Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 23

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 23
á stöðum, sem voru í bland fallegir, en vafðir kynlegum auðnarblæ, snertispöl frá menningunni í Neskaups- stað. Eftirfarandi frásagnir eru úr bókinni „ Viðfjarð- arundrin, “ eftir Þórberg Þórðarson, útg. í Reykia- vík 1943: Fornar sagnir Svo herma fornar sagnir, sem gengið hafa mann fram af manni í Viðfirði, að end- ur fyrir afarlöngu, hafi tveir menn verið á ferð þar um slóðir. Ekki er getið nafns þeirra og ekki heldur sagt hvaðan þeir komu né hvert þeir ætluðu. En sagan segir að þeir hafi náð að Viðfirði seint um kvöld og látið þar fyrirberast í útikofa um nóttina. Ekki vita menn hvort þetta hefur verið þegar ViðQörður lá í eyði. En það fylgir sög- unni að báðir menn- irnir hafi verið ölv- aðir og hafi þeim sinnast í kofanum um nóttina. A fé- lagsskapur þeirra að hafa endað með þeim hætti að annar veitti hin- um bana. Sagt er að sá hafi heitast við þann, sem eftir lifði, að hann skyldi launa honum glæp þennan dauður. Ymsir vilja rekja sum Viðijarð- arundrin til þessa atburðar, en þó er það ekki með neinni vissu. Upphaf hinna nýju undra Árið 1928 hefst nýr þáttur í sögu hinna svokölluðu Viðfjarðarundra. Upphaf þeirra krafta, sem þá fara að láta til sín taka, er rakið til þess, að ▲ M.b. Hafþór, NK 76, 23ja tonna bát- ur, eign Oskars Lárussonar í Nes- kaupsstað, var lengi í Viðfjarðarferð- um á fimmta áratugnum. Til dœmis fór hann fjórar fastar áœtlunarferðir í viku á milli staðanna, sumarið 1946. Ferðafélagshópurinn ^ skálmar upp bryggjuna í Viðfirði. Við enda hennar er farkosturinn Mímir, bátur Fjarðaferða. Húsið í Viðfirði er bæði stórt ogfallegt. Það er byggt laust eftir 1930 og talið teiknað af Guðjóni Samúelssyni húsameistara. Stœrð þess miðaðist m.a. við að þaryrði skólahald og félagheimili Viðfirðinga innan veggja, og mun svo hafa verið um skeið. En Viðfjörður fór í eyði 1955 og var húsið því komið í niðurníðslu þegar núver- andi eigendur hófu upp- byggingu þess fyrir um ^ áratug, þeim til mikils ^ sóma. ^ Aður en bílvegur var lagður ^ yjir Oddsskarð 1949, var mikill ferðamannastraumur um Viðfjörð til Neskaupsstaðar, einkum að sumarlagi. Rútubílar fullsetnir ferðafólki komu ak- andi frá Reyðarfirði yfir Víkna- heiði og Dys, í tengslum við ferðir áœtlunarbáts milli Við- farðar og Neskaupsstaðar. Nœr allanfimmta áratug- inn var því oft margt gesta í Viðfirði, en þar var rek- inn greiðasala um skeið, og ennþá sést gamli bíl- vegurinn liggja þar um hlaðið. þá um vorið er grafið fyrir grunni að stóru - steinhúsi vestan við bæ- inn og fast við gamlan bað- stofuvegg, en baðstofan var rifin á þessu ári, þegar tekið var að grafa íyrir grunninum. Eitt horn nýja húss- ins og baðstofunnar náðu saman. Þar sem grafið var fyrir nýja grunninum, var slétt grund, en rétt þar við sást móta fyrir gömlum tóft- arbrotum. I tóftarbrotum þessum átti Heima er bezt 419

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.