Æskan

Årgang

Æskan - 01.09.1974, Side 60

Æskan - 01.09.1974, Side 60
Kötturinn getur dregiS inn klærnar og gengið á þófunum, en þegar hann beitir klónum, getur hann klifrað upp hversu brattan trjástofn, sem vera skal. Kattarklærnar eru fyllilega þess virði, að þeim sé veitt nokkur athygli. Þegar kötturinn iæðist að bráð sinni, gengur hann hljóðlaust á þófunum, en alit í einu skýtur hann út klónum, um leið og hann ræðst á bráðina. Það sköpulag fótarins, sem gerir svo skjóta hreyfingu möguiega, er sýnt á meðfylgjandi skýr- ingarmyndum. Á myndinni í miðið sést fóturinn (táin) og skýringarteikning, báð- ar með inndregnar klærnar. Öil liðamót- in eru traustlega tengd saman, en liða- mótin, sem tengja klóna við tána, eru laus að öðru leyti en því, að sinin teng- ir beinin saman. Ef nú teygist úr fæt- inum og vöðvi, sem ekki er teiknaður á myndinni, togar í sinina, skýtur klónm fram á við og niður, eins og sést á myndinni til hægri. [ þeirri steilingu nser hún fram fyrir þófann, og þá er-hægt að nota hana til að krækja í, grípa oð hremma. Um leið teygist á litlum mót* verkandi vöðva, sem kippir klónni afWr inn, þegar slaknar á sininni. MARKMIÐIÐ ER AUKIN OG BÆTT ÞJÓNUSTA Um leið og Sjóvótryggingarfélag Islands kynnir viðskiptavinum sínum og öðrum hin nýju húsakynni allra deilda að Suðurlandsbraut 4, vill það benda ó, að megintilgangurinn með þessari breytingu er að gera félag- inu og starfsfólki þess kleift að veita aukna og bætta þjónustu. Vótrygg- ar eru svo óriðandi þóttur í daglegu lifi hvers manns og hvers fyrir- tækis, að einskis mó lóta ófreistað við að búa sem bezt að hverjvf1 einum í því efni. Viðskiptavini, gamla og nýja bjóðum við velkomna ó okkar fund i n1 nýja aðsetri til þess að vera aðnjótandi bættrar þjónustu. Þeir, sem geta ekki komið því við að lita inn, eru þó minntir ó nyi símanúmerið — 82500. Suðurlandsbraut 4 'S' 82500. 58

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.