Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1989, Síða 4

Æskan - 01.01.1989, Síða 4
Viltu ijör og fjölbreytt félagsstarf? Komdu þá W I ba%asbíku Eruð þið í barnastúku? Langar ykk- ur til að vita eitthvað um þær? Hér koma dálitlar upplýsingar. Hátt í 30 barnastúkur eru starf- andi víðs vegar um ísland. í sumum stúkum úti á landi eru flestir krakk- arnir í grunnskólanum félagar í barnastúkunni. Víða er gott samstarf við skólana og hver bekkur skólans sér um einn fund á vetri. Það er mjög gott því að þá fá svo margir tækifæri til að koma fram og gera eitthvað. í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði eru 7 stúkur. Ef þú vilt fá nánari upplýsingar um þær getur þú hringt í síma 19799. Ef þú átt heima úti á landi getur kennarinn þinn áreiðanlega sagt þér hvort það er barnastúka í bænum þínum. Á minnstu stöðunum vita all- ir hvaða félagsskapur er starfandi. En snúum okkur að almennum er í júní. Þar er farið í leiki og keppt í ýmiss konar íþróttum. Það er fallegt í Galtalæk og gaman að koma þar. Stúkurnar á Norðurlandi eru líka með vormót. Á myndunum getur þú séð sumt af því sem gert er á fundum. Þar er verið að mála á steina og föndra með skeljar, æfa fyrir jólafund og slíta fundi. Já, alveg rétt, ekki má gleyma því. . .: í barnastúku læra börn að HESfflUTÍK! vr f H i | tjiif 1 F VwSJT' 1 ■ Á barnastúkufundum eru leikin leikrit, föndrað, farið í leiki, haldin diskótek og ótal margt annað sér til gamans gert. . . upplýsingum um stúkustarf. Fundir eru mismargir eða frá ein- um til fjögurra í mánuði og þar er nú ýmislegt gert. Stundum eru lesnar sögur, farið í leiki, föndrað, leikin leikrit, haldin diskótek, keppt í ýmsu, farið í vor- ferðir og á hverjum fundi er sungið. í vetur er til dæmis keppni í stúk- unum í Reykjavík og Kópavogi og kallast „Heppni og hæfileiki“. Þingstúka Reykjavíkur gengst fyrir henni. Fyrst er undankeppni í stúk- unum og þeir sem sigra þar keppa svo til úrslita í vor. Vegleg verðlaun eru í boði. Einnig er ritgerðakeppni alltaf annað slagið og mega allir stúkufélagar taka þátt í henni hvar sem þeir eiga heima á landinu. Þar eru líka veitt góð verðlaun. Sumar stúkur fara í heimsóknir hver til annarrar. Ég nefndi vorferðir. Best að segja aðeins meira um þær. Stúkurnar á Suður- og Suðvesturlandi koma sam- an í Galtalæk um Jónsmessuna. Hún stjórna fundum, standa upp og tala og vinna önnur þau störf sem þarf í sambandi við fundahöld. Það kemur sér vel seinna, þegar þið eruð orðin fullorðin, að geta staðið upp og talað. Það eru margir fullorðnir feimnir við að standa upp á fundum og tala. Þeir hafa kannski ekki fengið tækifæri til að æfa sig þegar þeir voru börn. E.J. 4 ÆSKAN

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.