Æskan

Årgang

Æskan - 01.02.1935, Side 12

Æskan - 01.02.1935, Side 12
24 ÆSKAN 1. Gamli-kastali. Jakob var aöeins þrettán vetra. Hann var í sumarleyfi hjá frænda sínum, jarlinum i Gamla-kastala í Skotíandi. Jakob skemmti sér jjrýðilega með börnum jarlsins, Mariu og Jóni, er voru á svipuðum aldri og hann sjálfur. Börnin voru oft úti allan liðlangan daginn við fiskiveiðar og liitt og annað. Kvöld eitt, er þau komu heim, var eitthvað undarlegt á seyði i kastalanum. Jarlinn var farinn til Edinborgar, en Vilhjálm- ur ráðsmaður gerði boð fvrir Jakob. Jakob liljóp i spretti upp i forsalinn. Það var ekki af því, að hann hlakkaði til að hitta Vilhjálm gamla, er var alla jafna bæði fúll og iinugur. En hann langaði til að vita, hvað um væri að vera. Ráðs- maðtir sagði bonum, að allir gimsteinar ættarinnar væru horfnir. »Petta vissi eg nú fyrir fram«, sagði ökusveinninn, er var besti vinur barnanna. oÞað eru að minnsta kosti þrir dagar, siðan mig grunaði, að eittbvað mundi konia fyrir hér í höllinni, og hefir það nú ræst. Ökumaðurinn var írskur að ætt og ákaflega hjátrúarfullur. Hann stigði börnunum, að fyrir nokkrum dögum liefði hann vcrið á gangi niður við ána. Þá kvaðst hann hafa séð »hvíta munkinn«, sem alltaf birtist hér í kastalanum, áður en eitthvað leiðinlegt kæmi fyrir. Börnin voru ekki hjátrúarfull og trúðu ekki, að draugar væru til. En um kvöldið var ekki laust við, að ])au væru ofurlitið smeyk, þeg- ar þau fóru í gegnum þessa löngu, dimniu ganga inn i herbergið sitt. ög til vonar og vara breiddu þau sængina vel ofan á sig.

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.