Æskan

Volume

Æskan - 01.12.1985, Page 56

Æskan - 01.12.1985, Page 56
☆ Poppþáttur r Umsjón: Jens Kr. Guðmundsson „Á táningsárunum langaði mig til að syngja í hljómsveit. En allar hljómsveitir voru á kafi í bárujárns- rokki. Ég gat ekki sungið bárujárns- rokk svo að ég spilaði bara á kassa- gítar.“ Þannig lýsir breski sálarpopp- söngvarinn Paul Anthony Young barnabrekum sínum á vettvangi mús- íkurinnar. Þetta mun hafa verið á fyrstu árum áttunda áratugarins því að Paul er jafnaldri Bubba Morthens og Ragnhildar Gísla, 29 ára. Um miðjan áttunda áratuginn var Paul Young farinn að syngja sálar- popp með hljómsveitinni Q-Tips. Sú hljómsveit náði hvorki frægð né frama þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. En 1981 gerði plöturisinn CBS samn- ing við Paul Young sem einsöngvara. „Þeir reyndu að fá mig til að poppa sálarmúsíkina mína,“ segir Paul. Hann og CBS þreifuðu fyrst fyrir sér með nokkrum smáskífum. Þegar ljóst var hver líkindi voru á að selja plötu með léttpoppaðri sálar- músík var breiðskífan „No Parlez“ sett á markað. „Það hentaði betur að nota góð lög eftir aðra en eyða dýrmætum tíma í lagasmíðar," útskýrir Paul og á við að Iögin á „No Parlez“ eru eftir snillinga á borð við Joy Division (fyrirrennara New Order), Marvin Gaye (höfund „Dancing in the 56

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.