Æskan - 01.03.1952, Blaðsíða 8
ÆSKAN
Betlidrengurinn.
G. G. þýddi úr sænsku.
María, kona Jósefs, átti ákaflega annríkt. Hún
ætlaði að hreinsa og þvo litla liúsið sitt við þröngu
götuna i Nasaret hátt og lágt. Hún átti von á heim-
sókn. Hún bjóst við syni sínum heim í dag, og
eklcert var nógu gott handa honum.
María kepptist við að sópa og þurrka og raulaði
fyrir munni sér. Hún rifjaði upp fyrir sér, hve langt
var síðan hún hafði séð hann. Einar fimm eða sex
vikur, eða meira — nei, það voru víst átta vilcur,
síðan hann kom síðast heim. Já, það voru einmitt
átta vikur, síðan Jósef fór til grannþorpsins til þess
að byggja hús fyrir liann Rúben ríka, kaupmann-
inn, og tók Jesú með sér.
— Nú verður þú að trúa mér fyrir honum, góða
mín, hafði hann sagt um leið og hann lagði arminn
um herðar drengsins. Ilann vinnur orðið á við hvern
fullorðinn, og ég get ekki verið án hans.
Og Maríu var sem hún sæi enn Ijómann og gleð-
ina í svip drengsins yfir lofi föður hans, og hún
gat ekki annað en samþykkt, að hann fengi að fara.
Hann var orðinn fjórtán ára, stór og sterkur eftir
v >: >1 >: >: >: >: >: >: >: >: >: >: >: >: >; >: >: >: >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >; >;
28
aldri, en Jósef var nú tekinn að eldast. Honum veitti
ekki af þeirri aðstoð, sem hann gat fengið. En ósköp
fannst henni tómlegt heima, þegar hann var farinn.
— Það verður gaman að sjá, hvort hann hefur
ekki stækkað allan þennan tíma, hugsaði Maria
meðan hún hrærði deigið í eftirlætisköku sonar sins.
— Jú, sjálfsagt hefur hann þreknað við erfiðið.
Hann hafði áreiðanlega reynt að lilífa föður sínum,
tekið á sínar herðar þyngstu byrðarnar og unnið
erfiðust.u verkin. Hann hafði ævinlega verið svo
viljugur og ósérhlifinn. En hvað þau voru lánsöm
að eiga slíkan son. Ekki gátu allir foreldrar glaðzt
yfir slíku barnaláni!
Og María lét nú sem oftar hugann reika til lið-
inna stunda, þegar sonur hennar var lítill drengur.
Hún rif jaði upp, hve oft hún hafði setið í rökkrinu
við rúm hans og heyrt ósýnlegar verur syngja við
liann englaröddum. Hún minntist þess, að stundum
hafði andlit hans ljómað i birlunni af ljósbaug i
kringum höfuð lians. Og hún lifði upp í liuganum
öll þau skipti, þegar henni fannst alltsjáandi augu
lians lesa leyndustu hugrenningar hennar. Stund-
um hafði henni orðið fvrir að lita undan ofurbirtu
augnarráðs hans.
En nú átti hún að fá að sjá hann aftur i dag. I
gær bárust henni hoð um, að hann ætlaði að koma.
Einn smiðanna frá Nasaret, sem vann við að byggja
húsið hans Rúbens ríka, hafði fengið að skreppa
heim til sín. IJann hafði litið inn hjá henni og sagt
henni, að sonur hennar ætlaði að koma næsta dag.
Hún varð svo glöð við fréttina, að henni var varnað
svefns, og í dögun fór hún á fætur til þess að sópa
allt og þvo. Nú var allt komið í lag, og maturinn
beið heitur á borðinu. Þar voru bæði nýjar fíkjur
og glóðvolgt brauð úr bezta mjölinu hennar. —
Hann hlaut að vera sársvangur, blessaður drengur-
inn hennar, þegar hann kæmi. Hvílík hamingja að
sjá hann aftur sitja á sínum stað við borðið og gæða
#sér á matnum!
Allt í einu húmaði inni, og María opnaði dyrnar
til þess að gá að, hverju þetta sætti. Það hafði
skyndilega dregið upp óveður. Þung, blásvört slcý
grúfðu sig yfir lágum húsunum. Snai'pur vindsveipur
kom þjótandi og feykti með sér ávaxtaliýði og öðru
rusli. Nær því samstundis féllu fyrstu droparnir,
þungir og strjálir, og svo dundi þrumuskúrin yfir,
eins og hellt væri úr fötu. Þrönga gatan breyttist
í einni andrá i farveg, þar sem fossandi lækur belj-
aði áfram.
Skárra var það nú óveðrið, sem drengurinn henn-
ar lenti í.