Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1950, Side 4

Æskan - 01.09.1950, Side 4
ÆSKAN stóra þúfu og horfir á mig, sem væri ég eitthvert viðundur. Tryggur hefur fundið ullarlagð, og nú urrar hann og bítur af grimmd í ullarlagðinn. Ég reyni að fá liann til að hætta þessum leik, því að húshóndinn ar húinn að banna okkur krökkunum að láta hund- inn æsa sig upp í grimmd. Ef hann verður grimm- ur, þá er hann til með að bila lömbin á hol. Ég er nú kominn að stóra steininum, sem tröll- konan ætlaði að velta yfir hæinn, en svo þegar sólin kom upp, þá varð tröllið að steini. Ég horfði niður eftir hlíðinni, niður í dalinn. Ég sé, hvernig áin hlykkjast eftir endilöngum dalnum eins og langur ormur, sem kernst þó ekkert áfram. Það er farið að rjúka á öllum hæjunum í dalnum, nema á Hóli, en það er nú ekkert að marka, þvi að það er aldrei farið á fætur þar fyrr en undir hádegi. Ég teyga að mér hreint og tært fjallaloftið og liorfi upp eftir liliðinni, upp að Stóra-Gili. Ég sé lirossin skammt fyrir neðan gilið. Nú man ég líka skyndilega eftir erindi mínu, bezt að lialda áfram. Ég klíf brattann góða stund, en nú kemst ég ekki hratt yfir, því að hrekkan er svo brött og ill yfirferðar, stórir steinar eru hér og þar, það er eins og þeir séu settir eingöngu til að tefja fyrir mér. Ég er nú orðinn móður og þreyttur, og ég sé ekki betur en að Tryggur sé orðinn móður líka, eldrauð tungan á honum lafir út um skoltinn á honum. Hann hlæs eins og smiðjubelgur og gengur nú rólega við hlið mína og lítur elcki einu sinni á ull- arlagðana, sem alls staðar eru á vegi olckar. Ég er nú rétt kominn að brossunum, og ég sé, að stóðið liennar Jóku gömlu frá Bakka er með hross- unum okkar, en það er það versta, sem fyrir gat ltomið, þvi að hrossin liennar Jóku gömlu eru svo stygg, að ógerlegt er að ná þeim. Skjóna gamla er ein út af fyrir sig neðan við hin hrossin, og ég tel liklegast að ég nái henni. En liross- in liennar Jóku gömlu liafa orðið mín vör og taka þegar á rás upp fyrir brún. Skjóna lileypur spotta- korn á eftir þeim en stanzar svo og horfir á mig. Ég rétti fram brauðmola, en Skjóna vill ekki brauð, hún liorfir bara á mig eins og að hún vilja segja mér, að það þýði ekkert fyrir mig, að plata sig með brauði. Nei, hún hristir hara hausinn, og svo lileypur hún á eftir hinum hrossunum, upp á fjall. Ég lofa að muna henni þegjandi þörfina, þótt siðar verði. Nú er um að gera að ég komist fyrir hrossin áður en þau komast inn i þokuna, sem er fyrir ofan hrún. Ekki langar mig til að elta hrossin í sótsvartri þokunni. Ég verð að reyna að komast fyrir þau og reka þau niður í brekkur, liugsa ég með mér, um leið og ég hleyp á ská upp hrekkuna. Hrossin liafa ekki staðnæmzt fyrir ofan brúnina eins og ég hafði vonað, heldur tekið á rás inn í þok- una, sem grúfði yfir fjallinu. Mér var um og ó að fara inn i þokuna, ég vildi helzt snúa við og fara lieim án lirossanna. Nei, ég varð að lialda áfram, hvað sem allri þoku liði, en livert átti ég að fara? Hvar átli að leita lirossanna? Og livernig átti ég að finna þau i sótsvartri þokunni? Ég var ráðalaus, þangað til ég sá, að Tryggur hnusaði í spor hross- anna. Auðvitað álli ég að rekja sporin. Ég lagði þegar af stað eftir sporunum, og nú mið- aði mér drjúgt áfram, þrátt fyrir kalda, dimma og miskunnarlausa þoku. Loksins eftir langa þreytandi göngu sá ég, hvar Jarpur var, hin hrossin hvergi sjáanleg. Nú er um að gcra að fara varlega að klárnum, hugsa ég með mér um leið og ég tek brauðmola upp úr vasa mínum og rétti Jarp, en Jarpur stendur graf- kyrr, hann er meira að segja kyrr með hausinn, þeg- ar ég beizla hann. En nú vandast málið. Hvar er ég staddur? I hvaða átt á ég að fara til þess að komast heim? Ég er orðinn villtur. Lítill drengur með hund og hest rammáttaviltur einhvers staðar uppi á fjöllum. Ég fer að liugsa um allar sögurnar, sem ég lief lesið um úlilegumenn, sem taka villta menn á fjöll- um uppi og neyða þá til fylgis við sig. Það fer brollur um mig við tilhugsunina að lenda ef til vill í höndum útilegumanna. Nú minnist ég þess, að liafa heyrt einhvern segja, að ef maður villist og liafi hund með sér, þá sé ekki annar vandinn að komast til byggða en að reka hund- inn frá sér. Bezt að vita, livort Tryggur fer heim, ef ég rek liann frá mér. „Farðu heim, Tryggur, svei þér, snautaðu heim, Tryggur." En Tryggur leggst hara niður og spangólar ámát- lcga, en svo stendur hann upp og sleikir hönd mína, heit hundstungan yljar mér um liendina og ég á bágt með að reka Trygg frá mér. Ég varð að treysta á klárinn, liugsa ég um leið og ég lioppa á hak Jarp. „Núú-núú, liott-hott,“ segi ég. En Jarpur hreyfir sig ekki, nú neyðist ég til að berja svolítið fótastokkinn. „Núú-núú, hott-liott,“ segi ég aftur og liainast á klárnum að komast úr sporunum. „Hvað gengur eiginlega á fyrir þér, drengur?“ heyri ég að sagt er við mig.“ Þú hamast eins og vit- laus maður í bælinu. Hvers konar rúmferð er þetta i þér, drengur, sængin á gólfinu.“ Ég opna augun og horfi undrandi i kringum mig. 84

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.