Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 35

Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 35
Birgitta 11. tlalldórsdóttir w>& HJADTAD ÓLÆD ástar- og sveitasaga Svaraðu mér Heiða. Þykir þér ekki vænt um mig? - Jú, Árni mér þykir það. Ég vildi svo gjarnan verða konan þín, en ég sé bara ekki hvernig það gæti gerst. Árni stökk á fætur. - Þú segir þá já. Heiða leit niður. - Við skulurn ekki hafa hátt um þetta. Pilturinn faðmaði hana að sér. Þau horfðust í augu. - Veistu það Heiða, þú ert stúlkan sem ég elska og mun gera alla tíð. Heiðu hlýnaði allri. Hún vissi að Árni meinti hvert orð sem hann sagði. Hann var traustur og góður drengur sem ekki braut loforð sín, eða gaf loforð sem voru byggð á falsi. - Ég elska þig líka Árni. Heiða var búin að segja þetta áður en hún vissi af. Hún roðnaði enn rneira. Þá gerði hann nokkuð sem Heiða hafði aldrei upplifað. Hann kyssti hana löngum einlægum kossi. - Heiða, ef þú ert kvíðin þá skulum við ekki hafa hátt unt þetta strax. Við verðum að undirbúa jarðveginn. Það er mér nóg að vita að þú vilt verða konan ntín. Ellefti hluti Hún kinkaði kolli, en Árni hélt áfram. - Við getum staðið hvað sem er af okkur saman. Ég finn og veit að ást okkar er svo sterk. Heiðu langaði mikið til að trúa þessum orðum. En hún var samt ekki viss um að þau fengju að eigast án þess að eitthvað gengi á, og hvað sem á gengi þá ætlaði hún fyrst og fremst að hugsa um móður sína. Það heit hafði hún gefið sjálfri sér og ætl- aði að standa við. Þau sátu lengi í hvamminum og þau leiddust heim. Ungmennin voru rjóð í vöngum og sæl, þau, sem höfðu svo skömmu áður heitið hvort öðru ævarandi tryggð. Fólkið var að búa sig til brottfarar þegar Árni og Heiða komu gangandi utan túnið. Sigurlína hnippti í Sig- ríði. - Sagði ég ekki að þú ættir von á tengdadóttur. Það hnussaði í Sigríði. - Ég ætla honum Árna mínum nú meira. Ég verð að fá drenginn til að hætta þessari vitleysu. Ásta heyrði á tal þeirra. - Elsku Sigríður mín, hann Árni gæti fengið verri konu en hana Heiðu okkar. Hún er vel gerð og góð stúlka. Sigríður sagði ekkert, en brosti. Hún vildi ekki styggja Ástu sem var ein hennar besta vinkona. Það var auðséð að hún hafði mikið dálæti á þessari frænku sinni. Eflaust var stúlkan ágæt, en það var ekki þar með sagt að hún væri þess verð að verða tengdadóttir í Árdal. Hún varð að tala við strákinn. Kannski var best að senda hann á vertíð. Hún varð að ráðgast um þetta við Jón. Fólkið kvaddi og þakkaði íyrir sig. Nú var kominn tími til að fara heim og sinna mjöltum. Þetta hafði verið góður dagur og allir fóru glaðir heim. Ásbjörn var á jeppanum sínum, sum- ir á hestum en fólkið á Hóli kom á dráttarvélinni með vagn aftaní. Heiða var farin að venjast þessum ferða- máta. Hún dinglaði fótunum fram af vagninum og brosti til Björns gamla sem sat við hliðina á henni. Björn brosti á móti. - Það liggur vel á þér, telpa mín. - Já, Björn, þetta var góður dagur. - Líklega áttu eftir að setjast að í sveitinni hjá okkur. Það væri góður fengur fyrir okkur. Heima er bezt 431

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.