Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.11.1998, Qupperneq 39
- Já, það gleður mig. En nú fer ég heim. Þakka þér fyrri að leyfa mér að koma. Það var ekki margt sagt á leiðinni heim. Ásbjörn fann að Ástu leið illa og hann lét hana í friði með hugsanir sínar. Hún var sterk hún Ásta, það vissi hann. En hann vissi ekki alveg hvemig færi á Hóli ef Þorsteins nyti ekki við. Það var orðið áliðið kvölds þegar unga fólkið á Hóli var búið að koma síðustu tuggunni af engjaslætti í fúlgu. Regndropar voru farnir að falla á nefið á þeim öðru hvoru. Það varð til þess að þau flýttu sér enn meir, þó að þau væru eiginlega orðin uppgefin. Árni greiddi fúlguna aftur og aftur, hann vildi vera viss um að allt færi vel. Loksins var verkinu lok- ið og þá var farið að hellirigna. Unga fólkið stóð í hnapp og horfði á mynd- arlega fúlguna. Þau fundu til léttis og feginleiks, þrátt fyrir þreytuna. Regn- ið rann nú eins og hellt væri úr fötu. Þau sögðu ekkert, en loksins skellti Lárus uppúr. - Þetta er alveg frábært. Við erum búin og stöndum hér og dáumst að dagsverkinu. Við erum öll rennvot, hvernig væri að hafa sig heim. Hin brostu. Þetta var alveg rétt hjá honum. Það var dálítið bjánalegt að standa þarna í rigningunni. Eftir allan svitann um daginn var það hálf hrá- slagalegt að verða rennandi blautur. Þau flýttu sér af stað og hlupu við fót heim á leið. Árni og Heiða drógust dálítið afturúr piltunum og Árni tók um höndina á Heiðu. - Það er svo gott að fá að vera ná- lægt þér. Við hittumst alltof sjaldan. - Ég veit, það er bara alltaf nóg að gera og mér finnst svo hræðilegt að hann Þorsteinn skildi veikjast svona. - Já, það er satt. Ég trúi samt ekki öðru en að hann nái sér. En tíminn líður og sumarið er á enda. Hvað tek- ur þá við, Heiða? Heiða hugsaði sig um andartak. Það var svo nrargt sem þau höfðu aldrei rætt. - Ég fer heim til mín eftir réttirnar. Mamma er orðin óþreyjufull að sjá mig. Ég finn það á bréfunum hennar hvað hún saknar mín mikið. Það kom skuggi á svip Árna. - Það má ekki verða langur að- skilnaður. - Ég veit það ekki Árni. Auðvitað vona ég ekki, en maður veit aldrei hvað verður. Árni þrýsti hönd hennar. - Heiða mín. Þú berð enn sömu til- finningar til mín er það ekki? - Jú, Ámi, ég geri það. Ég vil samt segja mömmu frá þér í rólegheitun- um og svo verður tíminn að leiða í ljós hvernig allt veltist. Árni dæsti. - Ég er svo óþolinmóður. Ég vildi að við værum gift. Ég vildi líka gjarnan að mamma þín væri hjá okk- ur. Heiða hló. - Það þýðir ekkert að vera óþolin- móður. Ég er alltaf að hugsa um þig, en ég veit að við verðum að vera þol- inmóð. - Við erum þó leynilega trúlofuð. Segðu hjá? Heiða gat ekki annað en hlegið. Það var svo gott að vera nálægt Árna og finna sterklega höndina hans halda um sína. Svo sannarlega vildi hún að þau gætu alltaf leiðst það sem eftir væri. - Auðvitað segi ég já. Ég er bara hrædd við viðbrögð móður þinnar. - Láttu ekki svona. Mamma er ákveðin kona en hún er ekki slæm. Henni á eftir að þykja vænt um þig. Heiða var ekki alveg viss. Henni stóð viss beygur af frú Sigríði. Þegar unga fólkið kom heim, beið Ingibjörg með rjúkandi heitt súkkulaði og smurt brauð. Gömlu mennirnir þökkuðu unga fólkinu íyr- ir góðan dag, þeir voru ánægðir með að öllu heyinu var bjargað. Óli litli var orðin svo þreyttur að Ingibjörg varð að hjálpa honum úr bleytunni. Hún dáðist að seiglunni í drengnum. Það fór ekki mikið fyrir honum en hann var seigur, sá stutti. Ásta var komin í háttinn. Hún var útkeyrð eftir ferðina að Óseyri. Þegar heim kom tók hún Sóleyju litlu upp í rúm til sín. Henni leið betur að hafa hana svo nálægt sér. Eftir það sofnaði hún, örþreytt eftir álag dagsins. Eftir að hafa þegið trakteringar, fóru ungu mennirnir heim. Þeir fylgdust að fram dalinn og það lá vel á þeim. Dagur var að kveldi og góðu dagsverki lokið. Þeir höfðu þó að minnsta kosti getað lagt sitt að mörk- um til að hjálpa honum Þorsteini. Frú Sigríður var vakandi þegar sonur hennar kom heim. Hún kom með þurr föt handa honum og spurði frétta. Hún hafði eins og aðrir áhyggjur af Þorsteini en það gladdi hana að heyinu hafði verið bjargað, áður en fór að rigna. Henni fannst sonur sinn óvenju glaðlegur á svipinn og hún ákvað að nota tækifærið til að tala við hann um kaupakonuna á Hóli. Sigríður bað Árna að setjast og tala við sig. Það væri nokkuð sem þau þyrftu að hafa á hreinu. Pilturinn var dálítið hissa en settist þó niður. Móðir hans ræskti sig. - Þú verður að passa þig á að gefa stúlkum ekki undir fótinn drengur minn. Þær gætu misskilið það. Nú er ég að tala um kaupakonuna á Hóli. Ég vil ekki að stúlkukindin haldi að þú hafir einhvern áhuga á henni. Árni starði á móður sína og undr- unarsvipur kom á andlit hans. - Já, en mamma ég hef ekkert ver- ið að vekja henni neinar falsvonir. - Það er gott, drengur minn. - Málið er það,mamma mín, ég ætla að giftast þessari stúlku. Nú var það Sigriður sem missti hökuna niður á bringu. - Hvað segirðu drengur? Vertu ekki með þessa vitleysu. - Það er svona einfalt, mamma mín. Eg veit að.ég elska þessa stúlku. Hún er bæði falleg og góð og ég ætla að giftast henni. Svipur Sigríðar þyngdist með hveiju örði Áma. - Það kemur ekki til greina. Mæðginin horfðust í augu, stál í stál. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 435

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.