Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.04.1941, Qupperneq 3

Æskan - 01.04.1941, Qupperneq 3
Undir bláum seglum. Gunnar M. Magnú V. (Framhald.) Á rangli sínu Shefir Lukka sífellt verið að grennslast eftir einhverjum úr Grenifirði. Og nú veit hún, hvar tjald Grenfirðinga er. Það er hérna! Hún staðnæmist rétt hjá því og lilustar. Það er dillandi söngur og kátína í tjaldinu — ungt fólk, húrra! Telpan smeygir höfðinu í gættina: — Má eg koma inn? — Ójá, komdu liérna i sönginn og skjólið, heillin. Og fyrr en hún hefir áttað sig fullkomlega, er hún komin inn i tjaldið og stendur þar. Það er ungt fólk í tjaldinu. Piltur um tvítugt, hár og þunnleitur, stjórnar söngnum. Hann slær takt með höndunum öðru hvoru, veltir vöngum og hlær. Hvert lagið rekur annað. Þrír piltar og tvær stúlkur eru þarna inni og sitja öll, nema granni pilturinn. Þegar lilé verður á söngnum, er eins og granni pilturinn átti sig á gestinum. — Hvaðan ertu, lieillin? — Ertu ein þins liðs? — Kannski þú viljir slást i för með okkur? Eg átti nefnilega helzt að ráða vetrarstúlku liérna í réttunum. Pilturinn segir þetta kæruleysislega, en ein- kennilegum glampa þregður fyrir í augum telp- unnar. — Já, eg vil slást með, segir hún, — eg ætla ein- mitt að ráða mig. — Það er hara svona! segir pilturinn og gerist nú alvarlegri. — Mér er alvara, bætir liann ivið. — Mér er líka alvara, segir hún. — Jæja, livað heitirðu annars, og hvaðan ertu? — Ja, eg lieiti Guðrún Lukka og er frá Strönd. — Veiztu, hvar jStrönd er? — Ójá, svona hér um bil. — Það er klukkutíma reið jþangað frá Skelja- vík, og það er yzti bærinn í firðinum, segir telpan. Þá rís önnur unga stúlkan upp og segir við Luklcu: — Það er alveg satt, sepi hann Kalli bróðir segir, við áttum að rleyna að ráða stúlku, ef við fréttum um einhverja óráðna í réttunum. Við eigum heima á Litla-Felli i Grenifirði, og mamma getur ekki verið ein í vetur, þegar eg fer suður, — eg ætla nefnilega suður í Kvennaskólann i liaust, — ef mamma fær einhverja stúllcu. Eft'ir iitla þögn bætir liún við: — Og Kalli fer lika i skóla. Lukku hitnaði um lijartaræturnar. Þarna stóð hún allt í einu andspænis ungu fólki, sem var að leggja út á jþá braut, sem hún þráði sjálf að fara. Og nú gat hún stuðlað að því, að þessi unga stúlka fengi óskir sínar uppfylltar; —- hver veit nema þessi systkin hjálpi henni seinna til þess að kom- ast áfram. Svo sagði liún: — Er mikið að gera? — Ojæja, sagði stúlkan; — kanntu að mjólka? — Eg hefi oft lijálpað til við að mjólka á Strönd. -- Kanntu að elda mat? — Það er eftir því, hvort það er finn matur eða ekki. — Eg kann til dæmis að búa til allar al- g'engar súpur, og eg er viss um, að eg kann að bua til allan mat, eins og hann er búinn til á Strönd. Og svo kann eg að prjóna og bæta, — getur það ekki verið gagnlegt á Litla-Felli? — Ágætt, þú ert mesta myndarstúlka, sagði granni pilturinn og hló svolítið. En hefirðu annars leyfi til að ráða þig? Hvað ertu gömul? 39

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.