Æskan

Árgangur

Æskan - 31.01.1900, Síða 2

Æskan - 31.01.1900, Síða 2
30 hvert sinn og mamma lians fór ofan í kist- ilinn, svo liann sá., kom hann, til að fá að sjá peninginn og néri hann þá á erminni sinni, svo hann skyldi haldast fagnr. Um haustið kom lambið af fjallinu og var undur stórt og fallegt, mórautt með snjóhvíta blesu. Uegar ijúk kom fyrst um haustið, varð Jón dauð- hræddur um lambið sitt og alt af var hann að hugsa um það um veturinn, að Blesa sín ætti gott. Um vorið fékk hann meira eu pund af ull af henni, sem mamma hans þvoði fyrir hann. Nú fanst honum hann mega til að fá að fara i kaupstaðinn að kaupa sór varning fyrir alla ullina sína og peningana. Stundum kom hann aftan að mömmu sinni þegar hún stóð hálfbogin í eldhúsinu, og lagði hendurnar um hálsinn á henni. „Elsku mamma mín, má ég ekki koma í kaupstað- inn með þér? Eg get riðið ofan á milli á henni Skjónu og svo get óg gengið stundum ; þú ferð svo hægt. Ég get vel gengið11, bætti hauu við, „ég gæti gengið rétt alla leiðina11. Uað fóru svo leikar, að mamma hans lof- aði honum að hann skyldi fá að fara með sér í kaupstaðinn. Hún ætlaði á stað á föstu- dagsmorguuinn og Jón litli svaf varla dúr um nóttina fyrir tilhlökkun. Um morguninn lagði mamma hans sparitreyjuna hans á rúmstokk- inn og í vasann hafði hún stuugið hvítri lér- eftsrýju faldaðri. í>að var vasaklúturiuu hans_ Áður en þau fóru á stað, kom liann til mömmu sinnar og sagði við haua: „Heyrðu mamma, þú mátt eiga ullina mína, on ég ætla að taka við peningnum mínum, ég get bundið hanu í hornið á vasaklútnum mínum. Vasinn minu er svo djúpur, að ég get ekki týnt honuin". Hún kysti hann fyrir ullina og fóltk honum peniuginn sinn, sem haun batt vandlega í klútshornið. Ekkert gat haun borð- að fyrir tilhlökkun. Það var komið uudir dagmál þegar þau komust á stað, og ekki komu þau í kaup- staðinn fyr enn eftir miðaftan, en það dimmir ekki að um Jónsmessuleytið og búðuuum er seint lokað um lestirnar. Það vóru tvær búð- ir í iiaupstaðnum, og Jón liorfði alveg hissa á þær; lionum liafði aldrei dottið í hug að svona stór hús væru til í heiminum. Svo fór hanu inn með mömmu sinni, sem var búin að láta vega ullina sína í geymsluhús- inu og fá þyngdarseðilinn. Búðin var troð- full af fólki, flest var fyrir utau búðarborðið, eu uokkrir stóðu fyrir innan það. Enginn gaf Jóni og mömmu haus noinn gaum. Jón litli horfði utan við sig á hyllurnar með öll- um vörunum og lampaua, sem hóugu í loft- inu, og alla sóflana. Svo sá hann ósköp af húfum og höttum og marga trefla. í því heyrði hann svo skrítið livelt liljóð ; það kom úr lúðri, sem drengur liólt á og blés í. Drengur- inn var vel búinn og stóð fyrir innan borðið. Jón hafði aldrei á ævi sinni sóð lúður; haun gat ekki haft augun af rauðu og gyltu og grænu röndunum, seiu lágu utan um hann. Hann fór að fikra sig nær borðinu og loks- ins komst hann alveg að því. „Mig langar til að í'á að sjá þetta“, sagði Jón, „ég kaupi það kannske fyrir peninginn minn“. En eng- inn tók eftir honum; haun reyndi að tala hærra. Loksins leit einn búðarþjónninn á liann og spurði, livað hann vildi. Jón tók beiðni síua upp aftur og pilturinu hleypti honum inn fyrir borðið. Nú fór Jón að skoða sig betur um; þá fór nú heldur að vaudast málið. Þeg- ar hann var búinn að skoða lúðuriun, sá liann linött og öðrum megin á lionum var fugl, en hinum megin hús. Svo sá liaun myndabækur og stokk með blýjöntum i, og litla byssu, og skamt þar frá hékk trefill með rauðum og grænum bekkjum og rétt hjá treflinum hékk húfa með einhverju gyltu framan i. Hann var að smáþreifa ofan i vasa siun og taka á klútnum með peningnuiu i, en hvað áttí

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.