Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 21

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 21
1 I Guðmundur Sœmundsson: Sigurður Jónsson siglir farkosti sín- um, Mími, inn Við- jjörð 16. ágúst 1998. Heím: Greinarhöfundur brá sér í sumarleyfisferð með Ferðafé- lagi Islands um Austurland, byggðir og óbyggðir, sem far- in var dagana 15.-21. ágúst s.l. sumar. Hér var á ferðinni 16 manna hópur auk fararstjórans Sig- urðar Kristinssonar og Jó- hannes Eggertsson stýrði bílnum, sem var frá Vestfjarð- arleið. Allt reyndistþetta ágœtisfólk. Hér verður litillega sagt frá einum degi ferðarinnar og gripið <niður í dagbók mína frá mánudeginum 17. ágúst s.l.: Heiðmyrkur var á Héraði um nóttina en því létti með morgninum. Eftir að Sigurð- ur fararstóri hafði haft símasamband við Fjarðaferðir í Neskaupsstað varðandi bátsferð í Viðijörð og Hell- isfjörð, var ekið úr hlaði Fellaskóla á Egilsstöðum (Hlöðum), árla morg- uns, en þar höfðum við gist um nótt- ina. Ekið var um Fagradal, Reyðar- fjörð, Eskifjörð og síðasta áfangann um Oddsskarðsgöngin til Norðfjarð- ar. Þar beið Sigurður Jónsson skip- stjóri okkar, um borð í lystibátnum „Mími,“ sem þar lá við bryggju og var lagt upp í siglinguna um kl. 10 árdegis. Það leyndi sér ekki að við vorum heppin með veðrið. Allt speglaðist í firðinum, hús, bryggjur og skip, þeg- ar Ferðafélagshópurinn lagði frá landi í Neskaupstað og báturinn tók stefnuna út Norðfjörð. Hvergi þoku- hnoðri á íjallabrún og stafalygna um allan sjó. Norðijarðarnípan (812 m.), eitt hæsta standberg við sjó á íslandi, sem skilur á milli Norðfjarðar og Mjóafjarðar, var brátt nánast í fang- inu á okkur, þar sem báturinn tók sveiginn svo til upp í hamravegginn, inn á milli boða og skerja. Þar heitir Páskahellir og var stansað þar um stund undir himinháu, þverhníptu bjarginu. Þarna gerðist ferðalagið ærið stór- brotið og hrikalegt, áður en haldið var þvert yfir Norðurijarðarflóann að Rauðubjörgum, austan fjarðar. Þaðan var siglt inn með ströndinni í átt til Viðfjarðar, framhjá Hákarlavogi, fornum lendingarstað og síðan eyði- býlunum Barðsnesi og Stuðlum. Sól skein í heiði og nú fór að sjást til Viðíjarðarbæjarins í grænum tún- kraga vestanvert við fjarðarbotninn. Þessi undranna staður reimleika og annarra frásagna, færðist nær og nær uns Mímir lagði að litlu timbur- bryggjunni spölkorn norðan hins reisulega íbúðarhúss í Viðfirði, sem nú nýlega er uppgert, eftir að hafa staðið autt á fimmta áratug. Það er undarleg tilfinning að rölta grónar götur, líklega gamla bílaslóð, frá velmektardögum Viðljarðar á fimmta áratgnum, þegar umferð ferðafólks var hér mikil að sumar- lagi, varðandi áætlunarferðir rútubíla Heima er bezt 417

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.