Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Side 25

Heima er bezt - 01.11.1998, Side 25
Horft um Hellisfjörð af Sveinsstaða- eyri. Fátt er nú sem minnir á hval- stöðina þar annað en gufuketillinn og leyfar af múrsteinshleðslu. Árin 1901-1913 var hér hvalstöð í rekstri með fjölda manns í vinnu og á þessu tímabili er talið að stöðin hafi tekið á móti 1243 hvölum til vinnslu. Upphaflega var hún í eigu „Brödrene Bull, “ sem voru norskir. En síðustu árin var hún eign „ Chr. Salvesen & Co. í Skotlandi. A fyrsta áratugi 20. aldar risu upp á Sveinsstaðaeyri 14 hús, stór og smá, i sambandi við hvalstöðina og þaðan gengu að jafnaði 3-5 hvalveiðibátar. Haglega gert líkan af hvalstöðinni í Hellisfirði er að finna á sjóminjasafninu á Eskifirði. Verður því, í þessari bók, sagt fátt eitt af öllum þeim fjölda fyrirbæra, er að hafa steðjað í þau ijórtán ár, sem nú eru liðin, síðan undur þessi hófust fyrir alvöru. Myndin á glugganum, sem sagt er frá í greininni. Ljósmyndin Einn glaðan sólskinsdag sumarið 1932, lét Sigríður Sveinsdóttir Frí- mann bróður sinn taka mynd af sér og gamalli biblíu, sem lengi hafði verið í ætt Viðfirðinga. Biblian var látin liggja á borði úti við glugga, meðan myndin var tekin, en Sigríður sat við borðið. Þetta var uppi á þriðju hæð hússins. Þegar myndin var framkölluð, kom í ljós á henni mynd af karlmanni, sem þarna var hvergi nálægur og enginn kannaðist við. Það var maður við aldur, að minnsta kosti fertugur, með skeggkraga að því er virðist. Stendur hann þannig á myndinni að höfuðið á honum kemur inn um gluggapóstinn uppi yfir biblíunni. Þessa mynd hugðu þau ekki vera af „Þeim gamla,“ heldur einhverjum í ættinni, sem átt hefði biblíuna. Þó var það aðeins ágiskun. Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.