Æskan

Árgangur

Æskan - 10.08.1900, Síða 3

Æskan - 10.08.1900, Síða 3
87 mest aí Portúgöllum. Eyjarnar eru fundn- ar árið 1432, árið áður en Jón Geirreksson byskup í Skálholti var tekinn af lífl. Frá Azoreyjum héldu þeir Sigurður enn suður á bóginn, og var næst komið við á Madeira, sem þýðir Viðey. Skamt frá henni eru 4 smáeyjar aðrar, og eru suma'r þeirra óbygðar. Állar þessar eyjar eru að eins 15 ferhyrndar mílur eða álíka og tveir meðal hreppar, en íbúarnir um helmingi fleiri en hér á landi. Eyja þessi fanst skömmu síðar en Azoreyjar. Var hún þá öll þakin þéttum skógi, jafnvel upp á hæstu fjallatinda, en Norðurálfumenn þeir, sem tóku sér þaj-. bólfestu nokkru síðar, kveyktu í skóginum, og er sagt, að hann hafi verið að brenna i 7 ár. Voru þá einkum ræktuð þar vínber, og var Madeira-vínið þaðan nafn- togað um allan heim, en vínviðarekrur þess- ar eyddust síðar, og vínberin spiltust, og lrið svo kallaða Madeira-vín, sem nú er búið til, er alls ekki þaðan, heldur sambland af spritti, sykri, og ýmsum óhollum efnum, engu heilnæmari en vínandinn. — Fjöldi af öðrum víntegundum, sem kend eru við Suðurlönd, eru og alls ekki þaðan runnin, heldur sigla þau undir föisku flaggi, og eru alls ekki úr vínberjalegi, heldur tilbúin új' ýmsu samsuili í norðurhluta Evrópu. Eyj- an Madeira, ei' undurfögui', eiginlega ekki nema eitt afar-gamalt eldfjall, sem nú er liætt að gjósa, alt vaflð i alls konar blóm- skrúð. Þar vex sykurreir, kaffl og ýmsar ávaxtategundir. Eyja þessi heyiir undir Portúgal, og fara gufuskip nú þangað frá Lissabon, höfuðboi'ginni í Portúgal, á þi'ern- ur dögum. < n seglskipið, sem Siguiður var á, var auðvitað mikiu iengur á leiðinni. Fei'ðin var ekki einu sinni nærri liálfn- uð. Næst kom Sigurður við í Gíneaflóa, vestan á Afiiku. Þá er komið suður undii' miðjarðarlínu, og er þar hiti afarmikill. Þar sá Sigurðui' svertingja i fyrsta sinn. Þeir eru kolsvartir á hörund frá hvirfli til ilja, tennurnar standa, skáhalt út og sýnast þeii' því afar varaþykkir. Hár þeirra er svart og lubbalegt, ekki jafn þétt á öllu höfðinu, heldur eru þéttir toppár á sumum stöðum og gisið á milli. Hárin eru ekki sívöl eins og á okkur, heldur ferstrend og eins og snúið upp á hvert þeirra. Um þessar mundir voi'u hvítir menn seztir víða að á Afríkuströudinni eða komu þar að minsta kosti oft við. Fóru þeir herferðir upp í landið, drápu suma, en bundu aðra, og fluttu þá í jávnhlekkjum ofan til sjávar, hrúguðu þeim undir þiljur á skipum sínurn og fluttu þá yfir Atlants- haf til Ameríku. Yoru svertingjar fluttir þar í land og seldiv þar til að þi'ælka á sykurökrum og bómullarökrum. Sættu aumingjar þessir oft miskunaríausri með- ferð, og voi'u barðir fyrir hvað lítið, sem þeim vai'ð á. Mennirnir voru skildir frá konum sínum og bömin frá mæðrunum, og alt flæmt sitt í hverja áttina. Nú er þrælahald afnumið í allri Ameríku og manna- rán og þrælasaia eru hartnær útdauðir siðir í Afríku. Vér höldum enn áfram að segja frá Sig- urði og fei'ð hans. Enn voru undin upp segl á skipinu, og bar það æ lengra og lengra suður í bezta byr suður fyrir mið- jarðarlínu. Það heflr verið gamall siður, að lralda hátiða-rdag á skipunum, þegar þau hafa veiið að fara. yflr miðjarðáirlínuna. Eru þeim sjómönnunum gerðar ýmsar bi ell- ur, sém fara það i fyrsta sinn, en ekki er þess getið, að Siguiður hafi orðið fyrir því. Heiðnii' menn í fornöld trúðu því, að í haf- inu væii guð, er Neptunus héti, og hefði hann afarstóvan þriannaðan fovk i hendi.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.