Æskan

Ukioqatigiit

Æskan - 22.11.1900, Qupperneq 4

Æskan - 22.11.1900, Qupperneq 4
12 indverska muni, sem hann hafði keypt fyr- ír peninga þá, er hann hafði sparað saman, •og þá vantaði ekki mikið á, að þeim þætti sjómannslífið það inndælasta iíf, sem til væri á jörðunni. „Fyrir þá, sem duga í það“, svaraði faðir hans. „Það getur margt annað líf verið gott“, sagði móðir hans og klappaði á koilinn á Ásmnndi yngra syni sínum, sem átti að læra að stunda búskap. <Jóð móðir þoiir aldrei, að neinu barni sinu sé óréttur gjör. „En eitt er áreiðanlegt", bætti móðir Sigurðar við, „að sá getur farið á heimsenda, sem hefir guð sinn og ást til sinna í hjarta sínu, því honurn finst samt sem áður, að hann sé heima sjá sér. “ --------------------------------- DRENGJALEIKUR. 1. Jíóttin og dagurinn : Þessi leikur var rajög iðkaður af drengjum hjá I'orn-Grikkjum og var nefndur „Ostrakinda11. Leikurinu er þannig: Drengirnir skifrast í tvo flokka, dagflokkinn og næturflokkinn. Hvor flokkurinn velur sér bústað á móti öðrum og er dálítill spölur ámilli. Mörk eru sett miðja vega milli flokkanna. —Nú ganga báðir flokkar frarn að mörkunum og bafa með sér tróplötu, sem er iituð hvít öðrum megin, en svört liinum megin. Er henni kastað í loft uppi og gætt að livor bliðin snúi upp þegar niður kemur. Sé það t. d. hvíta hliðin eiga dagdrengirnir að elta næturdrengina og ná þeim, með því að slá á bakið á þeim. Hinir reyna aftur að hlaupa sem fretur toga heim tii sín. i’eir drengir, sem teknir verða, eru gerðir að öanum og eiga þeir að bera sigurvegarana heim til þeirra. — Að eins eiga drengirnir að gæta þess, að iítill og krafta- lítill drengur sé ekki látinn bcra stóran og þung- an dreng. — Séu drengirnir, scm verða að ösn- tim, of lítlir og kraftalitlir, eiga þeir að leiða sigurvegarana heim, í stað þess að bera þá. SKRÍTLUR. Amma sýnir Gunnu litlu bróður hennar, sem er nýfæddur. Gunna litla : „En hvað þetta er stór og falleg brúða! Er ekki hey innan í henni eins og brúðuúni minni, amma?“ Adam og Eva: Emilía litla sér Ellu systur’ sína koma inn með epli í hendinui og segir við liana: „Heyrðu, við skulum leika Adam og Evu.“ Ella: „Iívernig er sá leikur?“ Emilía: „Pú átt að vera Eva og freista mín tneð eplinu, og svo ætla ég að vera Adam og borða það.“ Prófessorinu (þegar konan hans syngur í sam- kvœmi til hjálpar fátœkum): „Hvernig er þetta mig minnir að ég hafi heyrt þessa rödd áður.“ GÁTUR. 3. Hver getur talað öll tungumál? 4. Hvernig er liægt að bera vatn í mjólkursigil? 5. Hvers vegna rignir ekki tvo daga í einu ? 6. Hvernig á að skrifa þurt gras með þrem- ur stöfum ? 7. Hvað er sterkasta dýrið ? Svör við gátur í 1. blaði : 1. Talan 9 er skrifuð með rómverskum tölum, þannig: IX. Sé henni skift. í tvo hluti þvers um, verður efri hlutinn IY, en sé neðri hlut- anum snúið við, verður það VI. 2. Sól. — Jól. — Jór. Nýir kaupendur geta nú (meðan upplagið endist) fengið þrjá fyrstu árgangana fyrir 1 kr. 50 au. (ekki liálfvirði), en þeir sem vilja sæta þessu boði ættu að gera það í tíma, því hinir eldri árgangar eru á förum. Útg. kemur út tvísvar í múnuði, og auk ]iess .Tólablað (skrautprentað með myndum), 25 tölublöð alls. Kostar í Reykjavík 1 kr., úti um land kr. 1.20. Borgist í April múnuði ár íivert. Söluluun gefin af minst 8 eint. IpORVARÐUR PORVARÐSSON prentari, iJingholtsstrrcti 4, annust útsendingu blaðsins og alla afgreiðslu. tekur á móti borgun og kvittar fyrir o. s. frv. Aldarprentsmiðja, —Pappirinn frá Jóní Olafssyni.

x

Æskan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.