessu hófst opinbert stríð milli mín og
hreppsins, er stóð i 13 ár og endaði með misheppnaðri
uppboðstilraun.
Er ég var fluttur með mitt heimilisfang að Ósi, gaf ég
auðvitað þar upp til skatts og þeir lögðu á mig 3000 krón-
ur í gjöld, sem var sama og þeir lögðu á prestinn sinn, en
sama árið lagði hreppsnefnd Kaldrananeshrepps á mig
20.000 krónur af sömu tekjum, sem ég neitaði alfarið að
geiða eyri af, og þar með var 13 ára stríðið hafið.
Er við hættum útgerðinni á Ægi, seldum við hann til
Hvammstanga. Um söluna sá Andrés bróðir minn. Það
var eins með Ægi og Farsæl, eftir árs útgerð hvíldi ekki
króna á honum.
Þegar Haraldur Böðvarsson seldi okkur Ægi, sýndi
hann okkur mikinn sóma. Báturinn var í mjög góðu
standi og svo lét hann veiðarfærin fylgja með honum. Já,
þetta var líkt sómamanninum Haraldi Böðvarssyni.
Er ég var kominn til Skagastrandar taldi ég alltaf fram
sem Húnvetningur, enda var mitt lögheimili þar. Kröfur
Kaldrananeshreppsnefndar lét ég mér í léttu rúmi liggja.
Þótt ég hafi aldrei ætlast til þess, þá sendi faðir minn
mér alltaf eitthvað af nytjum Eyja og ég lét hann ráða því,
en allt slíkt taldi ég mér til tekna á skattaskýrslum mín-
um.
Tíminn líður og eftir 13 eða 14 ár frá því að ég flutti
mig að Ósi, fæ ég tilkynningu frá Guðbrandi Isberg
sýslumanni Húnvetninga, um að hús mitt á Skagaströnd
yrði boðið upp til lúkningar skulda minna við Kaldrana-
neshrepp. Þessa tilkynningu á ég enn og geymi vel.
Er uppboðið átti að fara fram var ég með bíl minn í
vegavinnu fram í Vatnsdal. Ég skrapp heim til að vera
viðstaddur uppboðið. Guðbrandur kom eftir hádegi og
hreppstjóri með honum. Sá síðarnefndi kom með borð og
stóla og þeir hreiðruðu um sig inni í blómagarði mínum.
Ég spurði konu mína hvort ég ætti að fara út og vita
hvort ég fengi að mæla nokkur orð? Já, hún vildi það. Ég
fór út, fékk orðið og spurði sýslumann hvort það stæði
ekki í lögum að sá, er ætti fleiri en eina eign, mætti til-
nefna hvað hann vildi láta bjóða upp? Ég kvaðst mjög
hissa á komu hans hingað í þessum erindum. Ég væri bú-
inn að vera hér öll þessi ár og hann, sem sýslumaður og yf-
irmaður skattanefndar hér, hefði aldrei gert athugasemd
við framtöl mín, en ætlaði hér og nú að beita mig ofríki
vegna skulda sem á mig væru bomar en ég teldi alrangar.
Að svo mæltu bað ég hann að hverfa úr mínum garði,
ég teldi mig hér með hreinan skjöld.
Að loknum orðum mínum stekkur Guðbrandur út úr
garðinum og fer inn í bíl sinn. Hann sá að hér var maðkur
í mysu og felldi málið niður.
Eins og áður segir bjuggum við 20 ár á Skagaströnd. í
janúar eða febrúar 1968 flytjum við að norðan og hingað
að Kaplaskjólsvegi 29 í Reykjavík og hér höfum við búið
síðan.
Er til Reykjavíkur kom fór ég fyrst að vinna sem flatn-
ingsmaður í Isbirninum á Seltjarnarnesi hjá Ingvari Vil-
hjálmssyni. Síðan var ég nokkur ár vaktmaður í vöru-
skála hjá Eimskipafélagi íslands. Þá lá leiðin til Skelj-
ungs, þar sem ég var hjálparmaður á olíubíl. Þetta var á
þeim árum er mörg hús voru kynt upp með hráolíu og
höfðu sinn eigin birgðatank. Það var oft löng leið sem
draga þurfti áfyllingarslönguna milli bíls og tanks, svo
var líka oft að hætta gat stafað af því að mikið þurfti að
bakka olíubílnum og því voru alltaf tveir menn við þessi
störf.
Þá kom að því að maður fór að fara norður í Eyjar yfir
sumarið til að veiða grásleppu og hlúa að æðarvarpinu,
sem þar var nærri útdautt. Nú er varpið að lifna.
Mig langar til að koma því hér að til fróðleiks fyrir þá
er ekki þekkja til, að æðarfuglinn er mjög hændur að
manninum og því yfirgefur hann gjarnan varpstöðvar sín-
ar um leið og jörð fer í eyði. Enda veit hann að þá er hann
berskjaldaður fyrir lágfótu (tófu), mink og vargfugli.
Fuglinn snýr fljótt tilbaka, verði hann var endurkomu
manna á staðinn og að farið sé að hlú að hreiðrum, en þó,
því miður, þá tekur það oft langan tíma að koma varpi í
fyrra horf.
Þessu viðtali okkar Benjamíns er lokið. Eftir stendur
þakklœti mitt fyirr samstarfið. Eg vil geta þess að þau
orð, sem hér eru í letur færð, eru aðeins hluti af því sem
Benjamín hefur frá að segja, eftir langa og viðburðaríka
œvi.
Við munum vœntanlega fá að frœðast meira um lífs-
hlaup hans síðar og munu þeir kaflar birtast í Heima er
bezt.
Heima er bezt 409