Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 21

Æskan - 01.09.1974, Side 21
°9 ég hef alltaf leitaS aS f sömu áttinnl þar sem sólln hhígur í svalkalt djúpiS." — ..Þitt land?! TakmarkiS þitt!“, hrópaSi Þorbjörn. „HvaS ÞýSir þetta?" — „AS hjá mér hefur vakaS sama hugsun- 'n og hjá þér,“ sagSi Sir Dave rólega. „HvaS annaS gat komiS mér til þess aS heimsækja ykkar köldu og eySi- le9U eyju Island? Ég hafSi heyrt, aS fslendlngar hefSu 'yir löngu fundiS þetta land, sem ég leltaSi aS, og þess Vegna kom ég til þess aS reyna aS fá einhverjar upplýs- ingar." ..Fjandans útlendingurl", hrópaSI Þorbjörn. „Þú ert falsk- Ur og undirförull. En hrósaSu ekki happi svona fljótt. Þor- björn ver eign sina meSan kraftarnir endast." — Og aS Þeim orSum mæltum greip hann öxi og reiddi hana yfir höfuó sér og ætlaSi aS höggva Sir Dave. Hann brá sér undan högginu bak viS siglutréS og misstl Þorbjörn hans. sama bili kom skipstjóri og nokkrir skipverjar hlaup- andi, þvf aS þeir höfSu séS, aS hverju var aS draga milli Þeirra Þorbjörns og Sir Dave. ÞaS, sem þeir sáu var, aS kessi fslenzki berserkur reiddi öxi aS Sir Dave, sem var v°pnlaus. Einn af þeim bar stóra sveSju viS beltl sér. ^ók hann hana og keyrSi aftan f höfuS Þorbjörns, en hann ^oeig niSur og lá sem dáinn væri. — ..Heimskingi! hvaS hefur þú gert?“, hrópaSi Sir Dave °9 kraup á hné viS hliS Þorbjarnar og lagSi höfuS hlns s®rSa manns f kjöltu sér. — Eitt augnablik opnaSi Þor- ójörn augun og dró þungt andann, elns og sá er vaknar af Þungum svefni- — „Nú er þetta allt á enda! Lfklega óezt aS svo sé. FyrirgefSu mór. Ég missti vald á sjálf- U,T1 mér. Reistu mig nú upp svo aS ég geti horft fram- endan — nei, ég sé ekkert; þaS er sem þoka fyrir aug- U,T> mér.“ Þorbjörn hné máttvana f faSm Sir Dave, sem ®l|aSi hann nú dauSan vera. En allt í elnu lauk Þorbjörn enn upp augum sínum, lagSi munninn fast aS eyra Sir Dave og hvíslaSi meS sínum síSustu kröftum: „LandiS þarna framundan! landiS mltt. ÞaS er nú þín eign. Heyr- irSu þaS? Þorbjörn gefur þér þaS. Þú ert erfingi minn.“ — Hetju-líkaminn titraSi af krampadráttum. HöfuSiS hné niS- ur. Hann var dáinn. — Sir Dave sat um stund hljóSur. Hugur hans var svo fanginn af þessum atburSum, aS hann gætti þess ekkl aS skipstjóri hafSi snúiS skipinu viS og stefndi heim á leiS. — Hann spratt upp og hrópaSi: „Ertu örvita? Ætl- arSu aS snúa viS þegar viS höfum náS takmarkinu? LandiS liggur fram undan oss.“ — „HvaSa land?“ spurSi skipstjóri rólegur. „Ég sé ekk- ert land.“ — Sir Dave sneri sér viS. Þokan var nú aS koma aftur. „ÞiS hljótiS aS hafa séS landiS, eins og ég og hinn dáni vinur minn,“ mælti hann. „Skýjaklakka og fljótandi ísfjöll höfum viS séS, en ekki neitt land,“ svaraSi skipstjóri. — „Þú skalt snúa viS! Þú skalt stefna í vestur!“ hrópaSi Sir Dave í bræSi sinni. „Þú hefur iofaS því, og fengiS of fjár aS launum. Ég hefi rétt til aS krefjast þess.“ — „Hægan herra minn,“ mælti skipstjóri. „í hálfan mánuS hefi ég stefnt skipi mínu i vestur-átt og þar meS látiS eftir vitleysunni úr ykkur Þorbirni. Þetta verSur aS taka enda nú. Og ekkl skuliS þér egna menn mína meira. Þér sáuS hvernig þeir beittu rýtingum sínum." — Sir Dave lét höfuSIS hníga, eins og sá, sem mátt- vana beygir sig fyrir afll örlaganna. Og sfSan settist hann 19

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.