Æskan

Volume

Æskan - 01.09.1950, Page 10

Æskan - 01.09.1950, Page 10
ÆSKAN „Æ-æ-æ-æ!“ veinaði hann og hoppaði og engdist og tók báðuni höndum um liöfuðið. „Ó-ó-ó-ó, æ-æ!“ Hver grefillinn gat gengið að strákgarminum? Hvað dettur ykkur í hug? Auðvitað var það væn steinvala, sem hann fékk í hausinn, en það var einn álfanna, sem sendi hon- um hana. Hann liafði selið á trjágrein, sem slútti fram yfir strákinn, þar sem hann stóð. Og þegar drengurinn lét sem hann kastaði, þá sleppti álfur- inn steinvölunni, svo að hún skall heint á liausinn á foringjanum. Það var nú allur galdurinn. En nú vó'ru hrekkjalómarnir hræddir, hvinandi, logandi hræddir. Þeir vissu bókstaflega ekki sitt rjúkandi ráð, og þess vegna tóku þeir ekki heldur eftir því, að enn var leikið ó þá. Þeir urðu þess ekki varir, að álfar voru að skjótast milli þeirra og fjötruðu saman á þeim lappirnar. Þeir notuðu sama snærið og hrekkjalómarnir höfðu haft til að binda drenginn við tréð. „Agara-gagara-umbrum-brumb,“ tautaði dengsi íbygginn og galdramannslegur. En þetta gerði hann aðeins til þess að glepja fvrir þeim, svo að þeir tækju ekki eftir því, að álfarnir voru að hefta þá og njörva saman á þeim fætúrna. „Hv-hv-hva-hva-hvað skyldi hann nú ætla að ge- ge-ra?“ spurði nú hver hrekkjalómurinn annan, og þeir skulfu á beinunum. „Skrumara-rumara, tram-tramm!“ hélt drengur- inn áfram að tauta. Um leið leit hann út undan sér og sá, að álfarnir voru búnir að hefta alla strákana og fjötra saman á þeim lappirnar. Og um leið höfðu þeir liorfið sjálfir. En nú var kominn tími til að reka rembihnútinn á þessa viðureign. „Hóli-göli-sóli-tóli-móli-jóli-ól,“ hvein nú í hon- um. Lítið þið nú á lappirnar á ykkur, lirekkjalóm- arnir ykkar! Nú er ég húinn að taka ykkur alla til fanga!“ Strákarnir litu niður á fætur sér og sáu, að þeir voru rammlega fjötraðir. Og nú fór um þá. „Ha-ha-ha-ha-hann er ra-ra-ra-rammgöldróttur,“ stömuðu þeir. „Þegið þið, bjánarnir ykkar, við skulum leysa snærið og hlaupa í burt,“ hvíslaði foringinn. En hann var sjálfur svo smeykur, að liann þorði ekki að segja ])etla upphátt. En álfarnir höfðu hundið og hnýtt með rembi- hnútum og liestahnútum og reipahnútum og galdra- hnútum og hert svo að, að það var engin leið að lcysa þá. Og enginn var með hnif, þótl ótrúlegt væri. Og ekki var ein báran stök. Nú fór allt í einu að hvessa og liúðrigna. Innan lítillar stundar voru BS 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 00 Litli hundurinn hans fórst í síysi. TÖT Hér sjáið þið þriggja ára dreng, sem hefur orðið fyrir þeirri sorg að fi nna fiundinn sinn liggjandi á götunni eftir að bifreið hafði ekið yfir hann. 00000000000000000000 0003 00 00 00 00 00 00 00 00 strákagarmarnir orðnir húðvolir, þvi að það var eins og liellt væri úr fötu yfir þá. En drengurinn og álfarnir höfðu forðað sér undan óveðrinu. Þeir fundu geysistórt tré, sem var holt innan, og þar voru þeir eins og inni í liúsi. Meira að segja hesturinn komst þar inn. Alltaf streymdi úr loftinu. Drengurinn leit út um opið á liola trénu og sá strákana liíma hundvota og skjálfandi. Fyrst var Iiann glaður og guðsfeg- inn og fannst þetta alveg rétt lianda þeim. Þetta ættu þeir skilið. En þegar ekkert lát varð á óveðr- inu, fóru aðrar lnigsanir að hvarfla að honum. Það var svo skrítið, að hann fór liálfgert að kenna í brjósti um strákana. „Kannske er þetta ekki alll þeim sjálfum að kenna,“ tautaði liann við sjálfan sig. „Hvað áltu við?“ sögðu álfarnir, alveg hissa á þessum skoðanaskiptum. I H«l $ $ 1 é 90

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.