Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 29

Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 29
með honum. Hann þekkti leiðina manna best, jafnvel þótt þessi áður varðaða leið, væri nú rúin þeim leið- arvísum. Það tók fjögur ár, eins og fyrr greinir, að ná fram smá fjárveitingu á Alþingi til að byggja upp þessar steinvörður á heiðinni, sem reyndust mikil hjálp í stórhríðum og ekki sást alltaf á milli varða. Um líkt leyti var sæluhúsið á heið- inni hresst við, byggt að mestu úr grjóti, en var samt vin í þessari hvítu eyðimörk norðursins, sem engu eyrir. Og ekkert getur stöðvað þann voða vind og ofsa, sem kemur beint frá norðurheimskautinu. Þá voru það moldarkofarnir með þykku veggjun- um sem björguðu þessu norðurhjara- fólki. En á hlaðinu á Kinnarstöðum er Jó- hannes póstur ferðbúinn með tvo koffortahesta, einn með kliftöskuna. Aftastur er brúni hesturinn, sem mað- urinn bauð honurn í hestakaup, bund- inn með tauminn við klifsöðulbog- ann. Það var ekkert glæsilegt að taka við hesti, sem enginn vildi nýta stundinni lengur. En Jóhannes kunni þau sannindi að mey skal að morgni lofa en hest að kvöldi. Hann lofaði manninum því að láta hann fá gráu hryssuna fyrir þann brúna, ef honum líkaði við hann. Og síðastur í lestinni lallaði sá brúni, alla leið norður yfir heiði. Póstleiðin lá inn með Þorskafirði að austan og inn af fjarðarbotninum lá leiðin upp á heiðina, sem í þetta sinn var hvít yfir að líta. Hestarnir gengu alla leiðin á snjó, þótt hann væri byrjað að leysa niður í sveit. í þetta sinn skyldi Jóhannes póst- hestana eftir á Amgerðareyri. Fór hann með báti út Djúpið, alla leið til Isafjarðar, þar sem hans heimili var alla tíð, eins og fyrr segir. Eftir venjulega heimaveru, hálfan mánuð eða svo, kallaði póstferðin til sín og hann varð að fara sjóleiðina til Arngerðareyrar. Nú skipti Jóhannes um, hann lagði á þann brúna kliftösk- ur, batt upp á honum tauminn og síð- an voru þeir reknir. Jóhannes rak lest- ina úr fyrstu sporum, og tók sá brúni forustuna. Er ekki að orðlengja það, að henni hélt hann alla leið suður að Kinnarstöðum. Á þessum tíma, sem stansinn varð fyrir vestan, hafði verið mikil leys- ing, svo að heilu flákarnir voru orðnir auðir á heiðinni. En það var sama, sá brúni, sem Jóhannes kallaði eftir þetta „Krumma,“ og því nafni hélt hann alla tíð, þræddi nákvæmlega leiðina, sem Jóhannes teymdi lestina norður. Á heiðinni eru nokkur smávötn, sem á stundum þurfti að krækja fyrir. Jóhannes kom að einu slíku á suður- leið, frekar austarlega, og fór því fyrir suðurendann á því. Tók hann strikið norður, þegar hann kom vestur fyrir vatnið. Þegar þarna var komið var jörð orðin auð, í staðinn fyrir að áður var það mikill snjór að ekki var vitað yfir hvað var farið. Nú var urð yfir að fara en Krummi hikaði ekki, réðist á urð- ina og farnaðist vel. Hestamir röltu á eftir. Við hesthúsdyrnar á Kinnarstöðum stoppaði Krummi og lét vita að ferð- inni væri lokið. Jóhannes tók hestakaupunum feg- ins hendi þá suður kom. Krummi fór aldrei úr hans eigu, enda bjargaði hann mörgum mannslífum í tímans rás. Eitt sinn var Jóhannes á suðurleið með póstlest sina. Hann hafði þann sið, frá því hann eignaðist Krumma, að reka pósthestana bæði suður og norður, enda réði Krummi ferð og stefnu. í þetta sinn skall á öskrandi norðan hríð, svo ekkert varð séð nema snjó- hríðin. Lánið var, að hestarnir héldu stöðu sinni í lestinni með Krumma á undan. Ofsinn var það mikill að ekki sást á milli varða og Jóhannes vissi lengst af ekki hvar hann var staddur. Eðlishvöt hans hefði ekki bjargað honum, ef hann hefði sjálfur átt að ráða stefnu og átt. Ofsinn var það mikill að Jóhannes hélst ekki á baki hestsins, gekk við hlið hans til hlés og hélt sér í reiðverið. Eftir langan tíma í þessu ofsaveðri, verður Jóhannes þess var að lestin er stoppuð og hugsar sem svo að þeir hafi lent í ógöngum. Hann fikrar sig frá hesti til hests, þar til hann kemur að Krumma. Þar þreifar hann fyrir sér og verður ljóst að hesturinn hefur stansað við hurðina á hesthúsinu sem pósthestarnir voru alltaf hýstir í. Krummi hafði bjargað lestinni til bæjar. Þessa sérgáfu Krumma kunni Jó- hannes að meta og kom aldrei til greina að láta hestinn, meðan hann hafði póstferðir að atvinnu. Sem fyrr er sagt, hóf Jóhannes póstferðir sínar frá Hjarðarholti í Laxárdal. Það var í einni ferð hans, löngu eftir að hann eignaðist Krumma, að hann lendir í vondu veðri, mikilli ofandrífú, ekki hvössu, en svo var blint að enginn kennileiti sáust, aðeins hvítt, hvert sem litið var. Með Jóhannesi voru þrír menn, allir nokkuð kunnugir á þessum slóðum. Jóhannes póstur rak lestina og Krummi stikaði á undan. Eftir því sem vestar kom fór mönnum þeim, sem með honum íýlgdust, að lítast ver á blikuna, töldu að þeir væru ekki á réttri leið, væru alltof norðarlega. Jóhannes ansaði þessu lítt, sjálfúr var hann alls ekki viss hvar hann var hverju sinni, en hann treysti á Krumma. Eftir því sem lengra var haldið voru mennirnir sífellt vissari um að þeir væru orðnir rammvilltir og gætu ekki treyst póstlestinni lengur, þeir yrðu að taka til sinna ráða, því með þessu áframhaldi finndu þeir aldrei Kinnarstaði. Rétt í því stansaði póstlestin. Héldu nú samferðarmennirnir að allt væri tapað. Jóhannes póstur fikraði sig fram með lestinni þar til hann kom að Rrumma, sem stóð með hausinn við hesthúshurðina á Kinnarstöðum. Mennimir, sem honum fylgdu, fóru að góna upp í loftið. Jú, þarna var Ijós í glugga. Þeir höfðu haft á röngu að standa. Hér verður ekki tíundað hversu mörgum mönnum hundar og forustu- Heima er bezt 425

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.