Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 38

Heima er bezt - 01.11.1998, Síða 38
aði hana ekki eins og áður. Heiða kunni mun betur við hann svona, þó að hún vissi ekki hverju þessi breyt- ing væri að þakka. Andrés var eins og alltaf, röskur til vinnu og lá ekki á liði sínu. Hann var skapgóður og hafði alltaf komið sér vel meðal jafn- aldra sinna. Svo var það auðvitað Árni. Hann heilsaði Heiðu hlýlega og hún las úr augum hans meira en nokkur orð gátu sagt. Þau horfðu hvort á annað og skildu fullkomlega hvernig hinu leið. Það skyggði á gleði unga fólksins í samvinnunni að vita ekkert um Þor- stein, en öll voru þau ákveðin í að skila sínu og heyið skyldi komast í fúlgu þennan daginn, þó að þau yrðu að vaka fram á nótt. Þau hömuðust, heit og sveitt og hvert fangið af öðru var borið á sinn stað, þar sem Árni í Árdal bar upp fúlguna. Um miðjan daginn kom Ingibjörg gangandi á engjarnar með hressingu handa þeim. Það var gott að setjast niður og hvíla lúin bein. Konumar höfðu bakað handa þeim kleinur og pönnukökur sem fóru sérlega vel í maga með ískaldri mjólkinni. En Ingibjörg hafði engar fréttir að færa. Enn var sama ástandið með Þorstein og enginn vissi hvernig það færi. Ásta var að hugsa um að skreppa út að Oseyri um kvöldið og fá að sjá hann. Ásbjörn hafði boðið henni að aka henni þangað og hún hafði þegið það. Það skipti kannski ekki öllu máli, en hún þráði að fá að sjá bónda sinn. Þó að hann væri í móki og ekk- ert samband næðist við hann, þá var hún viss um að sér liði betur bara ef hún fengi að sjá hann. Þau ætluðu að fara að mjöltum liðnum en Ingibjörg og Jón mundu líta eftir Sóleyju litlu. Unga fólkinu leist ekkert á þessar fréttir. Þau höfðu öll vonað að nú væri allt snúið til betri vegar. En fyrir vikið voru þau ákveðin í að klára engjaheyskapinn á Hóli þennan dag- inn, hvað sem tautaði og raulaði. Árni sat hjá Heiðu og hann laum- aðist til að taka í hönd hennar þegar enginn sá til. Heiðu fannst það nota- legt, en hún var líka fegin að þau héldu sambandi sínu leyndu. Það var nægur tími til að takast á við það. Ásta og Ásbjörn óku út dalinn og til Óseyrar þegar leið á kvöld. Það var gott veður en þó bar himininn þess vott að breyting á veðri væri í aðsigi. Ásta leit til lofts. - Heldurðu að það fari að rigna? - Já, ég held að hann rigni í nótt. Ég vona bara að unga fólkið nái að klára heyskapinn hjá ykkur í dag. Við kláruðum hjá okkur í gær og ég er að vona að flestir séu að enda. - Þau hamast alveg á engjunum. Það var mikil og góð hjálp að fá pilt- ana í dag. Það er nóg samt þó að maður hafi ekki áhyggjur af heyjum. Ásbjörn dæsti. - Já, það er nóg samt. Þú verður samt að vera bjartsýn á lífið góða mín. Hann Þorsteinn er harðari af sér en marga grunar. Annars báðu kon- urnar fyrir kveðju til þín. Mamma bað mig að segja þér að hætta að hafa áhyggjur, honum Þorsteini myndi batna. Ásta fann að tár rann niður kinn- ina. Hún var glöð að heyra þetta. Þarna var vonarneisti í myrkrinu. Sigurlína vissi yfirleitt hvað hún söng. Þó dofnaði vonin þegar hún fékk að sjá mann sinn. Hann lá á sjúkrahúsinu, andlitið svitastorkið og andardrátturinn veikur. Gunnar fór með Ástu. Hann reyndi að vera hughreystandi. - Ég reyni að vera bjartsýnn. Þor- steinn fékk pensilín í æð nú fyrir stuttu og líkaminn er að berjast við sýkinguna. Það er svo erfitt að eiga við þetta þegar botnlanginn springur svona svakalega. Það verður erfiður næsti sólarhringur, en þá sjáum við líka af eða á. Hann strauk Ástu um herðarnar. - Nú ætla ég að leyfa þér að vera einni með honum um stund, en svo verður hann að fá algjöra hvíld. Ég læt hjúkrunarkonuna vaka yfir hon- um á móti mér. - Þakka þér fyrir. Gunnar fór út og Ásta gekk hægt að rúminu. Hún tók aðra hönd Þor- steins í sína og settist svo við rúm- stokkinn. Það tók hræðilega á hana að sjá manninn sinn svona veikan. Hún hallaði sér að honum og hvísl- aði. - Þú verður að lifa Þorsteinn. Þú ert búinn að lofa að vera stoð og stytta fyrir okkur öll. Ég gæti ekki af- borið það að missa þig. Elsku vinur- inn minn, þú verður að lifa. Þú verð- ur að gera það fyrir litlu dóttur okkar, fyrir mig, fyrir foreldra þína og fyrir foður minn. Þú verður Þorsteinn, þú verður... Þorsteinn lá hreyfingarlaus og það var ekki að sjá að hann skynjaði ná- vist konu sinnar. Ásta grét. Hún var svo vanmáttug og það var svo erfitt að horfa upp á þennan stóra og sterka mann sem hún elskaði svo mikið, í þessu ástandi. Hún gat ekki sagt neitt meira, hélt bara um hönd hans, kyssti hana og tárin runnu niður á þvalt handarbakið. Stuttu seinna kom Gunnar inn. Hann tók huggandi um herðarnar á Ástu. - Svona, góða mín. Farðu nú heim og hugsaðu um litlu stúlkuna ykkar og búið. Það er það sem Þorsteinn mundi vilja að þú gerðir. Þú verður að vera sterk, Ásta mín, ég skal lofa þér því að við héma gerum allt sem við getum til að koma honum til heilsu á ný. - Ég veit það. Þakka þér fýrir. Ásta stóð upp og þurrkaði kinnarn- ar. - Ég veit að ég á ekki að vera að vola svona, það er bara svo erfitt að horfa á hann liggja þarna og geta ekkert gert. - Ég veit. Það er gott að gráta. Þá losnar um spennuna og manni líður betur. Það þarf engin að fyrirverða sig fyrir það. Ég skal segja þér það í trúnaði að í vor komu til mín tveir karlmenn með lítið bam. Tveir full- orðnir karlmenn, sem kannski eru ekki vanir að sýna tilfinningar sínar. Þeir sátu hérna frammi hjá mér og grétu saman. Grétu af gleði yfir því að litla stúlkubarnið lifði og var kom- ið í öruggar hendur. Ég vil að þú vitir þetta, það gleður þig kannski. Ásta brosti. 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.