Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1950, Síða 20

Æskan - 01.09.1950, Síða 20
ÆSKAN BJÖSSI BOLLA. Myndasaga eftir ]. R. Nilssen og öyvind Dybvad. 1. — Æ, lofið þið mér að skjóta líka, strákar, ég er alveg viss um, að ég get hitt þennan hlemm eins og þið. Góðu strákar, gerið þið það nú! Skyttan. 2. — Uss, hvað lieldurðu að þú getir skotið af boga, Bjössi. Það er annað um okkur. Gunnar á Hlíðar- enda var langa-langa-langa-langafi okkar. 3. — Iialdið þið, að ég geti það ekki? Ég skal nú bara sýna ykkur! — Varaðu þig, það er nagli í örv- aroddinum! — Eruð þið nú hrœddir, greyin? ý. — Svona, verið þið nú ekki fyr- ir! Ég vona, að bogaskömmin þoli að ég taki á honum. Það ríður á að draga liann vel upp, skal ég segja ykkur. 5. — Takið nú eftir, strákar. Ég skal sýna ykkur, að það geta fleiri hitt í hlemm en hann afi ykkar, ef hann er nógu stór — hlemmurinn, á ég við. 6'. — Já, ekki vantar, að þú hittir það, sem sízt skyldi. Og nú skal ég vita, hvort ég liitti ekki með hnef- anum bossann á þér fyrir að þú skemmdir hjólið mitt! Skrítlur. Karl einn kemur á póstluisið með frímerkt bréf. Póstmaðurinn vegur það vandlega og segir svo: „Bréfið er þvi miður of þungt. Þér verðið að bæta frímerki á það.“ „Þá verður það enn þyngra.“ Læknirinn (við lítinn dreng, sem hann mætir á götunni): „Heyrðu, drengur minn!“ Ekkert svar. Læknirinn: „Ileyrirðu ekki, drengur ininn?“ Drengurinn ]iegir. Læknirinn (reiður): „Ætlarðu ekki að svara, drengur?“ Drengurinn: „Ég þori það ekki.“ Læknirinn: „Þorirðu ekki? Ifvi ekki?“ Drengurinn: „Af því að læknirinn tekur tvær krónur fyrir að tala við menn.“ Dómarinn: „Hafið þér nokkra afsök- un fram að færa, er fái dregið úr þeirri refsingu, sem yður bcr að lögum fyrir að liafa stolið balanum frá frú Jóns- son?“ Þjófurinn: „Ekki nema það, að hann lak og var ekki nothæfur til neins.“ Frúin: „Gerið svo vel að selja mér einn blýant á 25 aura.“ Verzlunarmaðurinn: ,„Ætlið þér að taka hann með yður?“ Frúin: „Nei. Gerið svo vel að senda mér hann heim i dag.“ 100

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.