Æskan

Árgangur

Æskan - 30.12.1900, Blaðsíða 2

Æskan - 30.12.1900, Blaðsíða 2
inn guttaperka. Er hinn endi hans ofan- sjávar. Sé sterku rafmagni hleypt í þráð- inn, kveikir það í sprengivélinni svo skips- skrokkurinn flýgur í loft upp. í sundinu milli eyjarinnar Ceylon og Indlands er veitt ákaflega mikið af perlu- skeljum á ári hverju, og er það eingöngu gert af köfurum. En þeir hafa hvorki loft- þétt föt nó köfunarhjálm, heldur eru þeir svo lengi niður í sjónum í einu, sem þeir geta haldið niðri í sór andanum, en það er í hæsta lagi nálægt mínútu. Er þeim hleypt niður á streng allsberum með körfu í annari hendinni, og jafnskjótt og þeir koma til botns, róta þeir svo mörgum skeljum í körfuna og þeir ná í, kippa svo í strenginn, og eru þá dregnir upp aftur. En þetta er æði hættuleg vinna. feir geta druknað, sóu þeir ekki dregnir nægi- lega snögt upp, og auk þess er þar fult af hákörlum og öðrum illfiskum, sem ráðast á þá, ef þeir vei’ða varir þeirra, en þeir hafa ekkert til að verja sig með gegn þeim. L.itli SaYoyarinn. (Niðurl.) Eugen dvaldi á veitingahusinu unz búið var að grafa gamla manninn. Síðan kvaddi hann veitingamanninn, tók lírukassann á bak sér og lagði af stað. Þegar hann hafði gengið nálægt eina mílu, kom hann að fögrum bændabæ hjá vegin- um, tók þar af sér lírukassann og fór að snúa honum í fyrsta sinni. Úr lírukass- anum hljómaði gamalt raunalegt lag, en öll börnin á heimilinu og þar í grend þyrpt- ust saman til að hlusta á hljóðfæraslátt- inn. Eina telpuna á bænum langaði mjög til að eignast apann og bað föður sinn lengi um að kaupa hann handa sér, og linti ekki látum fyr en hann fór út til drengsins og spurði hann, fyrir hvað hann vildi selja apann. „Ég get ekki selt Joko“, mælti Eugen. „Við höfum fylgst að alla leið frá Savoyen og hingað, og hann hefir liðið með mér bæði súrt og sætt. Þór megið ekki reið- ast mór en óg get engan veginn skilið mig við hann.“ „Nei, mér mundi aldrei detta í hug að reiðast því“, svaraði bóndinn. „Ég get vel skilíð, að þú vilt ekki farga apanum.“ Bóndinn gaf Eugen töluverða gjöf, og drengurinn lagði nú af stað áftur með kassann á bakinu og Joko ofan á kassan- um. Svo leit út eins og Joko væri mjög ánægðui’ með nýja sætið sitt og skoðaði kassann mjög’ nákvæmlega. Alt í einu hrikli í kassanum og apinn rak upp öskur, svo Eugen lagði lírukassann af sér í skyndi til þess að sjá, hvort hann hefði brotnað. Sá hann þá, að nokkur partur í einni hlið- inni hafði opnast, einmitt þar sem látúns- knappurinn var í, sem gamli maðurinn hafði verið að hreifa við, en þar undir var dálítið leynihol, sem var fult af gömlum bréfsneplum. Apinn hlaut að hafa opnað leynihólfið. Eugen tók einn pappírs- böggulinn úr hóifinu, en það má nærri geta, hvað honum varð við, er hann sá, að þetta voru alt peningaseðlar. Eugen þekti gildi peninga, taldi seðlana, og sá, að hann átti yfir fjórar þúsundir franka, eða nálægt þrjú þúsundir króna. „Heim, heim!“ kallaði hann upp yfir sig af fögnuði. „Nú get ég farið aftur heim til mömmu og pabþa; nú erum við öll rík. Guði só lof, að ég seldi ekki hann Joko, annars hefði ég aldrei fundið þessa peninga.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.