Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 22

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 22
frá Reyðarfirði í sambndi við póstbát, sem gekk milli Viðfjarðar og Norðfjarðar. Jafnvel sér ennþá móta fyrir vegarslóða upp úr fjarðar- botninum yfir Dys og Vík- urheiði til Reyðarfjarðar, þó að þessar áætlunar- ferðir legðust af fyrir 48 árum, þegar vegurinn yfir Oddsskarð varð bílfær sum- arið 1949. Eins og áður segir er íbúðarhúsið í Viðfirði stórt og mikið og það er einnig fallegt, enda talið teiknað af sjálfum Guðjóni Samúels- syni húsameistara ríkisins, laust eftir 1930. Fátt þykir mér jafn áhrifaríkt og að heimsækja staði sem þennan, enda hef- ur mig lengi fýst að koma hingað eftir að hafa lesið bók Þórbergs Þórðarsonar um Við- fjarðarundrin, en þar er sagt að hér hafi verið reimt öldum saman. Allt fram á okkar daga taldi fólk hér sig verða fyrir ásóknum drauga og ann- arra fyrirbæra, eins og vikið verður að hér á eftir. A hlaði hins mikla húss ríkir nú kyrrðin ein, annað en tal okkar ferðafélaganna. Sigurður „kafteinn“ á Mími, telur okkur óhætt að litast um innan dyra með góðri umgengni, sem við og heitum. Það er alls ekki laust við að maður kenni ofúrlítils geigs við að ganga inn í húsið og skoða vistarverur þess. Þessi geigur er ef til vill einhver angi dulúðar, sem hvílir yfir staðnum í ljósi sögunnar. Ég er ekkert feiminn við að játa, að í þessa ferð fór ég öðru fremur til að leita uppi eitthvað dulúðugt, yfir- skilvitlegt eða þessháttar, en ég játa jafn feimnislaust, að ég hef gripið í tómt, og þó, ekki vildi ég gista hér einsamall eftir þær frásagnir sem ég hef lesið um staðinn. Talið er að sama ættin hafi búið í Viðfirði frá því um miðja átjándu öld eða jafnvel lengur, þangað til staður- Sigltfyrir mynni Norð- fjarðar. Ibaksýn er Norðfjarðarnípa og fjöll norðan Mjóafjarð- ar, svonefndir Hús- gaflar, allt austur að Dalatanga, lengst til hægri. Þangað er nú bílfært frá Mjóafirði. Tvær úr Ferðafélaghópnum í skut Mímis. Klettarið Norðjjarðarnípunn- ar í baksýn. inn fór í eyði 1955. Einn af þessari ætt var dr. Björn Bjarnason (1873- 1918), víðfrægur fræðimaður, sem kenndi sig við staðinn. Og Mímir siglir sinn sjó af mikilli elju og það er byrjað að kula lítils- háttar, þegar siglt er fyrir Viðfjarðarmúlann (689 m.) inn að Sveins- staðaeyri í Hellisfirði. Þar er einnig lagst að lítilli timburbryggju, en engin byggð er nú leng- ur í Hellisfirði og hefur ekki verið síðan 1952, að síðustu íbúarnir hurfu brott. Þar voru þó Mímir siglir lognsléttan sjó inn til Viðfjarðar. Til hœgri er Viðfjarðar- múli og Hellisfjörður. löngum Qögur býli, Hellisfjörður, Hellisfjarðarsel, Björnshús og Sveinsstaðir. í landi þess síðast nefnda reisti Marcus Bull hvalveiðistöð, sem var starfrækt árin 1901-1913, að hval- veiðar voru bannaðar hér við land, enda höfðu veiðarnar þá farið hraðminnkandi. Það eina sem minnir hér á þessa fýrstu stóriðju á íslandi, er gufuketillinn, dökkur af ryði og leyfar af múrsteinshleðslu, líklega undirstaða skorsteinsins. í Hellisfirði er meira landrými og graslendi en í Viðfirði, en engin hús lengur uppistandandi annað en slysa- vamaskýlið. Þrátt fyrir að allt mannlíf sé á burt úr þessum ljörðum, var siglingin þangað, okkur í Ferðafélagshópnum, til óblandinnar ánægju og ennþá lagði Mímir frá landi og komið var til Neskaupsstaðar um tvö leytið. Við höfðum varið fjórum klukkustundum 418 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.