Æskan

Årgang

Æskan - 24.01.1903, Side 4

Æskan - 24.01.1903, Side 4
32 Æ S K A N . að Ijá sér lykilinn. svo að hann gæti sjálf- ur rannsakað þetta. Piltarnir vissu ekkert um þetta. Frú Pinniker var svo vóleg eftir síðustu atrenn- una, er þeir höfðu gert, svo að þeir hugðu, að sér væri óhætt að gera nýja árás. En einmitt í sama bili sem þeir komu niðui- um- reykháfiun, kom doktorinn inn um dvrnar í eplaherbergið. Ætlaði hann að fara að skoða eplin, en heyrði þá uppi yfir sér skarkala og raddir, sem hann kannaðist við. Hann varð alt annað en glaður, er hann heyrði, hverjir þjófarnir voru; faldi hann sig í horni einu og beið átekta. Þess var eigi iangt að bíða að hann sæi körfuna með drengnum í koma hægt og hægt nið- ur um opið á loftinu og staðnæmast á gólf- inu neðan undir. fegar drengurinn kom niður, sneri hann baki að doktornum, og og sá hann því ekki strax. En nú sneri hann sér við til að safna eplunum, og varð hann þá svo óttasleginn, að honum féllust aigerlega hendur. Doktorinn notaði sér þetta, lagði höndina á munn drengnum og bauð honum að þegja. „Ertu kominn niður?" var kallað ofan- að. Doktorinn lét litla þjófinn, sem skalf af hræðslu, skilja að hann skyldi svara: „Já,“ og gerði hann það, en þó varia nema í hálfum hljóðum. „Fyltu þá körfuna!" var kallað marg- raddað. Doktorinn aðgætti nú gildleika og styrkleika kaðalsins, settist svo sjálfur í körfuna og lét drenginn skilja, að nú skyldi hann gefa hið venjulega merki um að draga körfuna upp. Þegar hann hafði gert það, sá hann sér til óumræðilegrar skelfingar, að karfan með doktornum í lagði af stað upp, og óskaði þess að hann hefði aldrei séð epli á æfi sinni. „Pað er vel látið í hana núna,“ heyrði doktorinn að sagt var, og þokti hann þar rödd systursonar síns. „Hann er víst með sjálfur," sagði annaiv „Haltu fast í kaðaiinn, sleptu ekki! Jú,. í þetta sinn verður það víst nóg,“ mælti hinn þriðji. En gleðin yfir þessum feng varð skamm- vinn, því nú sáu þeir hattinn doktorsins koma upp um opið og því næst andlitið,. og mátti þá lesa ótta og skelfingu á and- litum allra þeirra, er fyrir voru. „Látið þið mig ekki detta niður á eplin aftur, piltar, “ mælti hann; „eg hefi átt svo erfit.t með að komast upp, og nú langar mig til að vera hérna dálitia stund. “ J?eir sáu ekki annað vænna en að draga hann alveg upp, þangað til hann var kom- inn heill á hófi upp til þeirra. „Kæru drengir mínir,“ mælti hann, er hann var kominn upp úr körfunni. „Hvern- ig gátuð þið fengið af ykkur að neyða mig til að takast. slíka ferð á hendur? Pótt öll epli á Englandi væru í boði, vildi eg ekki gera þetta aftur, og ekki einu sinni, þótt eg ætti að fá þau á leyfilegan hátt.“ Þegar piltarnir sáu, að hann var ekki reiður, en að eins innilega hryggur, þyrpt- ust þeir í kringum hann og tóku að afsaka sig, en fundu þó brátt, að það var eigi mögulegt. „Piltar," mælti hann, „eg get ekki af- sakað ykkur. Þetta er svo skammarlegt athæfi, að eg þvæ hendur mínai' og gleymi því undir eins. Eg er að eins feginn því að það eru ekki fleiri, sem vita það. Eru nokkrir af yngri drengjunum við það riðnir?*

x

Æskan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.