Æskan

Árgangur

Æskan - 30.12.1900, Síða 1

Æskan - 30.12.1900, Síða 1
ÆSK AN Eignarrétt hefir 30. DES. 19 00. Ritstjóri: Kafarinn. Sé glasi hvolft svo botninn snúi upp, og ]því svo stungið ofan i vatn, kemst vatnið ekki upp í botninn á glasinu, heldur verð- ur ætíð eftir autt rúm upp undir botni þess. í’etta kemur til af því, að loftið, sem var inni í glasinu, heflr að sönnu þjappast sarnan þegar vatnið þrýsti að þvi að neðanverðn, en ávalt verður þó eftir dálítið rúm fult a.f samanþjöppuðu ósýni- legu lofti innan í glasinu. Þegar menn kafa niður á sjávarbotn eru stundum notaðir hinir svo nefndu köfunar- hjálmar. Það eru afarstórar málmkiukk- ur, mörg fet að hæð og ummáli, og er þeim hvolft ofan á sjóinn, og sökt niður á sjávar- botn. Kafarinn fer innan i hjálminn, og heflr hann nægilegt andrúmsloft í honum nokkra stund. Þegar hann heflr lokið verki sínu á sjávarhotni, er hann dreginn upp aftur. Kafarar nota þó sjaldan köfunar- hjálminn, en í stað þess eru þeir í vatns- heldum og ioftheldum fötum, og er fest við fötin loftþótt hylki utan um höfuðið, en út úr hylki þessu ganga tvær pípur upp úr sjónum, sem kafarinn dregur. andann um. Upp um pípur þessar getur hann líka talað við mennina í bátnum, sem hafa sökt honum, og sagt þeim hvenær eigi að draga hann aftur upp úr sjónum. Föt kaf- arans eru spent loftþétt að úlfliðunum, en hendur hans eru berar; svo hann eigi hægt með að gera hvað sem hann þarf með. Á ! 6. TBL. .1 a i ra a r oípurosson, höfuðhylkinu eru sterkar glerrúður fyrir j augunum, svo hánn geti notið birtu þeirr- ar, sem er á sjávarbotni. í djúpu höfun- um er að sönnu rökkur eða jafnvel niða- myrkur niður við botninn, enda um há- bjartan dag, en kafarinn kafar naumast á meira dýpi en 20—30 föðmum, því vatns- þrýstingarfargið ofan á kafaranum og utan að honum eykst æ meir, eftir þvi sem dýpið eykst og að lokum mundi það kremja hann í sundur. Fiskar, sem lifa á miklu dýpi, þola þrýst- inguna, því sköpulag þeirra er lagað eftir því, en séu þeir snögglega dregnir upp úr sjóniun, léttir svo miklu fargi af þeim, að maginn gengur upp úr þeim. Búningur kafararanna er afar þungur, einkum málmhylkið utan um höfuðið, og við fætur þeiri-a eru fest blýlóð til þess að halda þeim þannig, að fæturnir viti jafnan niður. Kafarar geta stundum gert mikið gagn. Þeir geta fundið leka á skipum niður víð kjölinn, sem ekki er hægt áð verða var við á annan hátt, nema skipið sé dregið á þurt land. — Ha.fl skip sokkið á grúnnum sjó með dýrmætum vörum innanborðs, geta þeir bjargað því úr því, sem fémætast er, og hafi skipið sokkið á höfn eða í fjölfar- inni skipaleið, geta þeir stundum fest urn það bönd, svo hægt er að hefja það upp úr sjó á ný. Stundum leggja þeir sprengi- vélar undir skipsskrokkana, sé ekki hæ'gt að koma þeim burt á annan hátt, en úr sprengivélinni gengur svo máimþráður va:f-

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.