Æskan

Árgangur

Æskan - 22.11.1900, Síða 2

Æskan - 22.11.1900, Síða 2
10 mundi bráðum koma, að ekkiyrði nægilegt til að borða, og eitt eða fleiri barnanna yrði að fara að heiman úr foreldrahúsum til að leita sér atvinnu. Og þessi tími kom áður en hún hafði búist við því. Það bar við einn dag sem oftar, að Pierre : fylgdi nokkrum ferðamönnum yflr fjöllin, en þegar hann kom ekki heim um kvöldið varð bæði móðirin og eldri bömin.hrædd um hann og mjög óróleg. Elzti drengur- .inn hafði farið 1 rökkrinu upp eftir einstig- inu í fjaflinu til að skygnast eftir föður sínum; en hann kom aftur án þess að verða nokkuð var við hann. „Má ég ekki fara yflr í þorpið hérna í næsta dalnum og fá menn til þess að leita að honum“, spurði hann móður sína. „Jú, þú mátt það Eugen“ (lesið: Eivsjen), svaraði rnóðir hans, sem varð æ hræddari og hræddari, „en varaðu þig á gljúfrunum". Prengnrinn lofaði að fara varlega og skundaði a£ stað. Móðirin háttaði hin börnin hvert af öðru og kom þeim í rúrnið. Að svo búnu kveikti hún og tók að sauma en hún hafði enga ró á sér við vinnuna. Hún spratt upp hvað eftir annað og fór út að hlusta, hvort hún heyrði ekki fóta- takið, sem hún var alt af að vonast eftir; en alt var þögult og hljótt, og ekki heyrð- ist það allra minsta hljóð í kvöldkyrðinni. .Nót.tin féll á og hún leið til enda, og enn þá kom enginn i Ijós. Grár morgunbjarm- inn gægðist inn um gluggann og ijósið á íampanum tók smárn saman að dofna eftir því, sem dagsbirtan jókst. Iíonan gekk út úr kofanum, ef til vill í hundraðasta sinni, til að skygnast upp eftir fjailinu. Nú gat hún ókki lengú.r haldið kyiru fyrir og hljóp skjá.lfaodi af sáiarangist n'pp eiiistigið ;. því .. hún hafði séð mannahóp hátt uppi á fjall- inu, sem báru eitthvað milli' sín. og Eugen son sinn við hlið þeirra. Þegar hún kom nær, sá hún greinilega hvað um var að vera, og að mennirnir báru mann hennar tii skiftis á börum á milli sin. Gat hún þá ekki stilt sig lengur og rak upp aumkv- unarlegt angistarvein. Eugen heyrði óp hennar og kallaði til móður sinnar: „Hann faðir minn er ekki dáinn. Hann er lifandi!" Þetta var satt. Faðir hans var ekki dáinn, en hann hafði álcaflega meitt sig. Hann hafði verið far- inn að halda heimleiðis síðla dags daginn áður, og hafði þá hrapað niður eftir afar- bröttu gili, og þar höfðu þeir menn fundið hann löðrandi í blóði og meðvitundarlaus- an, sem Eugen hafði fengið til að leita hans. Aumingja Pierre dó reyndar ekki, en þegar hann komst á fætur aftur var hann svo bæklaður, að hann gat litla björg séi- veitt, Það varð að stunda hann nærfelt eins og ó- málga barn, en konan hans og börnin tóku að liða neyð. Einn dag kom Eugen hlaupándi heim úr þorpinu og skundaði inn tii föður síns, sem sat hnugginn og máttvana í hægindastól, sem einhver hafði gefið houum af með- aumkun. „Nú er eg alveg stáðráðinn", hvíslaði hann að föður sínum. „Maðurinn hefir lofað að gefa mér hann Joko, apann sinn. Nú á ég ekki annað eftir en að fá ieyfl ■ henhar mömmu til þess að leggja af stað.“ „Aumingja drengurinn ' minn“, mælti Pierre hnuggiun í bragði, „þú veitst ekki hvaða örðugleikar kunna að liggja fyrir þér!“ „Egbjarga mér vonandi, faðir minn! . .'. Viltu ekki segja henni mönnum frá því?“ „Hvað er það, sem hann faðir þinn á að s'égja mér?“ spuvði móðir lians, er kom inn í sömu svifunum. „ Að hann Eugen \nll fará' út' í heiminn.

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.