Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 01.12.1985, Qupperneq 46

Æskan - 01.12.1985, Qupperneq 46
ifCagnvegir ( Guörún Sigurðardótirfœddist 25. september 1893 á Ásmundarstöðum í Asahreppi íÁrnessýslu. Foreldrar hennar voru Sigrún Guðmundsdóttir og Sigurður Sigurðarson. Guðgeir Jónsson fœddist 25. apríl 1893 að Digranesi íKópavogi. Foreldrar hans voru Ásbjörg Þorláksdóttir og Jón Magnússon. Þau Guðrún og Guðgeir giftust 21. október 1916 og hafa alla tíð átt heima íReykjavík. Þau eignuð- ust og ólu upp sjö börn. Einnig hafa margir aðrir dvalist á heimili þeirra í lengri eða skemmri tíma. Bœði hafa þau starfað mikið að félagsmálum, m.a. innan Góðtemplarareglunnar. Ragnheiður J óna Ármannsdóttir 16 ára, barnabarnabarn þeirra, rabbaði viðþau fyrir Gagnvegi. Samtaliðfer hér á eftir: 83 ár I stúku Rætt við hjónin Guðrúnu Sigurðardóttur og Guðgeir Jónsson Ragnheiður: Hvernig vai aðstaðan þar sem þið ólust upp? Guðrún: Hún var ágæt. Ég var eigin- lega eina barnið. Ég var 7 ára þegar ég eignaðist bróður. Við vorum bara tvö. Guðgeir: Nú svona venjulegar að- stæður í sveit á þessum tíma. Ragnheiður: Hvernig var með skóla- göngu? Guðrún: Skólaganga, það var nú lít- ið um hana. Það var barnaskóli á Eyrarbakka og svo aftur hér þegar ég kom suður. Guðgeir: Ég var nú fjóra vetur í barnaskóla en sitt árið í hverjum skóla. Það hittist þannig á. Ragnheiður: Nú ert þú bókbindari. Hvenær lærðirðu þá iðn? Guðgeir: Ég lærði í Félagsbókband- inu 1909-1913. En lengst af starfaði ég í Gutenberg eða 47 ár, þar af 15 ár hálfan daginn. Ragnheiður: Hvernig líst þér á þær breytingar sem orðið hafa í Kópa- vogi síðan þú ólst þar upp? Guðgeir: Það var nú bærinn Kópa- vogur, sem var sveitabýli, og Digra- nes sem líka var sveitabýli og þar fæddist ég. Faðir minn dó þegar ég var fjögurra ára og þá fór ég til afa míns og ömmu sem bjuggu í Fífu- hvammi rétt á móti. Þetta voru nú bæirnir sem maður sá. Þannig að það hafa orðið miklar breytingar. Bæirn- ir tilheyrðu þá Seltjarnarneshreppi en nú eru tveir kaupstaðir, Kópavog- ur og Seltjarnarnes, þar sem áður voru sveitabýli. Ragnheiður: Hvenær genguð þið í barnastúku? Guðrún: Ég var 7 ára. Stúkan hét Gleymmérei og var á Eyrarbakka. Þegar ég kom suður gekk ég í Æskuna nr. 1. Guðgeir: Ég var síðasta veturinn fyrir fermingu í skóla Ásgríms Magn- ússonar að Bergstaðastræti 3. Hann var þá annar tveggja gæslumanna barnastúkunnar Unnar nr. 38 og við gengum í Unni nokkur sem í skólan- um vorum fyrir jólin 1906. Ragnheiður: Hvernig var starfið í barnastúkunum þá? Guðrún: Það var nú ósköp svipað og núna finnst mér. Það var bæði sung- ið, lesið og ýmislegt haft til skemmt- unar. Einu sinni á vetri var haldinn afmæiisfundur. Ragnheiður: Hvað hafið þið starfað lengi í Góðtemplarareglunni? Guðrún: Ef ég tel barnastúkuna með er ég búin að vera með frá 7 ára aldri eða 83 ár. Guðgeir: Frá 1906 eða 77 ár. Ragnheiður: í _ hvaða stúku genguð þið svo? 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.