Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 10.08.1900, Qupperneq 2

Æskan - 10.08.1900, Qupperneq 2
86 um Sigurði. Hvað skyldu líða mörg ár áður en honum hepnast það? Augasteinninn hans afa. (Norsk saga, aukin.) (Frh.) ----- En þótt sjómaðurinn liíi marga kyrláta í'ólega nótt, þegar hátign sköpunarverksins sýnist máluð á festing himinsins, bjartara og greinilegar en nokkurs staðar annars staðar, þá eru þó ónæðisnæturnar ekki færri, þeg- ar hann verður að berjast gegn vindi og sjó, og hefir engan tíma til rólegra hug- leiðinga. En hættan bendir honum einnig til hins sanna guðs, og eftir því sem hún er meiri, lærir hann að reiða sig enn þá öJ'uggai' á hann. Þegar Indiafarið, sem Sigui'ður var stýri- maður á, hafði verið á siglingu um nokkr- ar vikur, var komið suður að spanska sjón- um vestan við Spán og var þá kastað akk- erum á höfn einni í Portúgal, þar sem alt var gjörsamlega ólíkt því, sem hann átti að venjast á Norðuiiöndum. Nú sá hann með eigin augum töfralandið, sem afi hans hafði svo oft sagt honum af, og sem hann þekti aður, eins og draumsjónir væru. En hversu undarlegra var þetta þó ekki alt í raun og veru, en hann hafði gert sér hugmynd um, en sá grautur af alls konar tungumálum, þar sem alls konar þjóðir mættust á höfninni, en sú hæð á trjánum og kynstur af blómunum alla vega litum, sem hann sá, þá stuttu stund, sem hann var í landi. En þó l)ann væri í hin- um grózku-miklu gullepla og lárviðar lund- um, hvaiflaði hugur hans með heimþrá til birkiskóganna og víðirunnanna heima hjá sér og fúslega hefði hann haft skifti á þrosk- uðu gullepli fyrir ilmandi bjarkarblað, því innan um ofurgró.ða Suðurlandanna saknaði hann þess fjörgandi ilms, sem hann var vanur að njóta í skógunum heima hjá sér. Sigurður mátti ekki dvelja lengi á þess- um stað, því innan skams voru undin upp akkerin, dregin upp segl og lagt af stað að nýju, og alt gleymist., er vakið gat heim- þrá í huga hans, og sjómaðurinn er aftur kominn á sína réttu hyllu. Þeir koma snöggvast við í Gibraltar. Það er syðsti höfðinn á 'Spáni 1400 feta har klettur, yzt á tanga út við haf, og er góð höfn undir bjarginn. Klett þennan eiga Englendingar og hafa grafið þar göng mörg eins og völ- undarhús inn í bergið. Hafa þeir þar setu- lið árið út og árið inn, og iallbyssukjaftar gína þar út úr bjarginu, og er þar óárenni- legt til aðsóknar. Þar í klettaskorunum búa fáeinir apar, og eru þeir hvergi armars staðar í Norðurálfunni. Ekki var lengi staðið við á Gibraltar- höfn. Yar nú haldið suður yfir Njörva- sund, og leið ekki á löngu áður Evrópa væri öldungis úr augsýn. Næst var komið við á Azoreyjum. Þær eru í útsuður frá Spáni, telja sumir þær til Afríku, en aðrif til Evrópu, enda heyra þær undir konungs- ríkið Portúgal. Eyjar þessar eru alls 9 og er sú nyrðsta þeirra um 170 rhílur frá Portúgalsströnd. Allar sarnan eru eyjarnar 43 ferhyrndar mílur eða eins og lítil sýsla hér á landi, en íbúarnir yfir 130 þúsundir eða nálega helmingi fleiri en á öllu Islandi. Eyjarnar eru ákaflega sæbrattar og briiu- samt í kring um þær, og hæsti 'tindur þeirra nokkuð hærri en Öræfajökull, liæsta fjallið héf. Yaxa þar sömu korntegundir og í sunnanverðri Norðurálfu, ávextir, kaffi og sykur, og eru eyjarnár áfar-frjóvsamar. Býr þar sambland af ýmsum þjóðum, en

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.