Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1935, Síða 4

Æskan - 01.02.1935, Síða 4
æskan 16 Óli upp og var svo óðamála, að naumast var hægt aS skilja hann: „LofiS þiS mcr aS skreppa dálítiS í burtu, bara í tíu daga — geriS þiS þaS, og látiS mig fá ofurlítiS nesti og þiS megiS ekkert spyrja hvert eg fer og ekkert vera hrædd — geriS þiS þaS, mamma, eg má til aS gera nokkuS, — lofiS þiS mér 66 „Ertu orSinn galinn, drengur“, sagSi mamma hans og leit á hann, sorgmædd. „Ekki sýnist mér hann neitt þesslegur“, sagSi Símon. „IlvaS er um aS vera, Óli? Ef þú villt ekki segja okkur, hvaS þú ætlar aS fara, þá er eg hræddur um aS þú liafir fengiS einhverja slæma flugu í liöfuSiS“. Óli liugs- aSi sig um andartak. „Eg veit aS þaS er engin vit- leysa og ekkert ljótt, sem eg ætla mér“, sagSi hann, „en eg get ekki sagt ykkur, hvaS þaS er. TreystiS þiS mér ekki svo vel, aS þiS þoriS aS sleppa mér alveg í tíu daga?“ Nú kom svo löng þögn, aS Óli hafSi næstum misst alla von um, aS þau ætluSu aS svara. Pabbi og mamma horfSust i augu stundarkorn, fyrst eins og hikandi. Pahhi laut höfSi, svo aS síSa skeggiS hans nam viS borSplötuna, og liann strauk þaS og greiddi meS fingrunum. Mamma dró andann þungt og var kafrjóS og heit í framan, eins og þegar hún balcaSi kökur fyrir jólin. Loks kinkuSu þau ofurlítiS kolli hvort til annars, pabbi stóS upp og lagSi stóru hend- urnar á litlu lierSarnar lians. „Þú mátt þaS“, sagSi liann. „Þú mátt fara og vera burtu rétta tiu daga, en ekki stundu lengur“. Óli hoppaSi og hringsnerist og lirópaSi af fögn- uSi: „Húrra, liúrra“, og' liann ætlaSi aS segja eitt- hvaS fleira, en mundi þá ekki livaS þaS var. Hann var ofsakátur, en augun urSu samt rök, og hann hljóp upp um hálsinn á mömmu og grúfSi sig þar. „Ó, livaS eg hlakka til, mamma, ó, livaS eg hlakka til“, sagSi hann aftur og aftur. Mamma strauk um kollinn hans og spurSi: „Hvenær ætlarSu aö fara?“ „Á morgun eftir miSdegi. Eg þarf aS géra nokkuS fyrir liádegiS“. „Á morgun“, sagSi mamma, „þá verSur þú líka strax aS fara aS sofa, svo aS þú verSir vel útsofinn og óþreyttur þegar þú leggur af staS“. Nú byrjar æfintýrið! Óli valcnaSi viS þaS, aS orSiS var albjart. Hann hljóp í hendingskasti fram úr rúminu út aS glugg- anum og gætti á klukkuna i kirkjuturninum. „HvaS er þetta, stendur hún“, tautaSi liann, þegar hann sá aS hún var aðeins hálf fjögur. „ESa skyldi eg hafa sofiS allan daginn?“ Ónei, hvorugt var, og Óli átt- aSi sig á því eftir stundarkorn. Enginn var kominn á fætur í liúsinu, enginn á ferli á götunum, meira aS segja fuglarnir voru ekki farnir að syngja. Óli liugsaSi nú ráS silt. Átti hann aS reyna aS sofna aftur? Nei, þaS náSi cngri átt. Hann kippti á sig flókaskónum sínum og læddist eins og köttur frarn í eldliús, því aS þar þurfti liann ýmislegt aS gera, sem gott var aS ljúka viS, áður en mamma lians kæmi á fætur. „Nei, nú tjáir ekki aS sofa, það er nú eitt- hvað annað að gera þegar svona stórræði standa til. Eg' fæ líklega aS sofa, þegar allt er komið í lag“. Óli skríkti af tilhlökkun við þessar liugleiSingar. Hann gægðist niður i liverja skúffu og dall í eldhús- inu, skimaði um hillur og skápa. „Kaffi verð eg að hafa með mér, það gerir pabbi alltaf“. Loks fann hann nokkrar kaffibaunir í dós, líklega einar fimm eða sex baunir. „Þetta hlýtur aS vera nóg“. Hann kveikti á eldavélinni, setti upp pott meS vatni í og lét kaffihaunirnar út í. Svo fann liann slatta af kaffibæti i bréfi og hætti út í. Síðan settist hann á hækjur og lmipraði sig saman og beið þess, að kaffið syði. Loks fór að suða í pottinum, og svo að bulla og sjóða, og þegar liann hélt að fullsoðið væri, tók liann pottinn af eldinum, náði sér í sleif og jós drykknum í tóma flösku. „Þetta verður nú gott að dreypa i, þegar í slarkið er komið“, hugsaði hann. Nam, nam, hann aðeins hrá tungunni í stútinn. Eitt- livað var hragðiS skritið, og lyktin--------. En það \ var enginn tími til að hugsa um það. KaffiS hlaut að verða ágætt, ekkert að marka það svona ný- soðið. Svo faldi liann flöskuna uppi á eldhússkápn- um. Hann rak hendina í tóman pott þar uppi, og hann skrönglaðist niður, með þessum líka lilla hávaða, sem alltaf er í tómum pottum. Þvílíkt. Mamma kom hlaupandi berfætt með stirurnar í augunum. „Óli minn, hvað er þetta, barn, hvað gengur á fyrir þér, um hánótt. HvaS ertu að gera?“ Óli var svo ruglaður, að hann stóð i ráðaleysi uppi á kollustólnum. „Eg gat ekki sofið lengur og svo — svo dalt mér — datt mér í hug---------“, sagði hann. „Hvað er þetta eiginlega, sem þú ert að hrugga, góði minn. Eg er hrædd við þetta tilstand í þér, og svo megum við ekkert vita, hvað þú ætlar þér“. Nú var Óli aftur búinn að ná sér. „Elsku mamma, þú mátt lil að lofa mér að fara á fætur, eg liefi svo margt að gera“. Mamma tautaði eitthvað meira um að þetta væri ljóta vitleysan. Svo leyfði liún , Óla að klæða sig, og klæddist sjálf. Hún hafði líka margt að gera og þurfti að taka daginn snemma. Öli var handfljótur að ldæða sig. Hann tók leður- stígvélin sín og fór í þau, hugsaði sig um andartak, fór úr þeim aftur og lét ]iau svo niður i bakpokann sinn. Framh.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.