Æskan

Årgang

Æskan - 22.11.1900, Side 1

Æskan - 22.11.1900, Side 1
ÆSK AN. IV. ÁRG. Eignarrétt heflr 22. NOV. 19 0 0. Ritstjóri: Stór-Stúka íslnnds fl. 0. G. T.) Hjálmar Sigurðsson. 3. TEL. Latli Savoyarinn. _____ f Alpafjöllunum, á takmörkum Frakklands og Ítalíu, liggur hérað eitt álíka stórt ■og tvær meðaisýslur á íslandi, er Savoyen nefnist og hefir það heyrt Frakklandi til um fjörutíu ár. í einum dainum í héraði þessu stóð einu •sinni dálítið hús, rétt undir afarháu fjalli, •sem gnæfði hátt til himins og var efsti hluti þess síþakinn jökli og ís. Sá, er vildi ■sjá npp á efsta tind fjallsins neðan lir daln- nm, varð að regja sig töluvert aftur á bak, ■og oft kom það fyrir, að ekki var hægt að •eygja tindinn, því gráhvítur skýjahjúpur hafði sveipað sér utan um alt fjallið að ofanverðu. í hverja átt sem litið var úr dalnum, sáust ekkert annað en voldugar hamraborgir, þaktar að ofanverðu að meira eða minna leyti með jökulbreiðunni, og sló .á hana purpurablæ, þegar sólin var að renna hinum megin við fjöllin. Það var fátt fagurt að sjá niðri i dalnum þeim; reyndar vorn gi-ænir gróðrarblettir á stöku stað, þar sem grasið var bæði þétt og háttf en hinir staðirnir voi'u þó margfalt fleiri, þar sem jörðin var þakin lausagrjóti eða stórbjörgum, skuggalegum og gróðurlaus- um, sundur tættum af vatni og viridi, sem gnæfðu hátt. í ioft, upp eins og það væri trollauknir og sundurbrótnir minnisvarðar frá fyrri tímum. — Rétt við kofann hafði tekist, að rækta dálítinn blett með mjög mikillj fyi-irhöfn, og fekst af honum litið eitt af korni, en það var svo gult og visið, að ekki var að vænta' mikillar uppskeru af því. Á þeim tíma, er þessi saga gerðist, átti hús þetta maður nokkur, er Pierre hét. Hafði liann konu og fimm börn fram að færa, og veitti honum oft örðugt að fleyta fram líflnu. En Pierre var glaðlyndur og áhyggjulítill, og hafði ekki margar áhyggj- ur fyrir moi-gundeginum, enda hafði hon- um tekist að bjargast ait til þessa nokkurn veginn fram úr þvi, enda var hann dug- legur leiðsögumaður og fylgdi ferðamönn- um þeim sem komu þangað á ári hverju til þess staðar í Aipafjöllurn. Því miður komu þangað ekki margir menn, því dal- urinn lá afskekt, og var því oft æði örð- ugt fyrir Pierre að útvega nægilegt að borða lianda öilum börnunum, sem voru hraust og heilsugóð og höfðu allra beztu mata'r- lyst þarna uppfrá i hreinu fjalialoftinu. „Og ég er alveg hissa, hvað börnin geta borðað“, sagði Pierre oft hálfbrosandi, þeg- ar hann horfði á börnin meðan á máltíð- unum stóð. „Ég held þau hikuðu ekki við að leggja í fjallagöngustafinn, ef hann væri borinn á borð fyrir þau.“ Og svo rendi hann augunum með mesta ánægjusvip yflr barnahópinn, þar sem þau voru flmm rjóð og þrifleg i kring um borð- ið. Móðir þeirra rendi einnig til þeirra ástúðlegum augum, en auðséð var á svip hennar, að hiin var áhyggjufull fyrir fram- tiðinni, og hún andvarpaði með sjáifri sér. Hún bar kvíðboga fyrir því, að sá tíminn

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.