Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 16

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 16
Vaninn var að teyma kýrnar með þessum hætti í hagann. Fjórar og jjórar voru bundnar saman og síðan hóparnir tengdir. Þannig var svo farið með allan flokkinn, átján kýr, í og úr haganum. 6 að kvöldi. Vilhelm sagði mér að flestir bændur hefðu útvegað sér mjaltavélar, þegar þær komu á mark- aðinn, en fljótlega hætt að nota þær, þegar í ljós kom að þær skemmdu kýmar. Nú til dags eru mjaltavélar mjög fullkomnar og ómissandi. Þegar mjöltum lauk bar heimilis- fólkið mjólkina í burtu, en ég var lát- inn moka flórinn, sem var steyptur rennisléttur. Allt hland úr kúnum var látið renna í djúpan brunn fyrir utan fjós og þess vel gætt að engin mykja færi saman við. Ég mokaði flórinn eftir hverja mjöltun, þrisvar á dag. Hálmi var stráð í flórinn eftir að hann var mokaður, sem gerði það að verk- um að það var hægt að hlaða upp mykjuhauginn fyrir utan ijós. Ég lagði metnað í að hafa kantana á haugnum næstum eins beina og vegg og fékk hrós fyrir hjá húsbóndanum. Eftir að ég hafði mokað flórinn var ég látinn hreinsa undan svínunum, sem voru 9 fullorðnar gyltur, auk allra grísanna á ýmsum aldri, en þá seldi Vilhelm alla til lífs. Fjölskyldur í þorpunum á Borgundarhólnai keyptu 2 grísi og ólu upp í jólasteik- ina, með matarleifum. Hver gylta hafði einkastíu, sem hólfuð var í tvennt. Annað hólfið var nokkuð minna, og þar var gyltan vanin á, frá unga aldri, að gera þarfir sínar. í stærra hólfinu lá gyltan oftast og Iét sér líða vel, því gólfið var þurrt og þokkalegt og gylturnar gljáandi á skrokkinn. Gólfið hallaði, svo allt hland gæti runnið í ræsi út við vegg, og síðan í þró fyrir utan. Þegar hún varð full varð ég að losa hana með fötum í aðal hlandbrunninn. Þess var vandlega gætt að ekkert hland eða saur færi til spillis, því það var dýrmætur áburður. Hér á Islandi er því hent á mörgum bæjum, en keyptur rándýr tilbúinn áburður í staðinn. Fyrst þegar ég kom inn í svinahúsið þama á bænum, þá datt mér í hug orð sem höfð vom eftir skólastjóra á Hvanneyri forðum daga: „Svín eru ekki svín, nema að mennimir sem umgangast þau séu svín.“ Ég hafði mjög gaman af að umgangast gylt- urnar, því þær höfðu svo ólíka skaps- muni og hegðun. Það var gaman að fýlgjast með athöfnum þeirra og ekki síður grísunum, með öllum sínum leikjum og uppátækjum. Ein gyltan var afar taugaveikluð og alltaf hrín- andi og kvartandi, gat reyndar aldrei verið kyrr á meðan ég hreinsaði hjá henni. Aðrar lágu kyrrar og létu sér fátt um finnast, reyndar risu sumar þeirra upp einstaka sinnum og fýlgd- ust með því sem ég var að gera. En aldrei gáfu þær í skyn, hvort þeim líkaði betur eða verr verkin mín. Mér virtist ein gyltan vera latari en hinar og reyndar var hún eina gyltan sem var svolítið sóðaleg. Þó ég hefði afar gaman af að dvelja meðal svínanna, varaði ég mig á því að dvelja þar ekki grunsamlega lengi, sérstaklega þegar ég og frúin fórum að stríða um klukkuna. Ég hafði komið með vekjaraklukku að heiman og hafði ég hana þannig á náttborð- inu þar sem ég svaf, að hún sneri að glugganum. Þegar fór að nálgast há- degi og ég orðinn glorsoltinn, þá tók ég upp á því að læðast að glugganum og kíkja á klukkuna. Svo skeði það eftir nokkra daga, að ég ætlaði að vita hvað tímanum liði, en þá sneri klukk- an upp að vegg. Frúin bjó um rúmið mitt og hafði snúið klukkunni upp að vegg þegar hún fór út. En ég lét hana alltaf snúa út að glugga þegar ég fór út á morgnana, þar til ég gafst upp, tautandi við sjálfan mig, hvað frúin væri skrambi vinnuhörð. Hún stjórn- aði bæði búi og bónda. Þegar ég hafði hreinsað hjá svínun- um, sem ég gerði bara einu sinni á dag, þá var ég látinn moka út hjá hestunum. Það voru 4 hryssur, sem notaðar voru til að draga plóg og vagna. Tveimur hryssum var beitt fyrir vagn og ef hlassið var þungt þá var þeim öllum fjórum beitt fýrir vagninn. Ég gat aldrei lært að koma taumunum fýrir á tvíeyki, hvað þá fjóreyki, það var víst mikil kúnst. í hesthúsinu var líka tveggja vetra foli. Hann haföi afar gaman af að glefsa í fötin mín og toga í, þó ekki af illsku, þetta var bara leikur. Stundum kom það fyrir að hann náði í meira en tannfylli af fötum og gat það verið fjári sárt og var ég oft með marbletti eftir folaskömmina. Reyndar lærðist mér fljótt að varast hann. Þegar ég sá 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.